Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 20
Queenstown, þannig að við getum nálgast það
í skotfæri. Kl. B e. m. höfum keyrt með mikilli
ferð til þess að ná heppilegri aðstöðu.
Kl. 8,10 e. m. Beint stefnisskot á 700 m. (þ.
e. a. s. tundurskeyti 3 m. djúpstillingu) 90 gr.
horn, ágiskaður hraði 22 sjóm. Tundurskeytið
hæfir stjórnborðssíðu rétt aftan við brúna. Ó-
venjulega há sjósúla þeytist upp; jafnframt
gýs upp sprengimökkur hátt upp fyrir fremsta
reykháfinn. Það hlýtur að hafa orðið önnur
sprenging jafnhliða tundurskeytisins (ketil, kol
eða púður). Yfirbyggingin um skotmál og brúna
tætast sundur, eldur blossar upp og reykur
hylur hina háu yfirbyggingu. Skipið stanzar
samstundis og byrjar að hallast til stjórnborða,
jafnframt því sem stefnið tekur að síga djúpt
niður. Það lítur út fyrir að skipið muni mjög
snögglega velta á hliðina. Mikið fát virðist hafa
gripið um sig um borð. Björgunarbátar eru
látnir síga niður og fyllast strax af sjó. Það er
eins og menn hafi alveg tapað sér, fjöldi báta
fullhlaðnir fólki steypast niður. Vegna slagsíð-
unnar er lítið hægt að setja niður af bátum á
bakborða. Reykurinn hjaðnar, á framstafni get-
ur maður lesið nafnið „Lusitania". Hún hefir
20 sjóm. hraða.
3,25 e. m. Þar sem allt útlit er fyrir að skipið
muni þá og þegar sökkva, kafa ég niður 24 m.
og set stefnu út á opið haf. Ég hefði heldur ekki
getað skotið öðru tundurskeyti, í gegnum allan
þann aragrúa af fólki á sundi, sem reyndi að
bjarga sér.
Kl. 4„15 e. m. stigið upp í 11 m. og skyggnst
um. í fjarlægð afturundan eru nokkrir björg-
unarbátar á reki, Lusitania sést ekki lengur,
Rústir hennar liggja á botninum út af Old Head
of Kinsale vita,við Queenstown á ca. 90 m. dýpi,
51 gr. 22 mín. norður og 8 gr. 31 mín. vestur.
Ströndin og vitinn sjást mjög greinilega frá
staðnum.
Kl. 4,20 sjáum við annað skip, sem einnig er
ráðist á, en tundurskeytið skeikar.
Legg því næst af stað aftur heimleiðis, eftir
sömu leið og áður, keyrum 3006 sjóm. þar af
250 í kafi.
Félagsmál
Tundurduflarekið hefir verið einna óhugnað-
arlegasti óvinur íslenzkra sjómanna hér allt um-
hverfis landið um langt skeið. Koma fram marg-
víslegar tillögur um það mál, hefir nokkuð ver-
ið aðhafst, en ekki nándar nærri nóg. Síðasta
þing F. F. S. I. fól sambandsstjórninni að hlut-
ast til um, að allar tilkynningar sem berast um
tundurdufl á reki, séu lesnar upp í útvarpinu,
og séu þær tvíteknar og í síðara sinni með venju-
legum skrifhraða. Var útvarpsráði tilkynnt
þetta skriflega og hefir það brugðist vel við.
Þó að tundurdufl verði ekki uppnumin eða eyði-
lögð, með frásögn af þeim í útvarpi, getur slíkt
orðið öðrum, sem síðar fara um sömu slóð til
aðvörunar og er sjálfsagt fyrir sjómenn að
tilkynna um öll dufl sem þeir sjá. Það verður
einnig til þess að sýna mergðina af þessum
ófögnuði og þar með sanna þær kröfur„að raun-
veruleg þörf sé, að senda fleiri skip til þess að
granda þeim en nú er.
Sjómenn ættu einnig að tilkynna munnlega
eða bréflega á skrifstofu F.F.S.f. (þ. e. hjá Sjó-
VÍKINGUR
mannablaðinu Víkingur) allan trassaskap, sem
þeir telja að geti átt sér stað um að tilkynn-
ingar þeirra komi fram og mun stjórn F.F.S.f.
gera allar mögulegar ráðstafanir til úrbóta.
Á síðasta sambandsþingi var vegna tilmæla
frá ýmsum sambandsfélögum ákveðið að hafa
sem mesta aðstoðarstarfsemi fyrir sambands-
félögin og einstaka meðlimi þeirra, í þeim atrið-
um, sem þau kynnu að leita til skrifstofu sam-
bandsins með. Þar á meðal, sem nú þegar er
farið að tíðka og margir notfæra sér af og vel
heppnast, að skrifstofan hefir verið milliliður
fyrir ráðningar manna í skipsrúm, einstakir
menn hafa skrifað sig á lista hjá okkur, og út-
gerðarmenn hafa spurst fyrir um hvort við viss-
um af mönnum á skip. Allar upplýsingar eru
gefnar að kostnaðarlausu, en náist samkomu-
lag milli aðilja greiða þeir lítilfjörlega þóknun.
*
Edison, hinn mikli uppfinningamaður gaf einu sinni
svohljóðandi skýringu á hugtakinu „geni“. „Geni“ verð-
ur fyrir l/i0{) af innsæi og so/100 af svita.
*
Stína gamla fór á sýningu hjá sjónhverfingamanni g
skemmti sér vel. En þegar hún sá, að töframaðurinn las
upphátt af bók, sem flónelsklæði var breitt yfir, stóð
hún upp og sagði: — Nú fer ég. Eg sé að hér er ekki
heppilegur staður fyrir kvenfólk í bómullarnærfötum!
20