Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 14
Á þeim þrem árum, sem liðin eru síðan Vík-
ingurinn hóf göngu sína, hafa vinsældir hans
meðal landsmanna farið jafnt og þétt vaxandi.
Upplag blaðsins hefir meira en tvöfaldast síð-
an útgáfan hófst og enn er útlit fyrir að auka
verði uppiag þess að mun, þar sem engin tök
hafa verið á því í seinni tíð að fullnægja eftir-
spurn lesendanna.
Þessi glæsilegi árangur er ekki sízt að þakka
því, að blaðið hefir eignast víðsvegar um land
ósérplægna velunnara, sem unnið hafa að út-
breiðslu þess með alúð og kostgæíni.
Meðal þeirra sem í þessum efnum hafa trú-
lega staðið í fylkingarbrjósti, meðan yfirstíga
þurfti byrjunarörðugleikana í sambandi við út-
gáfu blaðsins, er útsölumaðurinn á Eskifirði,
Kristján Tómasson verzlunarmaður.
Þá sem Kristjáni eru kunnugir furðar sízt á
þeim stuðningi, sem hann, með afskiptum sín-
um af þessum málum, hefir veitt íslenzkum sjó-
mönnum í viðleitni þeirra til sjálfstæðrar blaða-
útgáfu. Hann er sjálfur gamall sjómaður og
þótt langt sé nú liðið, síðan hann hvarf að öðr-
um störfum og settist að í landi, rennur honum
enn þá, sem áður, blóðið til skyldunnar, þegar
málefni sjómanna eru annars vegar, en þeim
hefir hann jafnan reynzt vel og drengilega.
Hann er og gæddur þeim eiginleikum að ganga
heill og óskiptur að hverju því verkefni, sem
hann tekur sér fyrir hendur og hafa þau ein-
kenni hans komið greinilega fram í þessu máli
sem öðrum. Á tæpum tveim árum hefir hann
aflað blaðinu 70 fastra kaupenda á Eskifirði og
í nágrenni. Sá árangur hefir að sjálfsögðu kost-
að erfiði og fyrirhöfn, en um slíkt er ekki feng-
izt af Kristjáni, þegar um hugðarmál hans er
að ræða.
Víkingurinn þakkar Kristjáni drengilegan
stuðning á þeim tíma sem liðinn er, og væntir
þess jafnframt að fá sem lengst að njóta hinna
frábæru starfskrafta hans. —
Athugasemd
Víking hefir borist eftirfarandi í bréfi frá Akureyri:
„í Sjómannablaðinu Víkingur 6. tbl. 3. árg. á bls. 32,
eru sögur eftir einhvern „Baldur í Bjarkahlíð". Telur
hann sögur þessar frá „frumárum Akureyrar", en í
þeim eru nefndir, svo auðþekkt er, gamlir menn, sem
enn eru á lífi. Sögur þessar bera það með sér, að þær
eru skröksögur og sennilega skrifaðar í þeim tilgangi
að þjóna lund sinni.“
Sjómannablaðið Víkingur birtir þetta orðrétt, þar
sem viðkomandi maður hefir þau rök fram að færa
fyrir máli sínu, sem fullgild mega teljast. Vill blaðið
um leið afsaka þessi mistök, þar sem það hafði enga
aðstöðu til þess að véfenga frásögn „Baldurs i Bjarka-
hlíð“ og tók hana sem góða og gilda vöru. Jafnframt er
þessi „athugasemd" birt til hliðsjónar þeim, sem vildu
senda blaðinu frásagnir, að gæta hinnar fyllstu varúðar
um, að rétt sé frásagt.
#
I síðasta tbl. hefir misritast í tilvitnunum úr Sæ-
farabálki, „vaki vindur“, en á að vera: reikar ekki sve.f
né skeikar hendi, þó að vaxi vindur.
Og í kvæðinu um Þorbjörn Kolka: eftir, en á að vera,
Tók hann skipið í togi á ettir.
VÍKINGUR
14