Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 28
nær, lengri eða skemmri tíma, hættu róðrinum
— eftir skorpuna og svitabaðið. —
Vöðusel þann er skutlaður var, flóu og af-
spikuðu undirræðararnir; en kaup þeirra, var
mér sagt, að hefði verið, auk fæðis: Spikleyfar
þær, er þeir skófu innan úr skinnunum, er þeir
flóu selina; en skutlararnir munu þó, gaum-
gæfilega, hafa tekið eftir að slíkar spikleyfar
yrðu, að þeirra áliti, ekki óþarflega miklar. Og
svo munu góðir ræðarar hafa fengið góðann
selbita eða jafnvel heilan selsskrokk, sem upp-
bót á kaupi sínu. — Eftir nútíma mælikvarða
kaupgjalda fyrir jafn erfitt og heilsuspillandi
starf, er þessir „undirræðar" unnu, mun nútíð-
armönnum þykja næsta ótrúlegt, hve nægju-
semin var mikil hjá þátíðarfólki, er vann hjá vel
efnuðum og stundum ríkum bændum, og það
voru flestir vöðuselaskutlararnir hér við Dníp-
ið á fyrri hluta 19. aldarinnar. En fátækling-
arnir urðu þá, sem fyrr og síðar, að gera sér
allt að góðu. — Þegar ég var á unga aldri, var
mér sagt, að fengsælustu vöðuselaskutlararnir
hér við Djúpið hefðu verið: Kristján hrepp-
stjóri Guðmundsson bóndi í Vigur, Kristján
drbm. Ebbenesersson í Reykjarfirði í Reykjar-
fjarðarhreppi og Bjarni bóndi Gíslason í Ár-
múla, faðir Gísla drbm. Bjarnasonar hrepp-
stjóra í Ármúla. Svo eru ýmsir smærri skutl-
ara-spámenn, svo sem: Einar á Garðstöðum,
Þórður á Lónseyri, Kolbeinn í Dal, Torfi stóri
o, fl., er eitthvað fengust við vöðuselaskutlan-
ir. — Þykir mér rétt að geta hér að nokkru
Torfa stóra, er alla sína æfi mun hafa verið
bláfátækur og því ekki notið annarrar vegtillu
en á efri árum sínum, að teljast með þurfa-
mönnum eða ómögum í sveitarbók Snæfjalla-
hrepps. Ekki veit ég neitt annað um ætterni
Torfa en að hann var Torfason. Var Torfi þessi
Torfason talinn þriggja meðalmanna maki að
kröftum, var 3% álna hár vexti og að sama
skapi þreklegur. Sagt hefir mér verið, að Krist-
ján bóndi Guðmundsson í Vigur hafi lengi talið
sig allra manna hæstan í Isafjarðarsýslu og
meðal annars talið sér til gildis hæð sína. —
Hafi það eitt sinn verið, er Torfi, sem oftar,
kom í Vigur, að Kristján hefði látið til leiðast
að þeir mældu hæðir sínar við timburfjöl úti
í Vigur; reyndist þá Torfi þremur þumlungum
hærri en Kristján, og er hann sá og nauðugur
varð að samþykkja hæð Torfa, er sagt að hon-
um hafi orðið þetta að orði: „Þetta er hæð og
mikil bölvuð ólánshæð“. Á efri árum sínum
fékkst Torfi við að skutla hvali eða járna hvali,
er svo var oftast nefnt; náðust 2 þeirra svo
vitað sé. Var annar þeirra róinn upp í svonefnd-
an Langavog í Æðey og skorinn þar, en hinn
milli Skarðs og Sandeyrar. Skotmannshlut sinn
úr öðrum hvalnum fékk Torfi engann, en lítinn
úr hinum. Hefir þessi stóri Torfi Torfason
tvímælalaust verið síðasti hvalaskutlari hér við
ísafjarðardjúp ef ekki á öllu íslandi. Auk þess-
ara hvala, sem Torfi járnaði, drap hann, sum-
arið 1868, tvær andarnefjur með hákarlalensu,
milli svonefnds Moðskers og Langatanga í Æð-
ey. Voru andarnefjurnar að sveima í síldartorfu
milli skersins og tangans. — Er Magnús smiður
Jochumsson, er varð kaupmaður á ísafirði, var
1865 að smíða Dalskirkju, kom Torfi stóri
þangað. Kastaði þá Magnús fram vísu þessari:
Að smíða ragur oft ég er,
einatt slóri og horfi,
en víkingsbragur á þér er
afla-stóri Torfi.
Bátar þeir, er hafðir voru til vöðuselaskutl-
unar, voru frekar litlir þriggjarúma bátar.
barklangir en skutlitlir, sléttbyrtir aftur að
miðjum barkanum, en súðbyrtir þaðan aftur úr
og taldir mjög hraðskreiðir, er þeim var siglt
eða vel róið. Keipar flestra þeirra munu hafa
verið úr eik eða hörðum rekavið og hvalbeini.
Keipnefin úr eik eða hörðum viði, en þrælk-
urnar úr hvalbeini. Fremra keipnefið var þá,
sem í fornöld, nefnt „hái“, sbr. Grettissögu Ás-
mundarsonar, er þeir fóstbræður Þormóður
Kolbrúnarskáldogillmennið Þorgeir Hávarðsson
og Grettir voru í Reykhólum og sóttu bolann
fram í eyju. Er þeir voru á leið til lands, gerði
all-hvassan mótvind. Réri Grettir á tvær árar
að aftan en þeir fóstbræður að framan á skip-
inu. Mun Þorgeir hafa haldið að Grettir tæki
sér létt róðurinn og segir: „Hvort frír nú skut-
urinn skriðar?" En Grettir svarar: „Ei mun
skuturinn eftir verða, ef fast er róið að fram-
an“ og lagðist svo fast á árarnar, að af fuku
28