Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 9
þegar þau fara að.þorna. Annarstaðar er það
vani, að hafa barefli eða þjót, til þess að slá
á netið, þegar það er þornað....“. Bezt sé, að
þjótur þessi sé „gjörður úr spanskreyr, sívalur,
sléttur utan, beygjanlegur en þó staðgóður“. —
Þá snýrJón Sigurðsson sér aftur að því, hvernig
bezt sé að leggja netin. Nauðsynlegt sé að hafa
„íhvolft trog“ fyrir hvert net, til þess að þau
flókni ekki, þegar verið er að leggja. Ræðir
Jón Sigurðsson þetta atriði allnákvæmlega. —
Þá talar hann um, að það sé viðsjárvert, að netin
dragist mikið við borðstokkinn, „það slítur net-
unum og níðir þau, oð margur fiskur dettur úr
fyrir það, að netið gengur ekki eins liðugt og
þarf“. — Til að bæta úr þessu eigi menn að fá
sér netahjól eða kefli, sem gjörir dráttin auð-
veldari. Minnist hann þá aftur á kosti, sem
fylgja því að menn leggi net sín saman. „Þá
verða bæði netin vel lögð, og komi veður, þá
verður hægra að bjarga til lands bæði skipi og
mönnum, því að þá er lið nóg og gott. En þar
að auki er sá hagnaður með, og hann er mikils
verður, að þegar sumir verða veikir, og geta
ekki séð um net sín, þá verða samlagsmenn
þeirra hver öðrum til hjálpar og afli allra verður
meiri, því öll veiðarfærin verða eins notuð eptir
sem áður, og gjöra sitt fulla gagn; og þennan
styrk veitir hver með ánægju, því hann veit
að hann á sömu hjálpar von, ef hann fatlast,
eins og hann hefir veitt hinum. Þetta er því
ekki einungis öllum hagnaður, og hið bezta ráð
til að auka aflann, heldur vekur það einnig fé-
lagsunda og samheldni meðal fiskimannanna og
í allri veiðistöðinni, sem er mjög affarasælt. —
Með þessu móti mundu menn læra, að stærri
bátar eru að tiltölu kostnaðarminni en hinir
smáu, og þegar þeir eru vel mannaðir og út-
búnir, geta þeir sókt betur sjó og aflað meira,
og þegar samiögin eru geta hvorutveggja bát-
arnir, hinir smærri og hinir stærri, beinzt að
til að styrkja hverir aðra, eptir því sem hentug-
ast er“. Leturbreytingarnar hef ég gert. En
þessi ábending Jóns Sigurðssonar um sam-
tryggingu meðal fiskimanna er mjög merkileg,
ekki sízt fyrir þá sök, að hún kemur fram á þeim
tíma, sem hér um ræðir, þegar allt ástand í
sjávarútvegsmálum íslendinga var hið erfið-
asta. Þá bendir Jón Sigurðsson á hversu mikils
virði aukinn afli sé, yrði það „auðsuppspretta
fyrir hinn gætna og hirðusama fiskimann, og
fyrir allt landið, því að góð og dugleg fiski-
mannastétt er meðal hinna nytsömustu stétta í
landinu“.
Jón Sigurðsson átelur þær öngultegundir,
sem notaðar eru, og segir, að önglarnir séu
klunnalegir, en það megi ekki vera, því öngl-
ar og haldfæri séu helztu veiðarfæri á íslandi.
En þegar menn sjái „hvaö heppnast með þess-
um staurum, þá geta menn getið nærri hvað
fiskast mundi á miklu skemmri tíma á öngla,
sem væru minni og vel lagaðir, með ásteyptum
tinfiski, sem greypt væri í perlumóðir, svo að
hann glitraði sem mest í sjónum“. Slíka öngla
með perlumóðir eða agnöngla þurfi fiskimað-
urinn að afla sér. Fylgja nákvæmir uppdrættir
af þessum öngultegundum. Ef perlumóðir væri
greypt í öngulinn, þá glitrar hann sem síld
væri, en síldin sé sú fiskitegund, sem þorskur-
inn sækist mest eftir. Jón Sigurðsson býður að
útvega mönnum fyrirmyndir að önglum þeim,
sem hann mælir með. Urðu það ekki orðin tóm,
því að þegar hann kom upp til Islands árið
1859, þá hafði hann með sér sýnishorn af ýms-
um veiðarfærum, og m. a. af önglum. Hélt
hann sýningu á þessum veiðarfærum, en gaf
þau Húss- og bústjórnarfélagi Suðuramts, þeg-
ar hann hélt af landi burt. Félag þetta hélt síð-
ar sýningar á veiðarfærunum, og urðu þær hin
þarfasta nýjung, enda kjöri félagið Jón Sig-
urðsson heiðursfélaga sinn 28. jan. 1860.
Klunnalegir önglar spilla aflanum, segir Jón
Sigurðsson, og góðir önglar ganga úr sér, ef
ekki er vandlega með þá farið. „Þessvegna ætti
hver sá fiskimaður, sem fær sér aungul með
perlumóðir í, eða slíka agnaungla, sem vér
skýrðum frá, að þurrka upp aungul sinn vand-
lega, jafnskjótt og hann hættir að renna honum
.... og leggja hann síðan í hulstur....“. Sama
gildi um fiskihnífinn. Honum þarf að halda
„beittum og spegilfögrum, svo aldrei falli á
hann ryð eða skarn“. „Þetta gjöra hinir ágætu
hollenzku og ensku fiskimenn. ...“.
Ýmsar ráðleggingar gefur Jón í sambandi við
lóðir og lagningu þeirra. Þegar lóðin liggur með
botni, þá „þeggst aungullinn þar með, því hann
er þó svo þungur, að hann leggst til botns“. —
Þetta dregur úr aflanum. Ráðið við þessu seg-
ir Jón, að sá að festa lítinn „korksnúð á taum-
inn, skammt frá önglinum“. „í stað þess að
aungull með beitu lá kyrr áður, þá halda snúð-
arnir honum nú frá botninum, svo að aungl-
arnir með beitunni standa eins og hnappar upp
frá botninum, og blasa við, þegar fiskurinn
syndir hjá. Þorskurinn stendst ekki þessa
freistni.... “. Öllu þessu fylgja nákvæmir upp-
drættir. Allar tafir við lóðarlögnina „eru bæði
til spillingar veiðinni, og þar að auki geta þær
marg opt stofnað mönnum og skipi í háska, þeg-
ar veður gánga að“. Ráðið við þessu sé að nota
„lóðarkvíslina“. En lóðarkvísl þessi er nokkurs
konar gaffall með mörgum álmum. „Nú þegar
hver öngull er beittur, skipar maður þeim í
fyrstu álmu kvíslarinnar, hverjum af öðrum,
fyrsta önglinum innst og svo frameptir. Þegar
VÍKIN0UR
9