Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 26
r Frá Slysa varnafélagi Islands Nokkur atriði úr skýrslu forseta félagsins um starfsemina á síðastliðnu ári Á árinu 1939 drukknuðu 25 manns hér við land, bæði í sjó, ám og vötnum, en af þeim voru aðeins 12 lögskráðir sjómenn. Síðan far- ið var að birta skýrslur um þessi efni, er þetta áreiðanlega lang-lægsta drukknanatalan, sem vitað er um á einu ári, hjá sjómannastétt okk- ar. Þó hafði ófriðurinn geysað í fjóra síðustu mánuði ársins, og skip okkar siglt mestan þann tíma yfir hættusvæði Norðurálfunnar, svo að segja við sömu skilyrði og skip annara hlut- lausra þjóða, sem daglega berast fregnir af að farizt á einn eða annan hátt af völdum stríðs- ins. Það var því engin furða, þó menn hugsuðu með nokkrum ugg til þess, hvernig okkar sjó- mönnum myndi farnast undir þessum kringum stæðum, og þó menn hefðu varla búizt við svo góðum árangri, sem raun varð á, því að við misstum á þessum tíma ekkert mannslíf af völdum ófriðarins. Þó allt sé að vísu enn með sama sniði hvað siglingahættuna snertir, þá getum við íslendingar verið þakklátir forsjón- inni fyrir þann tíma, sem liðinn er, því ekki er kunnugt um að farizt hafi nema fjórir ís- lenzkir menn af þessum völdum fram á þenn- an dag, þó ferðir íslenzkra skipa yfir hættu- svæðin skipti nú orðið hundruðum frá því í ó- friðarbyrjun. Þessir fjórir Islendingar fórust í janúarmánuði af erlendum skipum, því að engu okkar skipa hefir hlekkst á til þessa af völdum ófriðarins, svo vitað sé. Af þeim 25 manns, sem drukknuðu á s.l. ári voru sem fyrr segir aðeins 12 lögskráðir sjó- menn, en á undanförnum árum hefir sú stétt af eðlilegum ástæðum orð.'ð harðast úti að þessu leyti. Af þeim drukknuðu 4 af v.b. ,,Þengli“ á leið frá Hofsós til Siglufjarðar hinn 7. febr., fjórir í lendingu á Akranesi hinn 19. s. m., þeg- ar hinn landskunni dugnaðarmaður Bjarni Ól- afsson fórst þar ásamt þrem hásetum sínum og loks féllu samtals fjórir sjómenn fyrir borð af skipum og bátum á árinu. Auk þess drukknuðu 5 manns — 4 karlmenn og 1 kona — sem voru farþegar með ,,Þengli“, og fórust þannig 9 manns í þessu slysi, sem var hið mesta á ár- inu, Ennfremur fórust 4 manns í ám og vötn- um, og loks drukknuðu fjórir manns af öðrum orsökum. Bjarganir og þó einkum aðstoð veitt skip- um og bátum, var með mesta móti á árinu. Eins og vitað er, þá er oft erfitt að gera glögga skilgreiningu á því, hvað telja beri björgun og hvað aðstoð, en björgunarskipið ,,Sæbjörg“ veitti í öllu falli mikilvæga aðstoð við strand b.v. „Hannesar ráðherra" á Kjalarnesstöngum hinn 14 febrúar s.l. ár. Skipshöfnin, 18 manns, yfirgaf skipið í brimi og náttmyrkri og komst í björgunarskipið, sem hafði fundið strand- staðinn með hjálp radíómiðarans og lagst skammt frá honum. Með ljóskastaranum vísaði svo björgunarskipið strandmönnunum leið út úr skerjagarðinum. — En auk þessa var að minnsta kosti 10 manns bjargað frá drukknun á árinu. Tveim var bjargað við áður umgetið slys á Akranesi, 4 af v.b. ,,Ingu“, sem hlekktist á á Stokkseyrarsundi hinn 14. marz, en einn maður drukknaði af skipshöfninni. Þá vann ungur sjómaður, Pétur Magnússon, úr Reykja- vík, frækilegt björgunarafrek í janúarmánuði s.l. ár., með því að kasta sér til sunds af vél- báti í Grindavíkursjó í versta veðri og ná fé- laga sínum ósyndum, sem fallið hafði útbyrð- is. Fyrir þetta afrek var hann heiðraður með björgunarverðlaunum á síðasta Sjómannadegi og um leið má geta þess hér, að Pétur hafði lært sund á námsskeiði Slysavarnafélags ls- lands árið áður. í ágústmánuði bjargaði Gunnar Þorsteins- son í Keflavík og lífgaði við dreng, sem fallið hafði út af bryggju, og ennfremur bjargaði Bernódus Ólafsson á Reykiarfirði á Ströndum manni af bát, sem hvolfdi þar á firðinum í VÍKINGUR 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.