Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 31
Norðlenzkar sagnir, skráðar af Baldri í Bjarkahlíð II. „Einn sekk enn, Alli minn“. Um 1870 bjó í Presthvammi í Aðaldal í JMngeyjar- sýslu bóndi sá, er Sigurjón hét, og var nefndur fag- urgali. Hann át baunir í % hlutfalli við aðra fœðu og sagði „einn sekk enn, Alli minní" þegai' hann var að gera baunakaupin lijá kaupmanninum. Fagurgali liafði lítið bú og starfaði þess vegna oft á búum annarra bænda í nágrennina. Einu sinni réði hann sig mánaðartíma að haustlagi til bóndans á Klömbrum. jtað var háttur þess bónda, að safna smjöri til að selja kaupmönnum og gekk stundum svo hart að með söfnunina, að heimilið naut eigi nógs smjörs. Tók Sigurjón nú rögg á sig og slal heiluin fjórðungi úr smjörgeymslu karls, hjúpaði fenginn í belg og faldi hann í heyi í fjárhústóft. Bóndi varð skjótt vís smjöi'hvarfsins, en lét sér hægt um. Eina nótt klæddist. hann og hóf leit að smjöri sínu. Og er ekki að orðlengja það, nema liann fann belginn i heytóftinni og þekkti smjörið. Tók hann það til sín, en fyllti belginn af glænýrri kúamykju og stakk hon- um í iieyið aftur. Sigurjón hafði liaft smjörið til átu, aukreitis, og tekið sér venjulega vænar t.uggur seint á kvöldin. Næsta kvöld eftir umskifti bónda á möt- unni, „spásséraði" Fagurgali út í tóft, að srnakka góðgætið og rak báðar lúkurnar í mykjuna. Öðru sinni yar Sigurjón í vinnu á bæ, og át baunir hraustlega. Bóndi fann dauðari hrafn úti í liaga og hélt á honurn heim með sér. Settist hann út í afhús og reitti hrafninn, tók innan úr honum og afliaus- aði búkinn, hamfletti og klóstýfði. Síðan fékk hann kerlingu sinni þéssa ágætu „rjúpu", til soðningar handa Fagurgala. Borðaði Fagurgali kjötið af græðgi mikilli með miðdegisbaununum, en hefði þó vafa- laust ekki sagt „einn sekk enn, Alli minn, af dauðum hröfnum!11 Upp á líf og dauða Brczkur maður, sem kom til New York nýlega (17. jan.) frá Lissabon, á Bandaríkjaskipinu „Excamb- ion“, segir blaðamönnum eftirfarandi sögu, en ósk- aði þess, að nafn síns væri ekki getið. í nóv. s. 1. var sami maður farþegi á brezka skip- inu „Windsor Castle" (19141 smál.) ásamt um 60 öðrum. Kom sliipið sunnan að og liafði meðferðis meðal annars, gamlar fallbyssur frá Napoleonstím- anum, er það hafði tekið á St. Helena. Átti nú að bræða þær upp og gjöra úr þeim ný vopn. þegar skipið átti eftir tveggja daga ferð til Glas- gow, réðust að því þýzkar flugvélar og vörpuðu að því sprengjum. Kom ein sprengjan (550 lbs.) á mitt skipið, fór gegnum yfirbygginguna og nam staðar niðri í vélarrúmi. Yar þetta tímasprengja, svokölluð. Enginn á skipinu kunni að losa öryggið í sprengj- unni til þess að gjöra liana óvirka. En það ráð var tekið, að setja á fulla ferð til lands, upp á líf og dauða. Gekk svo í tvo daga, með alla farþega og meiri- hluta skipshafnar við björgunarbátana. þegar skipið nam staðai' utan við Glasgow, komu sérfræðingar og breyttu örygginu í sprengjunni, þóttust menn þá miklu bættir, sem von var. það má geta nærri, að tveggja daga starf niðri í vélarrúminu í kringum sprengjuna, liafi reynt á taugár þeirra, sem þar urðu að vera. þýtt úi' „The Halifax Chronicle". H. J. Vort daglegt brauð þar sem er l.jós, þar er líka skuggi, og sannast bezt á síldveiðum um nóttlausa tímann, á þeim skipum þar sem ljósvél er stöðvuð mestallan sólarhringinn. Sitt sýnist hverjum. Vélstjórarnir lialda því fram, að þetta sé gert til þess að spara kol. Öllum öðrum skipsmönnum er eðlilega bölvanlega við þennan sumarsið, telja hann gera menn þunglynda og böl- sýna, að staulast stöðugt í hálfgerðu myrkri, því híbýlin eru gluggalaus og smá. Og þó olíulampar séu að burðast við að bæta upp rafmagnið, ber slíkt barla lítinn árangur. Einn kunningi minn stakk því að mér, hvort við lofiskm. gætum ekki hagað viðskiptatímum olckar að einhverju um máltíðir (en við sendingu þarf víðast að gangsetja ljósavél), svo að mönnum veittist þó VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.