Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 5
ofaná yrði að hafa hann hér í höfuöstað lands-
ins, sem þegar var orðinn, og átti enn greini-
legar eftir að verða miðstöð siglinga okkar og
fiskveiða. Hér voru skilyrðin einnig bezt að
öðru leyti, hér var aðal verzlunar- og mennta-
setur landsins, og auk þess hefir Reykjavík ætíð
legið betur við samgöngum en flestir aðrir stað-
ir á landinu.
Ilér er ekki tími til að rekja nema í stórum
dráttum aðdragandann að stofnun skólans —
enda er í ráði að það verði gert betur á þessu
ári —, en eins og nærri má geta, lágu til þess
sérstakar ástæður, að mönnum var orðin ljós
þörfin fyrir slíkan skóla. Útvegur landsmanna,
sem fram á seinni hluta síðustu aldar hafði að
mestu verið rekinn á opnum bátum, var nú að
breytast í samræmi við kröfur tímans, þilskipa-
útvegurinn var að hefjast fyrir alvöru, og þörf-
in fyrir menn með sjófræðikunnátlu var orðin
aðkallandi.
Nokkur þilskipaútgerð hafði að vísu verið
rekin hér á landi mestan hluta síðustu aldar,
fyrst hinn mikli útvegur Bjarna riddara Sívert-
sen á fyrsta fjórðungi aldarinnar, en á Iians
skipum munu nær eingöngu hafa verið útlendir
skipstjórar. Þá höfðu frá því um 1840 gengið
nokkur smærri þilskip til þorsk- og hákarla-
veiða frá Vestur- og Norður-landi, og munu
flestir formenn þeirra hafa verið ólærðir með
öllu, að minnsta kosti fyrst í stað. Ennfremur
gekk héðan við og við nokkuð af útlendum skip-
um, sem komu upp með vörur að vorinu, stund-
uðu fiskveiðar yfir sumartímann, og sigldu aft-
ur út með vörur á haustin. Skipshafnir þessara
skipa voru auðvitað útlendar, en á meðan þau
stunduðu fiskveiðarnar, voru ráðnir á þau ís-
lenzkir menn, sem sumir hverjir fóru með þeim
utan og héldu áfram siglingum.
• Einstöku menn lærðu sjómannafræði ytra,
komu heim aftur, og gerðust skipstjórar á hin-
um nýbyrjaða þilskipaútvegi okkar, og ekki var
eins dæmi að þeir kenndu aftur efnilegum mönn-
um það, sem nauðsynlegt þótti til að geta stjórn-
að fiskiskipum hér við land. Á þennan hátt
myndaðist smám saman vísir að þeirri stétt,
sem eftir stofnun stýrimannaskólans efldist svo
að kröftum og fjölmenni, að úr hennar hópi
komu margir af mestu athafnamönnum lands-
ins á því viðreisnartímabili, sem nú fór í hönd.
Þegar sögð er saga sjómannafræðslunnar hér
á landi, verður ekki gengið fram hjá þeim, sem
ruddu veginn að því marki, sem náð var með
stofnun stýrimannaskólans. Hinn fyrsti og einn
hinn mikilvirkasti af þeim mönnum, sem feng-
ust við kennslu í sjómannafræði á þeim tíma,
var Torfi Halldórsson, skipstjóri og síðar bóndi
á Flateyri við Önundarfjörð. Torfi sigldi utan
til náms árið 1851, lauk prófi árið 1853 og
byrjaði síðan kennslu í sjómannafræði á Isa-
firði og á Flateyri, og sóttu menn skóla hans af
öllu Vesturlandi, en einnig frá Norðurlandi og
jafnvel frá Austfjörðum. Lærisveinar hans
skifta áreiðanlega mörgum tugum, og verður
sennilega að telja hann brautryðjanda okkar í
þessu starfi.
Svo einkennilega vill til, að bæði norðanlands
og sunnan, eru það menn, sem ekki voru sjálfir
sjómenn — nema að því leyti, sem hver sá, er
við sjóinn býr, hlýtur að hafa af honum nokkur
kynni — sem eru forgöngumenn að því, að tekin
verði upp kennsla í sjómannafræði í þessum
landshlutum. Á Norðurlandi er það merkisbónd-
inn Einar Ásmundsson í Nesi við Eyjafjörð,
sem um 1850—’60 byrjar sjálfur að nema sjó-
mannafræði af bókum, líklega tilsagnarlaust,
semur síðan kennslubók og tekur pilta í kennslu
heim til sín að Nesi. Hjá honum lærir Jón Lofts-
son, ættaður úr Fljótum, sem síðan fer utan til
frekara náms, og heldur að því loknu skóla um
tíma á Norðurlandi.
Hér á Suðurlandi byrjar sjómannafræðsla
ekki svo neinu nemi, fyr en eftir 1870. Að vísu
sést af gömlum blöðum, að árið 1847 auglýsir
Magnús Waage, búsettur í Vogum á Reykjanesi,
að hann taki menn til kennslu í sjómannafræði.
Magnús hafði lært utanlands, og sezt síðan að
hér heima, en hvort nokkrir hafi sinnt þessu til-
boði vita menn nú ekki, og þá heldur ekki hvort
nokkrir hafi lært hjá honum fyr eða síðar.
Á 7. tug aldarinnar byrjar hinn mikli at-
hafnamaður, Geir Zoega, útgerð sína hér í bæ,
fyrst með þilskipinu „Fanny“, sem hann kaupir
i félagi við tvo aðra menn árið 1866, og nokkru
síðar með „Reykjavíkinni", sem margir kann-
ast við. Þessi skip voru fyrirrennarar hinnar
miklu þilskipaútgerðar hér við Faxaflóa, sem
5
VÍKINGUR