Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 32
Kona tarmannsins.
Ég veit, að mörgum er stór sú stund,
og stríðið geisar um hauður og sund, —
þá sjómannskonan með klökkri lund
kveður sinn vin og maka.
Og skipið frá landi hann burtu ber,
en bænarorð sálar £ himininn fer.
í þögninni spurt og andvarpað er,
hvort aftur hann kemur til baka.
Svo geymir þú atvikin auðug og fá,
hið ókomna velur að skynja og þrá.
Og kvíða þinn byrgir bezt sem má
í barmi svo hetju-ungum.
En hjartað í storminum stynur þar,
sem stríðið ógnar við hættur á mar.
Því veikt er hið litla fljótandi far
með farmi, svo dýrum og þungum.
Þú vakir svo oft í hættunnar heim,
og hugurinn berst með vininum þeim,
sem ást þín fylgir um fjarlægan geim,
á freyðandi, ótryggum bárum.
Og þegar af storminum fregnað er fátt,
þú finnur þitt hjarta við guð í sátt,
Og treystir á elskunnar eilífa mátt
í orðvana bæn og tárum.
Þú fagnar af vinning og von, sem gat rætzt,
í veröld, sem gleðinnar undur ná hæst.
Við dýrustu sigra, þar stríðið er stærst
og stund hver man eilífð að geyma.
Og stór ertu fundin í söknuði og sorg,
og sízt viltu bera þá harma á torg,
en leitar í hugans helgustu borg
að huggun, — og vilt ekki gleyma.
Þú veizt þau forlög að fagna og þjást,
að fegursta vonin svo oft hér brást.
En finnur þitt stolt í farmannsins ást,
svo fögur í draumi og minning.
Þú mildar hans stríð við storma og sjó,
og stendur við hlið hans með elskunnar ró.
Þitt hjarta á tryggð, sem hamingju bjó,
svo hátt yfir tjóni og vinning.
Kjartan Ólafsson.
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Utgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband íslands.
Abyrgðarmaður:
Guðm. H. Oddsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
ÞorvarSur Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
KonráS Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og
kostar árgangurinn 10 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli,
Reykjavík. Utanáskrift: ,,Víkingur“, Pósthólf
425, Reykjavík. Sími 2630.
Farmanna- og fiskimannasamband Islands:
Skipstjóra- og Stýrimannafél. „Ægir“, Sigluf.
Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur.
Skipstjórafélagið ,,Aldan“, Reykjavík.
Vélstjórafélag íslands, Reykjavík.
Félag íslenzkra loftskeytamanna, Reykjavík.
Skipstjórafélag íslands, Reykjavík.
Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“, Hafnarf.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan“, ísaf.
Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi.
Prentaö í ísafoldarprentsmiðju h.f.
— Hvernig hefir Jónas það i hjónabandinu?
— Ojæja. Mánuði eftir giftinguna kom heillaóska-
skeyti, sem hafði tafizt, og þau--neituðu að taka
við því!
★
Kaupendur ,,Víkings“
eru beðnir að gera afgreiðslu blaðsins aðvart,
ef þeir fá ekki blaðið með skilum, svo að hægt
sé að bæta úr vanskilunum undir eins. Sömu-
leiðis eru kaupendur vinsamlega beðnir að til-
kynna í tæka tíð, ef þeir skipta um bústað.
Til lesendanna. Látið þá, er auglýsa í „Vík-
ing“ njóta viðskipta yðar að öðru jöfnu — og
látið „Víkings“ getið um leið!
Sjómenn! Sendið „Víking“ greinar um á-
hugamál yðar. Stuttar sögur og frásagnir úr
lífi sjómanna eru einnig þegnar með þökkum.
VÍKINGUR
32