Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 17
vígstöðvunum í þrjú svœði, og er einn yfirforingi yfir hverju svæði. Yfir mið-vesturvígstöðvunum, er taldar eru ná yfir Finnland og Eystrasaltsríkin, er Vorosjiloff hershöfðingi. Yfir miðvígstöðvun- um eða Minsk-vígstöðvunum er Timoshenko hershöfðingi og yfir Ukrainu-vígstöðvunum er Bud- enny hershöfðingi. * 30./6. — þjóðverjar telja sig færast stöðugt nær og nær Moskva og Leningrad. * ltússland heíir verið sett undir stjórn þriggja manna landvarna- ráðs, undir forustu Stalins. * 1./7. — þjóðverjar tilkynna, að þýzkar og finnskar hersveitir hafi tekið borgina Kandalaksk við Hvítahaf. * þjóðverjar taka borgina Riga í Lettlandi. * Rússar fara þess á leit við Bandaríkjastjórn, að þeir fái að kaupa vörur í Bandaríkjunum. * Sir Archibald Wavell lætur af herstjórn í Egyptalandi, vegna þess að hann liefir verið skipaður yfirmaður brezka liersins i Ind- landi. Við herstjórninni í Egypta- landi tekur Auchinleck yfirhers- höfðingi. * 3./7. — Brezkt herlið hefir tek- ið horgina Palmyra í Sýrlandi, en í henni er einn af þrem beztu flugvöllum í Sýrlandi. * þjóðverjar nálgast Stalin-lín- una norðan frá Finnlandi og suð- ur að Svartahafi, og eru þeir þá komnir jailn langt inn í Rúss- land og árið 1918, og sums staðar jafnvcl lengra. * 5./7. — Wheeler öldungadeild- arþingmaður sagði í ræðu í fyrra- dag, að Bandaríkin ætluðu að taka við íslandi af Brctum og senda liingað herlið. 5./7. — Lundúnafregnir herma, að farið sé að draga úr sókn þjóð- verja, en þjóðverjar segja, að sóknin á austurvígstöðvunum gangi samkv. áætlun, og að þeir séu komnir að fljótinu Dniepr. * Allir brezku sjálfboðaliðarnir, sem tóku þátt í finnsk-rússnesku styrjöldinni eru komnir til Stokk- hólms. * Kol eru nú skönnntuð í Eng- landi. Fær hvert heimili eina smá- lest á mánuði. * 8. /7. —- þjóðverjar segjast hafa byrjað áhlaup á Stalin-línuna. 9. /7. — þjóðverjar segja, að sú ráðstöfun Roosevelts, að senda amerískt herlið til íslands, sé bein afskiptasemi af málefnum Evrópu. * Bretar tilkynna, að þeir muni hafa áítam flotabækistöð á ís- landi. * 10. /7. — Brezkur her setzt að í Sýrlandi og Lebanon. * Japanska stjórnin biðzt skyndi- lega lausnar. # 10. /7. — Frakkar hiðja um vopnahlé í Sýrlandi. * Öldungadeild þjóðþings Banda- ríkjanna hefir umræður um þá ráðstöfun Roosevelts, að láta Bandaríkin taka að sér hervernd íslands. * 11. /7. — Rússar skipta austur- 12./7. — þjóðverjar segja, að Stalin-línan sé roiin á öllum mik- ilvægum stöðum. * 14./7. — Friðarsamningur und- irritaður í Acca í Sýrlandi. — Samninginn undirrituðu af hálfu Breta, Maitland Wilson hershöfð- ingi og Cartroux hershöfðingi (frjálsra Frakka), en Verdiac hershöfðingi af hálfu Frakka. * 17. /7. — Níu milj. manna taka þátt í stórfelldum orustum á aust- urvígstöðvunum. Ilvarvetna eru háðir harðir bardagar. — þjóð- verjar segjjast hafa tekið Smo- lensk. * 18. /7. — Markvcrðasta breyting- in í hinni nýju stjórn Konoyes prins (Japan) er sú, að Matzuoka fer úr stjórninni, og í hans stað verður Tejoti aðmíráll utanríkis- málaráðherra. * 20./7. — Breytingar gerðar á brezku stjórninni: Dui'f Cooper lætui' af störfum sem útbreiðslu- málaráðherra, en við hans starfi tekur Brendau Bracken. Cooper á samt sæti í stjórninni. Harold Nicolson, áður aðstoðarupplýs- ingamálaráðherra, skipaður einn af forstjórum brezka útvarpsins. Duncan Sandys verður fjár- málafulltrúi í hermála ráðuneyt- inu. Robert Saw verður aðstoðar- utanríkismálaráðherra í stað R. Butlers, sem vcrður mcnntamála- ráðherra. Framh. á bls. 25. 17 VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.