Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 12
Efsta röð: Ásgrímur Gíslason, Óskar Árnason, Andrés Sveinbjörnsson, Jens Stefánsson. Önnur röð: Egill Ól- afsson, Haraldur Guðmundsson, Egill Jóhannsson, Ólafur Runólfsson, Loftur Bjarnason, Erlendur Sigurðsson, Alexander Jóhannesson. Fremsta röð: Aðalsteinn Magnússon, Karl Guðmundsson, Ingvar Kjaran, Pétur Maack, Magnús Guðmundsson, Hannes Freysteinsson. •— Fjarverandi: Sigurður Ringsted, Jón Sig. Guðmunds- son, Óskar Bergsson, Jón Sigurðsson. — Dánir: Þorsteinn Ólafsson, Anton Árnason, Þórður Þorsteinsson, Þor- steinn Jónsson, Pétur Gíslason, Davíð Sigurðsson, Kjartan Stefánsson, Björn Árnason. Prófsveinar Stýrimannaskólans 1916, minnast 25 ára prófafmælis Laugardaginn 21. júní s.l. minntust próf- sveinar Stýrimannaskólans frá árinu 1916, 25 ára prófsafmælis síns, með því að fara til Þingvalla. Buðu þeir með í förina kennurum sínum, en það voru þeir Páll Halldórsson skóla- stjóri, M. E. Jessen skólastjóri, síra Bjarni Hjaltested, Guðmundur Kristjánsson kenn- ari, og Guðmundur Hannesson prófessor. — Tvcir þeir síðast nefndu gátu því miður ekki mætt vegna fjarveru. Lagt var af stað frá Reykjavík lcl. 10 árd., og ekið á Þingvöll, með viðkomu í Birkihlíð, en þar býr Páll Halldórsson skólastjóri á sumr- in, og bættist hann þar í hópinn. Var síðan dvalið á Þingvöllum í góðu yfirlæti og rabbað VÍKINGUR saman, og rifjaðar upp gamlar og góðar end- urminningar frá skólaverunni. Tjáðu prófsveinar Páli Halldórssyni skóla- stjóra, að þá langaði til að láta mála mynd af honum, sem ætti að gefa Stýrimannaskólanum í tilefni af 25 ára prófsafmælis þeirra, og 50 ára afmælis skólans. Varð skólastjóri fúslega við þessari ósk, og kaus hann að Ásgeir Bjarn- þórsson málari, yrði fenginn til þess. Sunnudaginn 22. júní, var haldið hóf í Odd- fellowhúsinu, og voru þar mættir M. E. Jessen skólastjóri og frú, og séra Bjarni Hjaltested og frú, ennfremur voru flestir prófsveinar með konur sínar. Var byrjað með borðhaldi, og voru margar ræður fluttar undir borðum og stiginn dans til kl. 4 um nóttina. 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.