Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 22
Odclur Hannesson, loftskeytamaður: Nokkrar sirndiirlausar hugleiðingar Þeim, sem aðstöðu hafa til að hlusta að stað- aldri á íslenzka útvarpið, verður ósjálfrátt á að spyrja, hvort Ríkisútvarpið sé ekki háð þeim reglum, sem gefnar hafa verið út síðan styr- jöldin skall á, svo sem um veður og ferðir ís- lenzkra skipa. Og víst er um það, að ekki hefir veðurstofan fengið að útvarpa sínum spádóm- um. Þeir, sem háðir eru að einhverju leyti þess- um reglugerðum, hafa ekki getað komizt hjá því að veita þeirri herferð athygli, sem hafin hefir verið gegn skipum þeim, sem talstöðvar hafa og af vangá og athugunarleysi minnast á veður eða annað í samtölum sín á milli. Þess- um sömu mönnum kemur það dálítið einkenni- lega fyrir sjónir, þegar útvarpinu er leyft að bera það á borð fyrir hlustendur sína, sem stærri og smærri skipastöðvum er stranglega bannað að minnast á. Ekki sízt þegar það er athugað, hvað útvarpið hefir mörgum sinnum meiri skilyrði til að koma því til réttra hlust- enda, heldur en stöðvar skipanna, sem hafa mjög takmarkaða orku. Ég minnist þess sérstaklega, eftir að reglu- gerðin um að ekki mætti minnast á veður í samtölum skipa á milli, eða á annað, er bryti reglugerð þessa, var gefin út, að vart var opnað svo fyrir móttökutækið fyrstu dag- ana, að ekki heyrðist kæruskeyti frá Siglu- fjarðar Radio til skipa sem stunduðu síldveiðar og aðrar veiðar fyrir Norðurlandi. Og synd væri að segja það, að slælega hafi verið litið eftir, að þessum reglum væri fram fylgt. Við því er ekkert að segja, að þeir, sem brjóta settar reglur, fái þær áminningar, sem þeim ber, því til þess eru reglurnar settar, að þeim sé framfylgt, eða svo ætti það að vera í lýð- frjálsu landi. En það má ekki framfylgja þeim reglum þannig, að öðrum sé leyft það, sem hin- um er bannað, svo framarlega að báðir aðiljar heyri undir sömu reglur. Ef Ríkisútvarpið er háð þessum reglum, hvers vegna er því þá leyft að birta tilkynningar kvöld eftir kvöld, sem togarai' og önnur skip sæta hörðum áminning- um og sektum fyrir. Ég minnist þess sérstaklega, þegar halda átti álfabrennuna í Reykjavík um þrettánda s.l. vec- ur, að þá var marg endurtekin auglýsing í út- varpið, sem hvert íslenzkt skip hefði ekki ein- ungis fengið áminningu fyrir, heldur fjársektir fyrir slíkar upplýsingar um veðrið. En ekki hefi ég orðið þess áskynja, að útvarpinu hafi orðið óglatt af þessu, þó bátar á sama tíma, er stund- uðu veiðar í Faxaflóa og Breiðafirði væru teknir unnvörpum, er þeir komu í höfn og ákærðir fyr- ir brot á settum reglum og jafnvel látið í veðri vaka að þessi öryggistæki yrðu tekin af þeim við frekar ítrekuð brot. Þeir sem eitthvað þekkja til þessara mála sjá hve mikill skrípaleikur er hér leikinn. Bátar sem tæplega hafa það sterka sendistöð að þeir geti náð til Reykjavíkur Radio af Breiðafirði hjálp- arlaust, ef þeir þurfa að koma skeytum, eru tald- ir tefla öryggi brezka setuliðsins í hættu ef þeir minnast á sjóveiki. En útvarpsstöðinni sem að öllu jöfnu heyrist til Norðurlanda, er leyft að birta auglýsingar og annað, sem tvímælalaust gefur uplýsingar um veðrið. Virðist hér vera um að ræða beinar árásir á öryggistæki ís- lenzkra sjómanna, sem og líka kom ótvírætt í ljós, er stöðvarnar voru teknar í land úr íslenzku togurunum úti, og svo gjörsamlega hreinsað úr fyrstu skipunum að þau fengu ekki að halda ein- um móttakara. V í K I N G U R 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.