Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 30
Bréf til atvinnumálaráðherra
Frá siéiiarfélögum sjómanna
Hér fer á eftir bréf til atvinnumálaráðherra um
aukið öryggi til handa sjófarendum, frá stéttarfélög-
um sjómanna.
JJegar umræður fóru fram, — nú fyrir skömmu —
um siglingar kaupskipanna, var það ein af kröfum
sjómanna í öryggismálum, að ekki væri flutt á þilfari
eldfim efni eða sprengiefni, sem valda mundi mik-
illi hættu fyrir menn og skip ef á þau væri skotið.
Jtessi krafa var bundin jafnt við siglingar hér við
land á farþegaskipum á innanlandssiglingum. Aftur
á móti mætti það allmikilli mótspyrnu meðal útgerð-
armanna eða nokkurs hluta þeirra, að fallast á þessa
kröfu í innanlandssiglingum, og þá sérstaklega til
benzínflutnings á farþegaskipum. Að lokum var þó
lýst yfir og staðfest bréflega, að dregið skyldi úr
henzínflutningum á farþegaskipum á innanlandssigl-
ingum. þessi lausn þótti svo loðin og tvíræð, og mundi
vart verða fullnægt svo að haldi kæmi, að við borð lá
að samningar strönduðu á þéssu atriði. Ut af þessu
var þess óskað, að sáttanefndin beitti áhrifum sínum
og aðstöðu, ásamt stéttarfélögunum, við atvinnu-
málaráðherra, á þá leið, að sett yrði reglugerð um
flutning á benzíni á farþegaskíþum fyrst og fremst,
og svo um flutning þeirrar vöru almennt á sjó.
Aðalkrafa sjómanna er sú, að flutningur á bezíni á
farþegaskipum verði hér eftir ckki leyfður. þcssari
kröfu virðist erfitt að fá fullnægt eins og sakir standa.
Rök sjómanna fyrir þessari kröfu, sem einnig gilda
fyrir þeirri miðlunartillögu sem hér er marið fram
á að verði fullnægt, eru í aðalatriðum þessi:
1. Benzín er einhver eldfimasta vara, sem flutt er
hér hafna á milli, og er ekki leyft að ffytja hana
undir þiljum, sökum uppgöfunar, sem myndar
lofttegundir, er tíðast valda sprengingu í hinu
birgða farrúmi.
2. pótt umbúnaður séu stáltunnur, eru þær oft rak-
ar á botnum og hliðum, og veruleg uppgufun á
sér stað í heitu veðri, svo og, að tunnurnar hitna
við sólarhita, svo að kælingu þarf að viðhafa
með sjó, til þess að draga úr sprengingarhætt-
unni. þá er leki á tunnunum alltíður.
3. Eld- og sprengingarhætta er því mjög mikil af
benzíni. Ber því að forðast, að eldur komizt nærri
því. Eldspýta, vindlingur, sem eldur lifir i, er
nægilegt til þess að setja allt í bál.
VÍKINGUR
4. í hafnarreglugerð Reykjavíkur er ákvæði, sem
leggja ríkt á um meðferð benzíns og steinolíu
við fermingu og affermingu, og er skylt að kalla
brunavörð til eftirlits, svo engin eldhætta geti
átt sér stað meðan varan er flutt að og frá skipi,
og meðan skipið liggur í höfn fermt slíkri vöru.
Um leið og skip leggur frá hafnarbakkanum, fer
vörðurinn í land, og vörður er enginn framar til.
þilfarið er þakið benzíni, skipið fullt farþega;
annar hver maður með vindling í munninum.
Mikill hluti farþega verður að leggja leið sína
yfir benzínið eða meðfram því. Skipverjum er
því miður ekki hlýtt sem skyldi, um að kasta
frá sér vindlingum eða fara gætilega með eld.
pegar mikill mannfjöldi er með skipi, er þetta
næstum óviðráðanlegt.
5. Á skipum, sem einvörðungu flytja olíu og benzin
(Skeljungur), eru allar reykingar bannaðar skip-
verjum (og að sjálfsögðu farþegum, ef nokkrir
eru).
6. Talið er, að í nágrannalöndum vorum hafi ekki
verið leyfður benzínflutningur á farþegaskipum,
og að þar hafi gilt reglur um flutning á benzíni
um borð í skipum.
7. Sökum þeirrar hættu, sem hverju skipi er búin
af árás hernaðaraðila, sem siglir á hinu bann-
lýsta svæði, þá er talið að benzín á þilfari skips
torveldi eða jafnvel útiloki undankomu skipverja
og farþega, þótt björgunartæki öll séu í bezta
lagi, þar sem reikna má með þvi, að skip verði
fljótt alelda og sjórinn í kringum það, af völdum
benzínsins.
Ýms fleiri rök hafa sjómenn fært fyrir þessu máli,
en þetta verður að nægja.
Samkvæmt því, sem áður er sagt, er það skoðun
vor, að nokkrar öryggisráðstafanir megi gera gagn-
vart flutningi benzins á sjó, og því beri hinum opin-
beru stjórnarvöldum að hafa afskipti þar af. pað
er því ósk vor og tilmæli til yðar, hæstv. atvinnu-
málaráðherra, sem þetta mál heyrir undir, að þér
felið hinum hæfustu mönnum eða manni, að athuga
nú þegar á hvem hátt megi afstýra hættu þeirri, sem
vér að framan höfum bent á og að reglugerð verði
sett um það efni, sem öllum hlutaðeigendum ber
að hlýða.
30