Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 8
Formálinn hefst á lýsingu Dufferin lávarð- ar á Faxaflóa. En Dufferin þessi (1826—1902), sem seinna varð undirkonungur í Indlandi, hafði ferðast víða um lönd og m. a. til íslands. Skrif- aði hann um þá ferð bókina „Letters from high latitudes" (1856), og lýsir þar í Faxafióa ákaf- lega fallega. En lýsingu þessa má heimfæra við fleiri firði hér á landi, segir Jón Sigurðsson. En það er ekki náttúrufegurðin ein, sem hægt er að tala um. Nú eins og áður megi segja: „Hver fjörður á íslandi er fullur af fiski“. — Hafið kring um ísland sé „óuppausanlegur upp- sprettubrunnur allrar auðlegðar handa þessu landi.... enda þó að íslendingar hafi l&'gað til, því miður, notið minnsta hlutans af þessum auði“. Frumorsök fyrir vanhirðu Islendinga gagnvart sjávarútveginum, segir Jón Sigurðs- son, að hafi verið verzlunareinokunin danska. Okkur hafi verið hamlað frá öllum viðskiptum við aðrar þjóðir, svo að við höfum orðið „svo að seg.ia viðskil.a við heiminn“. Sú verzlun, sem okkur hafi verið skömmtuð úr hnefa, hafi ekki verið til að auðga okkur eða veita okkur ágóða, heldur „til að halda í okkur lífinu eingöngu". Fyrir þessa sök fengum við ekki greiddan svo vcl afla okkar, að við gætum kostað kapps um að afla, „en sá, sem ekki hefir ábata von af afla sínum, hann leggur hendur í skaut, þegar hann hefir aflað því sem hann þarf handa sjálf- hann hefir aflað því, sem hann þarf handa sjálf- um vér þar eina af aðalorsökunum til afturfarar þjóðarinnar og landsins". Engum nema dönsk- um var leyft að verzla við landsmenn eða veiða við strendur landsins, og hafi íslendingar því ekkert getað numið frá öðrum löndum. Þegar svo einokuninni hafi verið aflétt árið 1784, þá hafi „nægtir hafsins teigt að ströndum lands- ins aðrar þjóðir“, sem veiða hér ógrynni, þrátt fyrir gífurlegan útgerðarkostnað. Talar Jón Sigurðsson sérstaklega um Frakka, sem sendu hingað árlega hundruð fiskiskipa með herskipa- fylgd, fiskiskipunum til verndar. Svo sé og um aðrar þ.jóðir. Þetta — segir Jón Sigurðsson — sýnir, að aðrar þjóðir hafi opin augu fyrir því, sem Islendingum sjálfum sé hulið. En svo mcgi það eigi lengur ganga. „Nú er tími fyrir yður, Islendingar ,að hugsa um þetta mál, og það er tilgángur þessa hins litla bæklings, að vekja athygli yðar á fáeinum atriðum þess, ef vera mætti að þér þarmeð hvetist til að verja öllum kröptum til að taka þeim framförum, sem land o& sjór svo að kalla bjóða yður til, framar mörg- um öðrum löndum, sem fyrir dugnað og atorku innbúa sinna eru þó stórauðug orðin“. Isiend- ingar þurfi bersýnilega að taka sér mjög fram, ef þeir eigi að geta notið þeirrar fisksældar, sem hér sé. Þeir þurfi „að hafa vakanda auga VÍKINGUR á öllum sínum útbúnaði, bæði að veiðarfærum og öðru, og leitast við að taka sér fram í því, með því að reyna það, sem annars staðar heppn- ast vel, og taka það eptir, sem betur fer, en hafna hinu“. Hér leggi menn helzt stund á þorskveiðar, en síldinni sé enginn gaumur gefinn, þótt hún sé ,,í stöppu, bæði djúpt og grunnt“. En síldin sé sú fisktegund, sem á öllum öldum hafi verið hin mesta auðsuppspretta fyrir löndin. Jón Sig- urðsson minnist ennfremur á ufsa og ál (sem er í „öðrum löndum seldur dýrum dómum“), lax og silung. Allt þetta megi notfæra sér miklu betur en verið hefur. I tilbúningi veiðarfæranna sé ekki síður margt, sem íslenclingar þurfi að læra. „Þeir, sem fást við alls konar fiskiveiðar annars stað- ar, hafa fundið mörg brögð, sem íslendingar ekki þekkja, og eru þó mjög hentug. Þetta eru ekki einungis ný veiðarfæri, heldur líka lagið á þeim, sem allir þekkja og ýmislegir smáhnykk- ir, sem egna fyrir aflann“. Á meðferð aflans séu margir gallar, sem hið mesta gagn yrði af að bæta úr. Hér þekkist að- eins saltfiskverkun, og bendir Jón Sigurðsson bæði á niðursuðu og reykingu, sem aukið gæti verðmæti ýmissra fisktegunda. Lýsi okkar sé í lægsta verði, sökum þess að við „hvorki velj- um lifrina, né förum hreinlega með, né kunn- um að bræða. Þó höfum við það bezta efni í lýsi, sem til er, bæði úr þorski og hákarli“. Ræskni og ruður af fiski og sjófangi sé óvíða hirt, þó það sé hinn bezti og frjósamasti áburður, sem til er, og aðrar þjóðir kaupi hann dýrum dóm- um. „Vér aptur á móti kvörtum yfir hrjóstrum og hraunum og ófrjósemi landsins, og ekki minna yfir áburðarleysinu, en berum í sjóinn daglega dags margra þús. dala virði í áburði, auk þess sem vér ekki hirðum allan þann áburð, sem sjórinn veltir upp í hendur oss af þangi og þara Eins og getið er um að ofan, þá fjallar fyrsti þátturinn um meðferð veiðarfæranna. Leggur Jón Sigurðsson áherzlu á, að fiskimenn leggi net sín saman. Því þegar það sé gjört, „þá nær netagarðurinn yfir miklu meira svæði, tekur jafnt á móti allri fisktorfunni, og leyfir ekki neinar gegnsmugur". Talar hann ennfremur um, að það sé „veiðilegra í netlögnum, að leggja ekki netin í beinni línu, heldur annað hvort í smá- hlykkjum, eins og í krákustíg, eða í einum stór- um hvasshyrndum bug, eins og sýnt er á upp- drættinum". Fylgir þessu uppdráttur. Þá talar Jón Sigurðsson um, hvernig þurrka skuli netin. „Á íslandi mun það vera mest tíðkað, að þurka netin á landi og hreinsa þau með höndunum, 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.