Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Qupperneq 3
samfleytt, sennilega oft á miiíi vonar og ótta.
Um leið og ég samgleðst þeim og ættingjum
þeirra, vil ég benda á örfá atriði í sambandi við
björgunartækin og útbúnað þeirra.
Eftir því sem frá er sagt, stakkst skipið á end-
an svo skjótlega, að eigi gafst tími til að koma
út björgunarbátum; skipið sökk á 2% mínútu,
að sagt er. Skipið var tómt. Skip, sem engan
flutning hafa, sökkva fyr en lestuð skip, það
er að segja, ef þau rifna upp á löngu svæði.
Sjórinn íyllir skipið fyr á þennan hátt, heldur
en ef þau væru lestuð t. d. með mjölvöru, eða
öðrum vörum, sem lengi eru að blotna í gegn.
Skip, sem lestuð eru með timbri, sökkva ekki;
þar myndi því gefast nægur tími til að fara í
báta. Auðvitað myndu skip, hlaðin járni og öðr-
um vörum, sem ekki drekka í sig sjó, sökkva
mjög fljótlega, en þau rifna vart á jafn stóru
svæði, ef þau eru hiaðin vörum, vegna þess að
vörurnar veita mótstöðu, og er því meiri líkur
til að hægt sé í slíkum tilfellum að koma að
bátum við björgun.
Það, sem virðist því af þessu Heklu-slysi vera
augljóst, er það í fyrsta lagi, að björgunarflek-
ar eru mun öruggari björgunartæki í mörgum
tilfeilum á stríðstímum en björgunarbátar,
vegna þess að eigi virðist eins auðvelt að koma
út björgunarbátunum, að því er reynslan hefir
leitt í Ijós, og meiri hætta á, að þeir ónýtist, er
skipið sekkur og losni síður við skipið. Björg-
unarflekar fljóta hins vegar upp mjög fljótlega,
þótt þeir sogist niður með skipinu, ef þeir á
annað borð eigi eru rígfastir við skipið. Það
er því afar nauðsynlegt, að flekarnir séu á skip-
unum, þar sem þeir geta sem auðvaldast losnað
við þau og að þeir liggi lausir fyrir. Svo er
auðvitað bezt að þeir séu sem flestir; menn
gætu þá í mörgum tilfellum, ef það væri á ann-
að borð viturlegt, sameinazt á eftir á einum
þeirra, ef því yrði við komið vegna veðurs.
Það er hin mesta nauðsyn, að sjómenn sáu
sem bezt syndir, svo að þeir geti kastað sér til
sunds, er þeir sjá, að eigi verður við komið bát-
um við björgunina. Sýndi það sig í þessu til-
felli, að það var sundkunnáttan, sem bjargaði
vélstjóranum, er svo giftusamlega tókst að
stjórna athöfnum félaga sinna í þá IOI/2 dag,
er þeir voru að velkjast á flekanum.
Það þykir eflaust ekki langur tími, 10% dag-
ur, þegar það er nefnt hugsunarlaust, en 10 %
dagur á litlum fleka úti á regin hafi er óra-
tími, sem eflaust hefði mátt stytta mikið, ef
lítil talstöð eða senditæki, hefðu verið á flek-
anum.
Á mörgum hafskipum eru nú senditæki höfð
í björgunarbátunum til öryggis, en reynslan er
sú, eins og áður er sagt, að oft ónýtast bátarnir,
þótt flekarnir komi upp og séu nothæfir. Það
væri því atriði, sem vert væri að athuga mjög
gaumgæfilega, hvort eigi væri rétt, að tæki
þessi væru höfð á fleka, sem telja mætti nokk-
urn veginn víst að losnaði við skipið, hvernig
sem það færi í djúpið, í stað þess að hafa þau
í bátunum. Ef að menn kæmust í báta á annað
borð, mætti alltaf róa að flekanum og nálgast
tækið.
Annað er það við útbúnað flekanna, sem einn-
ig þarf að athuga. Vatnskútarnir þurfa að vera
sem flestir og dreifðir um flekann og á þeim
þurfa að vera skrúfaðir tappar, svo að eigi sé
hætta á að þeir fari úr kútunum.
Ýmislegt fleira mætti benda á, en þetta verð-
ur að telja höfuðatriði. Vatnið er það nauðsyn-
legasta öllum, er í slíka aðstöðu komast, svo
og það, að dvölin á þessum flekum sé sem allra
stytzt, og taltækið er það, sem allir myndu
byggja vonir sínar á í þeim efnum.
Það er gleðilegt, að mennirnir, sem svo lengi
voru að velkjast á þessum litla fleka, sluppu
víst flestir lítt meiddir, en slíkt hefði ekki getað
átt sér stað, ef eigi hefði verið um sumartíma.
í framtíðinni verður því að reyna öll möguleg
ráð, til þess að stytta dvalartímann á flekun-
um — og fyrsta skilyrðið til þess er taltæki.
í þessu tilfelli var það sumarið og gifta þess-
ara manna, sem varð þess valdandi, að eigi fór
verr fyrir þeim. Margir þeir, sem velkzt hafa á
flekum og í björgunarbátum í langan tíma í
jjiisjöfnum veðrum, bíða þess aldrei bætur, þótt
þeir hafi fengið að halda lífinu.
Við ættum að vera samtaka um að láta þá
reynslu, er þessir menn fengu í baráttu sinni,
verða til þess að firra aðra verri örlögum, um
leið og við bjóðum þá af heilum hug velkomna
heim. Á. S■
Tundurdufl,
sem hefir verið sökkt nýlega:
66 28,5 nbr. 21 13,9 v.lg.
66 26,5 — 21 21,4 —
66 25,5 — 20 59,5 —
66 25,5 — 18 26,2 —
66 32,8 — 21 22,5 —
66 28,4 — 21 16,3 —
66 08,0 — 21 15,6 —
66 24,3 — 21 13,8 —
66 43,0 — 21 15,7 —
66 37,7 — 21 46,9 —
66 08,6 — 21 37,5 —
66 10,5 — 21 15,3 —
66 30,7 — 16 27,0 —
3
VÍKINGU E