Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Qupperneq 5
SIGMUNDUR GUÐB]ARTSSON VÉLSTJÓRI
Reynzla mín á fleka í
Höfundur þessarar greinar var einn þeirra sex
skipverja aí e.s. „IIeldu“, er komust lífs af til lands,
cftir að hafa hrakizt á björgunarfleka skipsins 10Vá
sólarhring. Af þessari löngu og ströngu útivist á
flekanum fékk hann og þeir félagar dýrkeypta, en
jafnframt dýrmæta reynslu af því, lwernig þcssi
björgunartæki sjómanna þyrftu að vera útbúin, svo
að vel væri og að scm mestri björg kæmi. Lýsir hann
þessu mjög nákvæmlega í eftirfarandi grein og bend-
ir jafnframt á, hvað endurbæta þurfi. — „Reynslan er
sannleikur" — segir gamalt og gott íslenzkt máltæki,
og er þess að vænta, að sá sannleikur, sem felst í
frásögn og ábendingum greinarhöfundar verði ekki
látinn iiggja í þagnargildi, heldur sameinist skipa-
eigendur og sjómenn — og aðrir, sem hér geta útt
hlut að máli, — um það að láta liann tala í verk-
inu — og það án nokkurrar tafar.
Mig langar til að koma línum þessum fyrir
sjónir sem flestra sjómanna og annarra, sem
hér geta átt hlut að máli. Þess vegna bið ég
„Víkinginn" um að birta þær.
Björgunarfleki sá, er ég var á í 10 V2 sólar-
hring og sem hér greinir frá, var, eins og mönn-
um mun kunnugt, af e.s. „Heklu“, sem sökkt var
1012 sólarhring
með tundurskeyti þann 29. júní s.l. á leið sinni
til Ameríku.
Gerð flekans og útbúnaður var sem hér segir:
Hann var að stærð ca. 3X4%. metrar og 1
metri á hæð. 1 honum voru 8 járntunnur og
mikið af korki á milli þeirra og utan með þeim.
Flekinn var sléttur með 3” lista upp af gólfi.
í honum var sem hér segir: 3 stórir matarkass-
ar, 2 með kringlum og skonroki og 1 með nið-
ursoðnu kjöti og „corned beef“, 2 stórir vatns-
kútar, 2 lyfjakassar, rekakkeri með 10 metra
tógi, bárufleigur, 2 blússkönnur, 5 lítarar af
steinolíu og 5 lítrar af smurningsolíu, vatns-
þéttur poki með ullarpeysum, sjófötum 0g sjó-
höttum, skjólsegl og stangir til þess að festa
það á, 1 rúlla af trollgarni, öxi, rifjárn, 2 krók-
stjakar, 4 árar og 8 ræði, signalbyssa með 42
skotum, rauðum, grænum og hvítum, 4 rakett-
ur og 6 rakettustengur, 2 búnt eldspítur og 2
vatnsþétt hylki með stormeldspýtum. Við flek-
ann var bundin hálf tunna af benzíni, sem not-
ast átti sem varaforði fyrir lífbátinn og ef
kynda þyrfti bál á flekanum. 1 þetta skipti losn-
aði tunnan við flekann, en skaut upp skammt
frá honum.
landsins, sem allt er í óvissu um ennþá. Hér er
aðeins seldur rjóminn ofan af framleiðslunni,
en ekkert fengið í staðinn.
Er það í samræmi við lýðræðishugsjónina, að
ráðstafa lífsafkomu fjöldans af þegnum þjóð-
félagsins, án þess að gefa þeim kost á að hafna
eða velja?
Hvers vegna var ekki fiskimönnunum og
smærri útvegsmönnum gefinn kostur á áð hafa
fulltrúa í samningsnefndinni ?
Hvers vegna var ekki haldinn landsfundur
fiskimanna og smærri útvegsmanna um ganga
samninganna? Var ekki tími til þess?
Hvaða stéttarfélagsfulltrúar hefðu boðið sér
það að skrifa undir niðurskurð á kjörum um
bjóðenda sinna, án þess að leggja það áður fyr-
ir þá?
Hefir ekki samningsnefnd og ríkisstjórn
gengið feti lengra en talizt getur þegnlegt í lýð-
frjálsu landi?
Ilvaða frjálsborinn og fullvalda Islendingur
vill kalla þessa samninga góða?
Vilja viðkomandi aðilar, sem undirritað hafa
samninginn af fslendinga hálfu, útskýra gæði
þeirra fyrir lesendum blaðsins ? Þeim er heimilt
rúm í blaðinu til þess.
VÍKINGUR