Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 10
Sjómenn Flutt á Dalvík á sjómannadaginn 8. júní 1941. pegai hafið liggur breitt og blátt í blæjalogni heita sumardaga og kyssir strönd í kyrrð og friði og sátt í kringum dranga, víkur, nes og skaga, pað heillar marga hugi til sin þá, sem heima nýja og æfintýri þrá. En svipmynd aðra sýnir hafið oft, er svarrar brim við kletta, tanga og sanda, og þungar hrannir lyftast hátt á loft Almenn ku „Skín þú fáni eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð“. Mér koma þessi orð skáldsins í hug, þegar ég minnist sjómannadagsins síðasta. Mér koma þau í hug vegna þess, að þennan dag fengum við Hornfirðingar ekki að sjá fán- ann okkar blakta við hún á aðal flaggstöng héraðsins. Umráð yfir þessari flaggstöng hefir Kaup- félag Austur-Skaftfellinga, sem, að miklu leyti, á afkomu sína undir viðskiptum við austfirzka sjómenn. í aldarfjórðung hefir íslenzki fáninn blaktað yfir eylandi voru. 1 aldarfjórðung hefir þetta tákn íslenzkrar þjóðarsálar skipað öndvegissess í hugum al- mennings, en svo — á sjómannadaginn á því herrans ári 1941, — þá læsir samvinnufélag heillar sýslu fánann niður, og sýnir með því þjóðinni, þjóðfánanum og hinni íslenzku sjó- mannastétt ófyrirgefanlega lítilsvirðingu, og væntanlega getur þetta ekki verið gert að undir- lagi sýslufélagsins. Engin stétt hefir haft jafnmikil afskipti af íslenzka fánanum, eins og sjómannastéttin, og engri stétt er hann jafn hjartfólginn. í aldarfjórðung hafa íslenzkir sjómenn háð VÍKINGUR og lýðum búa neyð og dauðans vanda, og veika gnoð í grimmdaræði slá, og grenja hátt við Múla- og Gjögratá. En sjómenn hraustir hræðast ekki slíkt, með hetjuþori skyldustörfin vinna, því víkingseðlið er í skapi ríkt, og æðrulaust þeir helgri köllun sinna: að færa að landi björg í þjóðarbú, þeir betur aldrei sýndu það en nú. Heill ykkur, sjómenn, hafsins garpaval! hróður þið eflið vorrar smáu þjóðar. Orðstírinn sanni aldrei fyrnast skal, eldurinn brenna heitrar framaglóðar á meðan aldan kyssir klakablá Hvanndalabjarg og Múla- og Gjögratá. Haraldur Zophoníasson. rteisi lífsbaráttu sína undir þessu merki, og aldrei hafa þeir fundið það betur að þeir vona allir eitt — aldrei hafa hugir þeirra verið samstillt- ari, en er þeir drógu íslenzka fánann að hún í erlendri höfn handan við hin miklu höf. Nú um nokkurra ára bil, hefir íslenzka sjó- mannastéttin helgað sér þennan dag. Á þeim degi hafa hugir hennar samstillst til nýrra á- taka — nýrra dáða fyrir land og þjóð. — Og það er þessi dagur, sem Kaupfélag Austur- Skaftfellinga kýs að sýna lítilsvirðingu. Væntanlega hefir þessum háu herrum þótt það litlu máli skipta, hver óvirðing okkur, horn- firzkum sjómönnum, er gerð með þessu, en at- hugandi er fyrir þá góðu menn, að þarna eiga allir íslenzkir sjómenn óskiptan hlut. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga þarf ekki að ímynda sér, að enda þótt því máske takizt að drottna yfir einstöku lítilsigldum sálum, þá takizt því að drottna yfir hinni íslenzku sjó- mannastétt. Og það er einnig misskilningur ef þeir háu herrar ímynda sér, að íslenzki fáninn sé þeirra einkaeign, sem notast skuli í einkaþarfir. Islenzki fáninn er ekki heldur ætlaður til þess, að liggja læstur niðri á merkisdögum þjóðar- innar, — þá á hann að blakta við hún. Á slíkum dögum á hann að minna íslenzku 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.