Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 19
Hvernig »Lusiiania« var sökkí Mönnum er enn í fersku minni, sú gremja er það vakti, þegar hinu ameríska farþegaskipi Lusitania var sökkt með tundurskeyti 7. maí 1915.Mikið hefir verið um það skrifað og marg- ir talið það aðalorsck þess að Bandaríkin fóru í styrjöldina. Víkingnum hefir fyrir skömmu borizt grein sú, er hér íer á cftir í þýðingu úr norsku blaði. Þar sem stuðst er við dagbókar- blöð skipstjóra kafbátsins sem sökkti skipinu, má telja það eina af hinum raunhæfustu lýs- ingum atburðarins. Þegar Þjóðverjar sáu hvílík áhrif það hafði meðal hinna hlutlausu þjóða, er Lusitaniu var sökkt, hófu þeir ákafan áróður um, að hið keis- aralega sendiráð í New York hefði verið búið að aðvara alla farþega skipsins hve hættulegt væri að fara með því, að kafbátsforinginn hefði ekki haft hugmynd um, að hér væri um farþega- skip að ræða, og í þriðja lagi, að seinni spreng- ingin sem heyrðist frá skipinu hefði hlotið að vera af orsökum sprengiefna til stríðsþarfa sem sent hafi verið með skipinu. En skýrsla kafbátsforingjans Schwieger, til flotamálastjórnarinnar, sem nú er fundin tekur af allan efa um þetta mál. Kafbáturinn hafði lagt af stað frá Emden 80. apríl 1915 og hélt yfir Doggerbank, þar sem hann fer framhjá nokkrum hollenskum fiski- bátum, og kafar undir yfirborð þegar hann sér lítinn eftirlitsbát nálgast. Heldur síðan rakleið- is venjulega siglingaleið til Firth of Forth, þar sem hann kemur aftur upp á yfirborðið, en það er 1. maí. 2. maí er hann ofansjávar þegar hann sér 6 tundurspilla koma í kjölfar sitt og kafar þá nið- ur á 22 metra dýpi. Þannig heldur hann áfram leiðina Ronalsey — Fair Island. 3. maí mætir hann dönsku skipi og býst til árásar á flutningaskip, sem við nánari athugun, er það lítið, að ekki svarar kostnaði að eyða skoti á. 4. maí mætir hann sænska skipinu „Hi- bernia“. 5. maí nálgast hann suðvesturströnd Irlands, þar hittir hann þrímastra seglskip „Earl of Latham“ skipshöfn þess er látin fara í bátana, en skipinu sökkt með falibyssuskoti. 6. maí er þoka öðru hvoru, þannig að kafbát- urinn getur verið ofansjávar, þann morgun um kl. 11,00 sekkur hann gufuskipinu ,,Candidate“ frá Liverpool 5000 smál. að stærð og kl. 2 e. m. öðru skipi 6000 smál. og er þá staddur út af Queenstown við suðurströnd írlands. Hinn örlagaríki dagur. 7. maí. Norður-Atlantshafi. Kl. 10 fyrir mið- dag. Þar sem þokunni ekki léttir, ákvað ég að leggja af stað heimieiðis, til þess að fá gott veð- ur inn í Noi’ður-Kanalinn. Kl. 11,00 léttir til, Eftirlitsskip kemur á eftir okkur frá landi, ennþá er það langt í burtu. Kl. 11,15 kafað nið- ur 11 metra, sjáum skip í nokkurri fjarlægð. Brátt birtir til aftur. Förum með hægri ferð. Köfum niður 24 metra. Skömmu seinna grynnk- um við á okkur aftur í 11 metra til þess að at- huga umhverfið. Kl. 12,50 miðdegis. Skyggni mjög gott. Skip með mjög sterkan skrúfuþyt, fer yfir okkur þar sem við erum í kafi. Þegar við komum aft- ur upp, sé ég að það er breskt herskip. Lítið og gamalt beitiskip (af Pelorous tegund), með tveim möstrum og tveim reykháfum. Kl. 1,15 e. m. Elti beitiskipið, til þess að reyna að ráðast á það þegar það breytir um stefnu. En það heldur stöðugt áfram „zik-zak“ í allar áttir með fullri ferð og hverfur loks sýn, í áttina til Queenstown. Kl. 1,45 e. m. Skyggni mjög gott, mjög gott veður. Tæmum jafnvægiskassana, og höldum áfram upphaflegri stefnu. Mér virðist tilgangs- laust að bíða fyrir utan Queenstown. Kl. 2 e. m. Beint framundan kemur í ljós skip með fjórum reykháfum (það virðist vera að koma úr suðvestri, með stefnu til Galley Head). Það kemur í ljós, að þetta er farþega- skip. Kl. 2,05 e. m. kafað niður 11 metra og sett á fulla ferð, til þess að þverskera stefnu skips- ins, í von um að það muni breyta stefnu til stjórnborða, meðfram írsku ströndinni. Skipið beygir til stjórnborða og setur stefnuna á VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.