Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Qupperneq 17
7./6. Innrás á Malta og Cyprus
talin yfirvofandi. pjóðverjar segj-
ast hafa lagt tundurduflum um-
hverfis Cyprus. Bretar hafa haft
yfirráð yfir Malta frá því um 1800.
Eyjan er 27 km. löng og 14—15
km. breið.
*
700 manns kafna í loftvarna-
byrgi í Tsehungking höfuðboijg
Kína, er Japanir gerðu þar loft-
árás.
*
ríska hluta Atlantshafsins. Talið
er að atburðurinn veki ekki eins
mikla andúð, eins og liann hefði
gerl fyrir ári síðan.
*
Churchill svarar gagnrýnend-
um sínum, um leið og hann gerði
grein fyrir orustunum um Krít.
*
12./6. Bandamenn konmir 150
km. inn í Norður-Sýrland. Frakk-
ar veita öflugt viðnám við Dama-
skus.
8./6. þrír œðstu menn Banda-
ríkjanna héldu rœður og bebnda
ríkjanna héldu ræður og benda
ríkin séu að færast nær beinni
þátttöku í styrjöldinni. Var lagt
fyrir Bandaríkjaþing frumv. um
fjárveitingu til hernaðarþarfa
sem nemur í íslenzkum kr. 65,000
miljónum.
*
Breska flugmálaráðuneytið til-
kynnir miklar flugárásir á skip
í Norðursjó og hafnarborgir í her-
teknu löndunum.
*
0./6. Breskar hersveitir og
frjálsra Frakka, ráðast inn í Sýr-
land, frá Palestínu og Transjór-
daníu og sækja í áttina til Beirut
og Damaskus. Franskar hersveit-
ir eru sagðar ganga í lið með
bretum.
*
Boosevelt lætur l)erja niður
verkfiill í hergagnaiðnaðinum með
hervaldi. Verkfallið hafði þegar
scinkað framleiðslu á 17 miljón
dollara virði af flugvélum fyrir
breta og bandamenn þeirra.
*
11./6. Fregnir hafa horist um að
Amerísku skiþi Roibin Mooore hafi
verið sökkt vel fyrir innan Ame-
17
*
Irak hefir slitið stjórnmálasam-
bandi við Italíu. Áður hafði verið
slitið stjórnmálasambandi við
pýzkaland.
*
Tvö amerírk hlöð loka skrif-
stofum sínum í Berlín, og stai'fs-
mennirnir flytja sig yfir til Sviss.
Roosevelt skýýrir frá því, að
Bandaríkin hafi samkvæmt samn-
ingnum um uðstoð til Kína og
Bretlands, fyrstu tvo mánuði af-
hent vörui' fyj'ir 78 milj. dollara.
Samtímis því tilkynnti Roosevelt
að Bandaríkin hefði látið Breta
fá tvær milj. smálesta skipastól.
*
14./6. Nýir þýzkir aldursflokk-
ar kvaddir í herinn. Hitler gerir
raðstafanir til þess „að ljúka
stríðinu hið allra fyrsta“. Rússar
segja fregnirnar um yfirvofandi
styrjöld við pjóðverja „fjarstæðu
og áróður". pjóðverjar tala um
„nýar diplomatiSkar vígstöðvar.
*
Breska flugmálaráðuneytið ti I-
kynnir að þýzkt vasa-orustuskip
hafi verið hæft með tundurskeyti
sé um annaðhvort „Admiral
Scheer" eða „Lútsow“ að ræða.
*
17./6. íslenzkt útvarp er hafið
frá Berlín, liófst það kl. 6.45, var
útvarpað á 19. metra öldulengd.
*
20. /6. Vaxandi ókyrð um Þýzka-
land og Rússland. Ilitler og Rúss-
neski sendiherrann í Berlín sagð-
ir ætla að hittast. Loftvarnarráð-
Stafanir og aukið varalið í Finn-
landi, Rússar sagðir hafa mikinn
vígbúnað við Eystrasalt..
*
Skipatjón Breta og baindaj-
manna þeirra í maí nam 98 skip-
um, satals 4(11,328 smál. Bretar
inistu 73 skip, samtals 355/100
smál. bandamenn misstu 20 skip
samtals 92,000 smál. hlutlaustar
þjóðir 5 skij) samtals 14,000 smál.
En samkvæmt tilkynningum þjóð-
vci’ja er sskipatjónið nær helm-
ingi mcira eða 900,000 smál.
*
Skipatjón möndulveldanna frá
10. maí til 10. júni rúmlega 299,000
smál.
*
21. /6. Höfuðborg Sýrlands,
Damaskus, er sögð liafa fallið í
hendur Bretum.
*
22. /6. Réðust. pjóðverjar á Rússa
fyrirvaralaust og var árásin gerð
á mörgum stöðum á landamær-
unum, bæði af flugher og landher.
Er sagt að Rússar hafi allsstaðar
snúist hart til varnar og séu or-
ustur háðar af mikilli hörku.
*
24. /6. þjóðverjar segjast hafa
rofið varnarlínu Rússa í Póllandi
og ennfremur að þeir hafi lagt
undir sig Lithauen. Grimmar
skriðdrekaorustur sagðar geysa á
víglínnunni alla leið frá Eystra-
salti suður að Svartahafi.
*
25. /6. Þjóðverjar hafa fengið
leyfi Svia til að flytja herlið
yfir Svíþjóð, en verða að öðru leyti
hlutlausir í styrjöldinni milli Rússa
og þjóðverja. — Rússar hafa hafið
látlausar loftárásir á finnskar borg-
ir, allt frá Kyrjálabotni norður und-
ir íshaf. — Miklir bardagar taldir
standa á öllum vígstöðvunum.
Bretar herða loftárásir sínar á
Þýzkaland og' herteknu löndin.
\ ÍKINGUR