Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 28
Borgarfjarðarsýslu. Félagatala hinna nýstofn- uðu deilda mun samtals nema háttáannað þús- und manns, og ætti þá meðlimatala Slysa- varnafélags Islands að hafa verið rúmlega 11 þúsund um síðastliðin áramót, og deildir inn- an félagsins samtals 100. Auk þess, sem hér hefir verið talið, voru þeir félagar með 10 deildir í smíðum um s.l. áramót, og mun nú vera lokið við stofnun átta þeirra. Þessi mikla aukning er m. a. talandi vottur þess, að Slysavarnafélagið virðist eiga vísan stuðning almennings, ef vinsælir áhugamenn taka sér fyi-ir hendur að tala máli þess. Frá félögunum Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavík- ur hélt fund hinn 26. fyrra mánaðar. Á fundinum voru samþykktar tillögur þær, er birtar verða hér á eftir. 1. A. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að hlutast til um, að útvegsmönnum verði gefinn kostur á láni úr sjóði síldarverk- smiðja ríkisins til veiðarfærakaupa fyrir kom- andi síldarvertíð, gegn 3,5% ársvöxtum, og sé þeim jafnframt séð fyrir greiðri yfirfærslu á erlendum gjaldeyri til nefndra kaupa. B. Að sú fjárhæð, sem myndast af vöxtum þessara lána, sé látin í sérstakan sjóð, sem skal varið til styrktar ekkjum og afkomend- um þeirra sjómanna, er farast við síldveiðar. Greinargerð með A-lið: Síðastliðið sumar var góðæri hið mesta fyrir síldarverksmiðjur landsins. Getur því ekki hjá því farið, að safnast hafi stór sjóður hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins. Telja má að sjóður þessi hafi ein- göngu myndast vegna þess, að fæztir útvegs- menn voguðu að leggja síldina inn til vinnslu, þar sem fjárhagsástæður þeirra og skuldbind- ingar gagnvart lánardrottnum leyfðu ekki aðra áhættu en þá, sem jafnan getur stafað af ófyrirsjáanlegum aflabresti. Hér hafa því verksmiðjurnar grætt stórfé af völdum ófrið- arins á sama tíma, sem telja má, að afkoma útvegsmanna og tekjur sjómanna hafi tæpast náð meðallagi, miðað við ,,normal“ tíma. Það er hinsvegar víst, að allmikið af þeim veiðarfærum, sem notuð voru síðastliðna síld- VÍKINGUR arvertíð, eru nú mjög úr sér gengin, og telja verður að frekari notkun þeirra verði ekki einungis til þess að skapa enn rýrari tekjur til handa sjómönnum og útvegsmönnum, held- ur og jafnframt til ómetanlegs tjóns fyrir land og lýð, en með því, eins og áður er sagt, að útvegsmenn hafa ekki enn orðið aðnjót- andi þeirrar hæklcunar, sem skapast hefir af völdum ófriðarins, myndast nýir örðugleikar til endurnýjunar veiðarfæranna með þeirri verðhækkun, sem orðin er og þeim viðskipta- hömlum, sem nú eru. Þegar þess er gætt, á hvern hátt sjóður þessi hefir myndast, sýnist .ekkert eðlilegra en að þeir, sem fyrst og fremst hafa orðið til að skapa sjóðinn, njóti góðs af honum og það því fremur, sem fyllilega má gera ráð fyrir, að innlendar lánastofnanir eigi örðugt með að veita útvegsmönnum lán til veiðar- færakaupa svo fljótt, að það komi að veru- legu gagni. Fundurinn væntir þess, að ráðamenn lands- ins hafi skilning á því, hversu skjótrar úr- lausnar þetta mál þarfnast, þar sem búast má við, að því lengur sem líður, verði æ örðugra að fá þau veiðarfæri, sem bezt henta hér, og gæti jafnvel svo farið, að þau yrðu ófáanleg með öllu. Greinargerð með B-lið: Sú V.enja hefir ver- ið hér viðhöfð þegar skip hafa farist með allri áhöfn, að gengið hefir verið með söfnunarlista meðal almennings í landinu. Þessi aðferð hef- 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.