Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Side 3
Henry Hálfdánarson:
Frjáls síldarsala
Greinarhöfundur, sem einna fyrst-
ur var til að kenna rétta verkun mat-
jes-síldar hér á landi, ræðir síldar-
sölumálin og vekur upp gamla hug-
mynd sína, um kælihús og geymslu-
miðstöð léttverkaðrar síldar.
Nú, þegar barátta fyrir frelsinu og gegn ein-
ræðinu virðist gagntaka alla hugi, finna sjó-
menn sem útgerðarmenn ekki til annars en
léttis yfir þeirri ráðstöfun atvinnumálaráð-
herra, að leysa síldarsöluna undan söluviðjum
pólitískrar síldarútvegsnefndar.
Það er ekki einungis að einokunin er hvimleið,
og fráhrindandi fyrir alla dugandi og áhuga-
sama menn, heldur eru hinar pólitískt reknu
nefndir hér á landi orðnar svo illa þokkaðar, að
jafnvel þótt þær væru skipaðar hinum færustu
mönnum, fengju þær ekki notið sín, fyrir því
vantrausti, sem almenningur ber til þeirra.
Reynzlan af slíkum nefndum hefir verið sú,
að ráðandi hluti þeirra hefir tekið meira til-
lit til flokkshagsmuna en almennings heilla.
Ef nefndarmönnum hefir þá verið umhugað
um annað, en fríðindi sér til handa. Sögur um
misnotkun aðstöðunnar, ganga í flimtingum
manna í milli.
Síldarútvegsnefnd, sem nú hefir verið synj-
að um einkasölu á léttverkaðri síld er skipuð
mönnum úr öllum flokkum, formaður hennar
hefir verið Finnur Jónsson alþingismaður og
skrifstofustjóri Erlendur Þorsteinsson alþing-
ismaður, báðir jafnaðarmenn. Hlutverk nefnd-
arinnar hefir verið að ákveða lágmarksverð
á nýrri og saltaðri síld, úthluta veiðileyfum á
hverju ári, og svo hefir henni að undanförnu
verið falið að sjá um sölu síldarinnar. Störf
og aðgerðir nefndarinnar hafa sætt misjöfn-
um dómum, og þeim hefir þótt minst um hana
vert, sem þarna hafa haft hagsmuna að gæta,
en það eru útgerðarmenn og sjómenn. Menn
voru t. d. óánægðir með aðferðina við úthlut-
un veiðileyfa. Þótt sjómenn séu engir ójafnað-
armenn, þá fannst þeim sú jöfnun keyra úr
hófi fram og vera þróun í öfuga átt, sem
neyddi dugnaðar og heppnismenn til að draga
sig í hlé og hætta, eða bíða eftir þeim, sem ver
gekk. Síldarskip eru alltaf misjafnlega hepp-
in að ná í góða síld til söltunar, og það gat
komið sér illa fyrir saltendur að þurfa að bægja
þeim skipum frá og sem miklu fremur kusu að
fiska í bræðslu.
Þá hefir nefndin þótt afburða lítilvirk í að
sclja síldina á erlendum markaði. Síldareig-
endur komust að því að þeim tókst betur að
komast í samband við kaupendur en nefnd-
inni. Nefndin virtist vinna að því eins og aðrir
einræðisherrar, að sama skipulaginu yrði
komið á hjá viðskiftavinunum, að kaupand-
inn yrði að eins einn í hverju landi. Virtist
þeim sérstaklega verða vel ágengt með þetta
í Póllandi, þar sem örfáir harðsvírugir síldar-
menn mynduðu innkaupshring með aðstoð ís-
lenzks milliliðs, sem lagði það á sig að vera
umboðsmaður beggja aðila, og hefir verið það
síðan, í góðu yfirlæti Síldarútvegsnefndar.
Niðurstaðan varð sú, að mikil verzlunar-
félög í sama landi, reyndu eins og þau gátu
að kippa fótunum undan einokunarhringnum
og kostuðu til þess miklu fé. Keyptu þeir ís-
lands Matjes af sænskum, dönskum og norsk-
um kaupendum og demdu henni á pólska
markaðinn fyrir minna verð en þeir keyptu
hana fyrir. Rétt við nefið á pólska einokunar-
hringnum, sem fannst hann vera illa svikinn
og heimtaði skaðabætur af Islendingum.
Ekki er vitað, hvoi’t þróunin hefir síðan ver-
ið sú, að takmarka það sölu til annara landa,
að frjálsir kaupmenn í Póllandi gætu ekki
keypt þaðan Islandssíld til að klekkja á böðl-
um sínum, en vitað er að síldarútvegsnefnd
hefir haft miklar mætur á hinum tvöfalda um-
boðsmanni og hefir tengst honum æ nánari
böndum.
Síldarútvegsnefnd á þakkir skilið, fyrir
hversu umhugað henni hefir verið um vöru-
vöndun, og þar hefir hin sterka aðstaða henn-
ar komið að tilætluðum notum. Henni er og
þakkað fyrir hvað síldarsaltendur hafa orðið
VÍKINGUR
3