Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 2
því, hvort hin erlenda herstjórn á íslandi leyfir það. Það er dálítið leiðinlegt að vera að halda því á lofti, að í samningum þeim, sem ríkisstjórn íslands hefir gert við brezku stjórnina, séu meðal annars veitt leyfi til alls konar vélakaupa og jafnvel skipa, þegar ekki er hægt að fá ljós- ker í örfáa vita á ári og jafnvel ekki í einn vita; t. d. hefir verið beðið eftir ljóskeri frá því í fyrra í jafn bráðnauðsynlegan vita og Þrí- drangavitinn er að allra dómi. Er það fyrir þá sök bagalegra fyrir okkur íslendinga, að vita- byggingum hér á landi miðar hægt áfram, auð- vitað af þeim ástæðum, að veitingavaldið sker ennþá svo mjög við neglur sér allt framlag til vitanna. Mætti því ætla, að gerðar væru allar þær ráöstafanir, sem tök eru á, til þess að þeirra vita yrði full not, sem fyrir eru á landinu. Ýms- ar breytingar er og verið að gera á vitunum, sem fyrir eru, er allar miða til bóta. Hafnir og hafnleysur. Víðs vegar meðfram ströndum landsins eru hafnir, sem gera mætti tryggar með tilkostn- aði, sem máske væri tilfinnanlegur meðan á framkvæmdunum stæði, en sem myndi marg- borga sig í samanburði við það að vera að leggja í smávegis umbætur á mörgum stöðum, sem alls ekki koma að notum, nema fyrir smá- báta útveginn. Að sjálfsögðu þarf að hugsa um bátaútveginn, en eigi má miða framkvæmdir á bryggju- og hafnargörðum að miklu leyti við hann. Það, sem miða verður við í framtíðinni, eru hinar sívaxandi siglingar og vöxtur skipa- stólsins, bæði veiðiskipa, flutninga- og farþega- skipa. Síauknar kröfur um auknar samgöngur ieiða af sér, að gera þarf mai’gar hafnirnar tryggari, svo að skipin geti haldizt þar við, þeg- ar þau hafa náð í höfn í vetrarveðrunum hér við landið. Sérstaklega verður að gæta þess, ef möguleiki er fyrir hendi, að gera eina höfn trygga við hvern flóa hvoru megin flóans, svo að skip geti legið þar örugg. T. d. má nefna Húnaflóa, þar sem gera þarf höfnina á Skaga- strönd svo trygga, að skip séu þar örugg í öll- um veðrum. Þetta kostar peninga, en það er liægt og mun borga sig mun betur, er til lengd- ar lætur, heldur en að leggja mikið í bryggju- gerðir á Bl.önduósi. Síðan þarf að gera veginn góðan frá Skagaströnd til Blönduóss og verður þá mun ódýrara að afgreiða skip, en nú er, við þau slæmu skilyrði, sem þar eru oftlega. Skaga- strönd hefir og mörg þau meginskilyrði, er til þess þarf, að þar geti risið upp lítill bær með miklum framkvæmdum. Þar er ágætt til veiði- fanga, bæði síldveiði nærtæk og aðrar fiskteg- VÍKINGUR undir. Þar er og gott til ræktunar umhverfis þorpið. Þar er hægt að lifa á landi og sjó. Margir slíkir staðir eru víðs vegar á landinu, en þetta er aðeins eitt dæmi. Það ætti að vera öllum ljóst, að hafnir við vestanverðan flóann, þótt tryggar séu sumar, eru ekki aðgengilegar í öllum veðrum og neyð- ast því skip oftlega til þess að brjótast til hafs, þegar ófær er að austanverðu, fyrir sakir hafn- leysis. Slíkt þyrfti aldrei að koma til greina við þenna flóa, ef góð og trygg höfn væri á Skaga- strönd. Um ýmsar þær bryggjur, sem byggðar hafa verið og eiga að heita háfskipabryggjur, er ekki vert að fara mörgum orðum — þærUiafa verið byggðar við slæm skilyrði og margar meira fyrir fordild en framsýni, en eitthvað gagn gera þær allar, þótt þær hefðu gert meira gagn annars staðar sumar hverjar. Eitt er sam- eiginlegt með þeim bryggjum, sem þannig eru fyrir opnu hafi. Það er, að þær eru hættulegar fyrir skip, þegar nokkur hreyfing er í sjó, og eru því dýrt spaug fyrir tryggingarfélögin. Verður að vænta þess, að slíkar byggingar sáu sérstaklega vei klæddar utan með gúmmí- og tóga-fríholtum, til þess að firra skipin skemmd- um, eftir því sem við verður komið, þar til hafnirnar hafa verið gerðar tryggari fyrir sjó og vindi með skjólgörðum. Helclu-slysið. Eitt af mörgum afleiðingum hins villimann- lega hildarleiks, sem nú er háður í heiminum, er hið hörmulega slys, er e.s. Hekla fórst á leið til Ameríku fyrir hálfum öðrum mánuði síðan. Þar létu margir góðir drengir og dugandi synir Islands lífið. Um þenna sorglega atburð hefir áður verið ritað, svo að eigi skal þar við bætt öðru en þvi, að óskandi væri, að sem fæstir slíkir atburðir yrðu hlutskipti hinnar fámennu íslenzku þjóð- ar. — Um leið og ég, sem rita þessi fáu orð, votta eftirlifandi ástvinum og aðstandendum þeirra, er lífið létu, samúð og þátttöku í sorgum þeirra fyrir mína hönd og annarra stéttarbræðra, þá er rétt að benda á reynslu þá, er fengizt hefir við þetta slys, ef verða mætti til þess að firra aðra fjörtjóni, er í slíka aðstöðu komast. Á ég þar við þá reynzlu, er fengizt hefur um útbún- að björgunartækjanna. Nú eru fjórir af þeim sex, er eftir lifðu, komnir heim til ættjarðarinnar. Hafa þeir sína sögu að segja og verður eflaust sagt frá ýmsu í Víkingnum, er á daga þeirra dreif, meðan þeir háðu sína baráttu á flekanum í 10y% sólarhring 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.