Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 4
fyrir litlum skakkaföllum, síðan nefndin tók til starfa. En svo áhættulausa verzlun geta all- ir rekið, sem nota sömu aðferð, — að láta ekki salta meira en búið er að selja fyrirfram og krefjast greiðslu við útskipun. Nefndin hefir forðast, að selja síld í er- lendri umboðssölu. Það er að fá erlenda menn til að selja síldina fyrir sig gegn ákveðnum hundraðshluta, vegna slæmrar reynzlu salt- enda í þeim viðskiftum á Mið-Evrópu mark- aðinum, meðan verzlunin var frjáls. En þess ber að gæta, að á þeim árum voru umboðs- mennirnir sjálfir stundum sviknir, með því að þeim var falið að selja síld, sem hafði orð- ið fyrir skemdum og var meira og minna göll- uð. Síðan að þetta var, hefir kunnátta í verkun síldar og vöruvöndun tekið miklum breyting- um til hins betra. En umboðssala þykir líklegri til meiri um- setningar í verzlun, ef umboðið er falið nýt- um og hæfum mönnum. Söluverð síldar á hverjum tíma, er og víðast hvar opinberlega skráð , svo að umboðsmenn ættu ekki að hafa mikla möguleika til að koma fram svik- um, ef útflutningsmatið á síldinni nýtur nokk- urrar viðurkenningar. Hitt er annað mál, að íslenzkir síldarsaltendur voru margir svo fjár- hagslega illa stæðir, að þeir að því leyti voru í vasa umboðsmanna sinna. En hjá einhverjum samtökum síldarsalt- enda, um lágmarksverð á síld og takmörkun offramleiðslu verður ekki komist, þótt óþarfi sé að láta þær ráðstafanir ganga svo langt, að þær standi aukinni síldarsölu fyrir þrifum. Það er einungis reikningslegt atriði, hvort betra er að selja mikið af síld með einhverri áhættu, eða aðeins lítið alveg áhættulaust. Aðstaða til síldarsölu í Ameríku, hefir aldrei verið betri fyrir ísland, en einmitt nú, og það er alveg óskiljanlegt, hversvegna við höfum ekki getað náð í þann markað, sem Sví- ar og Norðmenn höfðu þar. En Ameríkumenn þola ekki hömlur á verzlunarviðskiftum og munu hafa litla löngun til að skifta við ein- okunarfyrirtæki. Það er áreiðanlegt, að ekkert ástand er tryggara, en að geta selt síldina fyrirfram fob á útflutningshöfn. En barnaskapur er að halda, að mikil og stöðug sala geti farið fram með því móti, fyr en framleiðendur og útflutn- ingsmatið, hefir áunnið sér fullt traust kaup- enda og neytenda. Rétt sýnishorn af síldinni, verður altaf að vera til á hinum erlenda mark- aði, svo að væntanlegir kaupendur geti sýknt og heilagt þreifað á því, sem verið er að bjóða þeim. VÍKINGUR En íslenzkir framleiðendur mega ekki, og munu heldur ekki hafa efni á því, að demba síldinni í stórum stíl á markaðinn óseldri. Þess vegna verður umfram allt, að vera til geymzlumiðstöð síldar í landinu. Þar' sem tryggt er, að síldin geymist óskemmd, og þar sem viðhald síldarinnar og meðferð er altaf 1 sömu vönu höndunum, sem kaupandinn treyst- ir og sem trúnaðarmenn hans geta heimsótt, til að fullvissa sig um, að svo sé. Þaðan á svo altaf að vera hægt að senda sýnishorna send- ingar og umbeðnar sendingar, undir eins fyr- irvaralaust eftir þörfum. Þessi geymzlumiðstöð, sem yrði að vera full- komið og mikið nýtízku kælihús, verður að vera í Reykjavík, sem er miðdepill allra ís- lenzkra viðskifta, og þar sem fljótasta og ör- uggasta skipasambandið er við umheiminn, góð afgreiðsla og nægt rafmagn. Meðan að ég hafði síldarumsjón fyrir sölu- samlag íslenzkra matjéssíldar framleiðenda SÍM, skrifaði ég blaðagrein um hversu okkur væri nauðsynlegt að eignast kælihús og geymslumiðstöð fyrir léttverkaða síld og aðr- ar vangeymdar matarafurðir okkar. Þessari tillögu var þá fálega tekið í blaði norðanlands. Það var sérstaklega talin fá- sinna, að síld veidd norðanlands yrði geymd sunnanlands. Átthaga-kriturinn virðist sterk- ari en það sem kemur aðalatvinnuveginum bezt, fyrir utan að Norðlendingum, hættir oft við að gleyma því, að aðalundirstaða síldarút- vegsins kemur að vestan og sunnan, — pening- arnir, skipin og mennirnir. — Þegar um stórfeld umbótamál er að ræða, er það auka atriði hvað einstökum stað kemur bezt, heldur er hitt aðalatriðið hvað öllum aðiljum og þjóðinni í heild er fyrir beztu. Siglufjarðarbær þar sem mesta söltunin fer fram, hefir ekki einu sinni lóð undir slíkt fyr- irtæki, og þangað er, að minnsta kosti fjórum sólarhringum lengri sigling, en til Reykjavík- ur og stundum miklu meira, að vetralagi. Þangað yrði og jafndýrt að koma síldinni frá hinum höfnum norðanlands eins og að senda hana til Reykjavíkur. Fyrir utan að farm- gjöld frá Reykjavík ættu að geta orðið það lægri, sem sendingarkostnaðinum þangað nem- ur. Því verður aldrei móti mælt, með einum rökum, að öll beztu skilyrðin mynda einn brennipunkt í höfuðstað landsins. Það er eiginlega grátleg staðreynd, að ís- lendingar, sú þjóðin, sem hlutfallslega fram- leiðir mesta fæðu úr dýraríkinu, skuli ein allra þjóða vera án kælihúsa til geymzlu afurða Framh. á bls. 11. 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.