Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 26
Mahatma Gancli:
Heimur fromííðorinnar, hvernig verður honn?
Mohandas Gandi cr þrátt fyrir háan aldur, (hann
er 71 árs) mesti stjórnmálafrömuður Indlands, og
alveg einstœtt dœmi um fröman og dygðugan stjórn-
málamann þó leitað sé um víða veröld.
Hin pólitízka tækni hans að beita aldrei hörðu við
mótstöðumenn sína, en fara jafnan með friði, á rót
sína að rekja til þeii-ra trúarskoðunar (hans) að mað-
ur cigi að launa illt með góðu; að maður eigi að
hata syndina en ekki syndarann. Að menn vinni
einungis réttlætinu gagn með því, að sýna óvinun-
um réttlæti.
Með andlegri heilbrigði sinni, einlægni og ást á
sannleikanum, hefir hann hlotið óvenju mikla hylli
landsmanna sinna. Með einu orði gæti hann aftur
komið S50.000.000 þjóð til þess að óhlýðnast gildandi
lögum. Hann er almennt nefndur Mahatma (hannmeð
miklu sólina), og mun verða tilbeðinn eins og guð
eftir andlátið.
Sennilega hefir aldrei verið hugsað eins mik-
um framtíðina eins og nú. Verður ófriður ævar-
andi í heiminum? Verður ávalt fátækt, sultur
og neyð? Eykst trúarbrögðunum fylgi, eða verð-
ur veröldin trúlaus? Eigi þjóðfélagsskipun eftir
að breytazt mkið, hvernig kemst þá sú breyting
á? Kemst hún á með stríði; stjórnarbyltingu,
eða verður hún á friðsamlegan hátt?
Svör manna eru mismunandi við þessum
spurningum. Hver einstakur gerir áætlun um
framtíðarskipulag í heiminum nánast því, sent
hann vonar og óskar að það verði. Ég svára
ekki einungis af trúarlegum ástæðum heldur af
sannfæringu. Framtíðarskipulag þjóðanna mun,
og hlýtur að byggjast á friði. Hann er undir-
stöðulögmál, sem allir aðrir góðir hlutir byggj-
ast á.
Það takmark virðist ef til vill fjarlægt, —
jafnvel óframkvæmanleg hugsýn. En það er alls
ekki óframkvæmanlegt, með því, að það má
vinna að því á ýmsum sviðum. Hver einstakl-
ingur getur tekið sér fyrir hendur að lifa nýju
lífi — lífi friðarins — hann þarf ekki eftir
neinum að bíða. Og ef einstaklingi tekst það,
getur þá ekki flokkur einstaklinga gert hið
sama? Heilar þjóðir?
Menn hika oft við að byrja sökum þess, að
þeim finnst að fullkominn árangur náist ekki.
Þessi skoðun er einmitt okkar mesti þrándur í
götu, — en það er hindrun sem hver einstakl-
ingur getur rutt úr vegi ef hann vill af heilum
hug.
VÍKINGUR
Jöfnuður — annað aðal lögmál framtíðar-
skipuiagsins, eins og það kemur mér fyrir sjón-
ir, er ávöxtur friðarins. Það útheimtir ekki, að
gæðum jarðarinnar verði uppskift samkvæmt
dómi; en að hver einstaklingur skuii hafa að-
stöðu til þess, að fullnægja sínum eðlilegu þörf-
um, og ekki meir. Til dæmis: Ef einn maður
þarfnast ÚL úr kg. af mjöli á viku, en annar
þarfnast 5 kg., ætti ekki með dómi að ákveða að
hver maður fengi 1,4' eða 5 kg., báðir ættu að
hafa aðstöðu til þess að fullnægja sínum þörf-
um.
Hér komum við þá ef til vill að mikilvægasta
atriðinu í nýsköpun heimsins. Hvernigáaðkoma
þessum jöfnuði á. Á að svifta efnamennina auði
sínum? Friðarskipulagið svarar því neitandi.
Ekkert sem byggt er á ofbeldi getur orðið til
varanlegrar hamingju fyrir mannkynið. Eigna-
afnám með valdi, mundi svifta þjóðfélagið mikl-
um andlegum verðmætum. Hinn ríki maður
veit hvernig á að skapa og byggja, hæfileikum
hans má ekki sóa. 1 þess stað á að lofa honum,
að halda eignum sínum svo hann geti upp fyllt
sínar persónulegu þarfir eftir því sem við á.
Það sem fram yfir er, er honum trúað fyrir
að ráðstafa þjóðfélaginu til sem bestra nytja.
Slíkir menn hafa verið til og eru til.
Mín skoðun er þessi: Svo fremi að, maður
líti á sjálfan sig sem þjón þjóðfélagsins, græði
fé fyrir þess sakir, og eyði fé fyrir þess sakir,
þá er gróði hans góður, og fyrirtæki hans upp-
byggileg.
En hefir þá ekki öll þessi friðarhugmynd í
för með sér breytingu á eðli mannsins? Vissu-
lega. Margur einstaklingur hefir snúist frá við-
bjóðslegustu eiginhagsmunaskoðunum, orðið fé-
lagslyndur og starfað í þeim anda. Úr því að
slík breyting hefir orðið á einum manni, getur
hún einnig orðið hjá fleirum.
I heim framtíðarinnar sé ég enga fátækt,
engin stríð, engar byltingar og engar blóðsút-
hellingar. Og í þeim heimi verður trúin á guð
meiri og dýpri en hún hefir nokkurntíma áður
verið. Sjálf tilvera heimsins í víðtækum skiln-
ingi byggist á trú. Allar tilraunir til þess að
uppræta hana munu mistakazt.
Lausleg þýðing úr „The Readers Digest".
26