Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 31
Áramót. Á hafi tímans hníga hin öldnu ár og öldur nýrra rísa fyrir stafni. Á hverri stundu falla tregans tár án tafar, nema maður syndum hafni, og tíminn er að græða gömul sár. Við gerum alltof fátt í Drottins nafni. Ó nýi tími — ber oss bróðurhug í brosi þínu ofar húmsins eyðum, og vængi til að hefja þjáðan hug í hæðir eftir vegum ljósins þreyðum, og vizku til að vísa öllu á bug, sem veldur töf á nýjum ársins leiðum. Já alda Guð, sem æ í öllu býrð! Lát anda vorn til göfgra starfa vígja. Leið hverja þjóð, sem hefnd og hatri er sýrð frá heimsins villu í kærleiksarma hlýja. Kenn mannsins sál að skynja Drottins dýrð í dagsins önn á vegum tímans nýja. Kristinn Erlendsson, stýl’imaður. ★ Einu sinni, sem oftar, kom E.s. Lagarfoss á Vopna- fjörð um liaust, er slátrun stóð yfir. Fyrsti stýrimaður kitti verzlunarstjórann og bað liann að láta sig hafa góð svið, helzt hrútssvið. Verzlunarstjórinn svaraði fáu um, en kvaðst skyldi sjá til. Nokkru seinna kemur sendi- rnaður ineð bréf og böggul vandlega umbúinn til stýri- manns. Opnar hann bréfiS og í því er eftirfarandi vísa. Ef þig sækja örlög þung, illa mætti fara. Hérna fæi'Su haus og pung, hafðu það til vara. Stýrimaður þakkaði bréfið og sendinguna með eftir- farandi vísu: Enginn veit sín örlög dökk, þau eru í brögðum slungin. Ilafa skaltu hjartans þökk fyrir hausinn þinn og punginn. ★ G.amall „sjóaii“ hefir sent blaðinu eftirfarandi stökur: I gamla daga: tíyngur í reiða, siglir gnoð svalar leiðir Ránar. Stormui' breiða styrkir voð. Stjarna-lieiði blánar. „A frívaktinni“. Mitt hefir sinni mjög oft létt í margri sjóferðinni, að rírna stöku rétt og slétt — og raula á frívaktmni. Til „Víkings11. Verði blaðið „Víkingur" vopnhraður í stafni og skut, eigi glaður oi-ustur, svo enginn skaði farmanns hlut. ★ Jack London segir sögu um menntaðan flæking, sem kom á bæ og bað um vinnu. Hann var tötralegur mjög og kona bóndans las honum textann. — Veiztu ekki, sagði hún, — að á fallandi steini festir ekki mosa? — Frú, sagði hann. — Án þess að fara í kring um spurningu yðar, vildi ég gjarnan spyrja yður um, að hvaða notum mosi kæmi manni í mínu ásigkomulagi? ★ Maður nam staðar, þar sem annar var að láta hund leika ýmsar listir. — Iivernig ferð þú að kenna hundinum þetta? Eg get ekki kennt mínum hundi neitt. — O, það er ósköp vandalítið. Allt sem þarf, er að vita dálítið meira en hundurinn . . . ! ★ Húsmóðir hafði þann sið, að skamma vinnukonuna, að ástæðulausu, fyrir eyðslu. Stúlkan tók þessu með stillingu. Einu sinni kom hún og sagði frúnni, að kolin væru búin. — Þú étur þau sýnilega, sagði húsmóðirin. Daginn eftir voru kertin búin. •—■ Kertin búin! sag'ði frúin. — Eg keypti tylft fyrir hálfum mánuði. — Jæja, sagði stúlkan, — ég skal segja þér hvað varð af kertunum. Ég át þau, til þess að mýkja á mér kverkarnar, svo að ég gæti komið kolunum niður! ★ 31 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.