Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 12
íeik með þökkumEnnfremur með því að senda sýnishorn af þeim veiðarfærum, sem not- uð eru. Einnig með því að „stofna félagsskap til veiða, og stofna sjóð til þess að útvega það sem þarf til að ef-la kunnáttu í veiðum, að fá góð rit um ýms þesskonar efni, góð veiðarfæri til fyrirmyndar... . Og enn með því, að koma upp reglulegum fiskimanna og sjómannaskóla á Islandi“. (Leturbreyting mín, H. H.). Og svo líkur Fiskibókinni með þessum orðum: „Ef þessi blöð gæti verið hvöt til, að landsmenn færi að taka eptir auðlegð lands vors í sjó og vötnum, og til þess, að þeir færi að leggja al- varlega ástundan á að læra að afla og hagnýta sér það sem forsjónin hefir svo að segja lagt þeim upp í hendur, þá væri tilgángur þessara blaða heppilega uppfylltur“. Þegar við höfum nú kynnzt innihaldi Fiski- bókarinnar, sem Jón Sigurðsson, forseti, skrif- aði fyrir rúmum 80 árum, þá sjáum við, að margt er nú úrelt orðið, sem í henni stendur, og fer það að vonum. En hafa verður hugfast það ástand, sem ríkti í fiskveiðamálum okkar Islendinga á þessum tíma. Sést þá, að ritið hafði mörg og mikil nýmæli að flytja landsmönnum, og var því hið þarfasta. Og þar sem á engan mann var betur hlustað um þessar mundir en Jón Sigurðsson, þá má ætla að Fiskibókin hafi gert stórmikið gagn, enda eru til órækar sann- anir fyrir, að svo hafi verið. Jón Sigurðsson hafði ætíð síðan vakandi auga á sjávarútvegsmálum íslendinga. Má sem dæmi nefna, að þegar fiskverð Sunnlendinga tók að lækka, nokkrum árum síðar, vegna vanhirðing- ar, þá ritaði Jón grein um fiskverkun í Þjóð- ólf (XXV. bls. 87—8, 96—7), og benti á, hvar umbóta var vant. Þetta bar þann árangui-, að fiskverðið hækkaði þegar á næsta ári, eins og Jón gat sýnt fram á í blöðunum. Að lokum má geta þess, að í Almanaki Þjóðvinafélagsins árið 1875 setti Jón fram gagnorðar og greinilegar reglur um fiskverkun. Síldveiðarnar. Á miðnætti aðfaranótt laugardags 16. ágúst var bræðslusíldaraflinn orðinn — samkvæmt aflaskýrslum Fiskifélagsins — 883.077 hl., en saltsíldaraflinn 15.311 tunnur. — f fyrra nam aflinn 1.883.157 hl. í bræðslu og 47.738 tn. í salt og 1939 var aflinn 841.114 hl. í bræðslu og 106.458 tn. í salt. Af einstökum skipum eru togararnir Tryggvi gamli og Garðar hæstir. Af línuveiðurunum er Eldborg hæst og af mótorskipunum Gunnvör. — Hér fer á eftir afli einstakra skipa: VÍKINOUK Botnvörpuskip: Garðar 14938, Kári 11206, Rán 12639, Tryggvi gamli 16801 (7). Línugufuskip: Alden 6291, Andey 5587 (118), Ármann 7010, Bjarnarey 6957, Fjölnir 7023, Freyja 8649(184), Fróði 8067, ísleifur 2880 (126), Málmey 4071 (186), Olav 3410 (341), Rifsnes 6971 (21), Sigríður 7582, Sæborg 3609, M.s. Eldborg 9987. Mótorskip: Árni Árnason 4972 (309), Ársæll 3094 (85), Arthur 3677 (69), Ásbjörn 3745, Auðbjörn 4670 (420), Austri 4545 (183), Baldur 1093, Bangsi 4637 (73), Birkir 6599, Björn II 3838 (418), Björn austræni 4793, I3ris 4572, Búðaklettur 7252 (175), Dagný 11394, Dagsbrún 2284 (448), Einar Friðrik 4431, Erna 4635, Fiska- klettur 5801 (423), Garðar 7268, Gautur 3515 (340), Geir 7322 (125), Glaður 3583 (129), Grótta 3867 (160), Guðný 3754 (257), Gulltoppur 3257, Gullveig 3594 (51), Gunn- björn 4689 (154), Gunnvör 12661 (71), Gylfi 5324 (39), Heimir 4658 (252), Helga 6405 (88), Helgi 8338, Hilmir 2550 (47), Hrafnkell goði 3772 (113), Hrönn 4554 (455), Huginn I 6423 (406), Huginn II 6642 (260), Huginn III 7293 (325), Höskuldur 4603, Jakob 2497, Jón Þor- láksson 5793 (330), Kári 3851 (205), Keflvík- ingur 6576 (268), Kolbrún 5101, Kristján 8290, Leó 3808 (114), Liv 5090, Már 6050, Marz 4477 (174), Meta 5194 (275), Minnie 3835 (162), Njáli 2769 (306), Olivette 3777 (248), Otto 4953, Rafn 9664, Richard 7727 (114), Síld- in 5022 (39), Sjöstjarnan 4987, Skaftfelling- ur 5689 (138), Snorri 3286 (285), Stathav 3477, Stella 4939 (442), Súlan 7772, Sæbjörn 2678 (164), Sæfinnur 11777, Sæhrímnir 5661, Valbjörn 6140 (328), Vébjörn 4632 (321), Vestri 2303 (216), Vöggur 3496, Þingey 3690 (230), Þorgeir goði 3611 (240), Þorsteinn 6244 (297), Sjöfn 2354 (347). Mótorbátar, 2 um nót: Anna—Einar Þveræingur 6075 (116), Alda —Helgi Hávarðarson 2755, Alda—Reynir 2761 (31), Barði—Vísir 2884 (39), Einir—-Stuðla- foss 3203 (179), Erlingur I.—Erlingur II. 5535 (300), Freyja—Víðir 2125 (284), Gísli Johnsen —Veiga 3420 (140), Kristiane—Þór 3351 (77), Muninn—Ægir 4183 (306), Óðinn—Ófeigur 4332 (111), Snarfari—Villi 5567 (214), Sæunn —Sævar 4635 (658). 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.