Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 18
SIGURÐUR DRAUMLAND: Ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar Hættur líðandi stunda mættu gjarna verða til þess að leiða hugi manna meir í norðurátt en almennt lief- ir átt sér stað hingað til. Heit veðrátta og mikil auð- æfi eru orsök ósamkomulags og manndrápa. Hið rauða blóð mannskepnunnar þolir eigi eldskin mið- jarðarsólarinnar og enn síður töíra gullsins, sem hin hlýju lönd- eru rík af. þegar sólin steikir manninn að utan, en sindur gullsins bálar hið innra með honum, er eigi von á góðu. Hinir stuttu mildu vetrar Vestur- Evrópu og henni líkra landa, þýða sama og ekki neitt slökkvilið í þessu efni. Hér þurfa til að koma grimmi- legar hörkur, Síberíufrost og Islandsnæðingar. Stöð- ug íshafsveðrátta er ákjósanleg. það var mikil yfirsjón af skaparanum, að flæma ísöldina burt úr Evrópu, án þess að gera ráðstafan- ir gegn Iblóði mannsins, eldi sólarinnar og sindri gullsins. Ætla má þó, að hér hafi skrattinn gripið fram í, með sinni venjulegu óþægð, og að af þeim orsökum stríði nú hið montna mannkyn á heljar- braut. En þá er að flýja afleiðingarnar af valdi skrattans. íslendingar og aðrir Norðurlandabúar eru þar á góðri leið, enda byggja þeir köld lönd. Aust- rænir þjóðflokkar liafa einnig náð að byggja nýjan heim í napri náttúru rússneskra og síberískra land- flæma. Að einræðið sverfur að þeim enn, stafar að- eins af því, hversu fast eldurinn og sindrið sækja á að sunnan. Bezti úrkostur mannkynsins verður því sá, að sækja í framtíðina meir til norðuráttar. í veðráttu heimsskautalandanna mun kólna sá vítski logi, sem brennur því innra um brjóst og utan á skinni, —- tendrar vígamóð í rauðu blóðinu, sem síðan fer ham- förum og einskis svífst, unz það flýtur dautt á jörð- inni. — Hver er sá íslendingur, sem ekki kannast við ís- lenzka Ameríkumanninn Vilhjálm Stefánsson, land- könnuðinn mikla, sem tvímælalaust er frægasti ferða- langur, er nú er uppi? Tvímælalaust! Já, því að þótt einhverjir hafi ef til vill verið duglegir að ferðast einhvers staðar annars staðar á hnettinum, þá hafa þeir hvorki fyrirhitt jafn merkileg lönd og Vilhjálm- ur, né liait jafn glæsilegt ritvald á enskri tungu til kynningar starfsemi sinni. Og svo hafa sennilega fáir ferðalangar verið gæddir jafn miklum dugnaði og hann. Vilhjálmur Stefánsson hefir farið þrjár ferðir norð- ur um höf til íshafsstranda Kanada, og dvalið þar samtals 10 vetur og 13 sumur. Um hverja ferð hefir hann skrifað bók. Gegnum þær bækur, sem ritaðar VÍKINGUR eru af dásamlegri snilld, iást kynni af öllum beztu eiginleikum Vilhjálms, en þeir eru einkum óbilandi hugrekki og þrautseigja, hugkvæmni, gjörhygli og skarpskyggni. Bækur þessar skrifaði hann á ensku og voru þær til skamms tíma sem falinn fjársjóður fyrir allflesta íslenzka lesendur. það eru tólí ár síðan, að því var fyrst hreyft á prenti, að ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar væri æskilegt að fá þýddar á íslenzka tungu. það gerði undirritaður í vikublaðinu Degi 1928, En það varð eigi fyrri en seint á árinu 1937, að sú útgáfa var haf- in. það var áhugamaðurinn Ársæll Árnason í'yrv. bóksali, sem þar gerðist framkvæmdavald. þýddi hann sjálfur bækurnar, að fengnu leyfi höfundar og safnaði áskrifendum. Á næstu tveim árum komu þær allar út í heftum, eitt í hverjum mánuði, gegn á- kveðnu gjaldi. Sala var geysimikil, en þó mun nokk- uð vera óselt af þeim enn. í íslenzku útgáfunni eru bækurnar í fimm snotr- um bindum. Veiðimenn á hjara heims (Hunters of the Great North) segir frá fyrst.u í'erð Vilhjálms og er mjög æfintýralega skrifuð bók. Meðal Eskimóa (My Life -with the Eskimos) fjallar um aðra ferðina og raunhæfa kynningu Vilhjálms af kynþætti norð- urvega, mannkynsdeild, sem getur orðið fyrirmynd annarra. þriðja bókin skiptist í þrjú bindi og heitir Heimsskautalöndin unaðslegu (The friendly Arctic). Langsamlega efnismest og víðtækust lýsing af ríki norðursins. En allar eru ferðasögur þessar svo prýðilega skcmmtilega skriiáðar, að leitun mun vera á jafn heillandi skáldsögum. Otal smásögum um æfintýralega viðburði er stungið inn í frásögnina og jafnvel vísindalegar athuganir og ýmiskonar smá- hugleiðingar bera á sér blæ snilligáfunnar. Auðsjá- anlega stendur rithæfni höfundarins á ósviknum merg fornsagna og þjóðsagna ættþjóðar hans, Islend- inga. — það mun oigi mega um það deila, að lönd þau, sem Vilhjálmur Stefánsson hefir kannað, eru stór kostlega þýðingarmikil fyrir framtíð mannkynsins. Sérstaklega rnundi þjóðum Evrópu reynast drjúg hamingja, að sækja þangað nokkurn svala. Sigurður Draumland. 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.