Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 19
Fimm millóna verðlagsuppbótin. Verðlagsuppbótin á útfíutningsvörurnar þykir alveg dæmalaus ráðstöiun Þegar það fréttist, að Bretar ætluðu að ein- hverju leyti að bæta íslendingum það tjón, sem þeir kynnu að bíða af hernáminu og missi Mið- Evrópu markaðarins, ætluðu sumir Framsókn- ar-bændur eða kosningarsmalar alveg vitlausir að verða. Þeir réðust á heygarðinn hjá Tíma- liðinu með svipaðri græðgi og beitarhúsafén- aður, sem ekki hefir séð stingandi strá í marga daga. Þessir menn heimtuðu, að öllu fénu yrði ráð- stafað til þeirra. Eftir þetta urðu störf þing- manna eintómar innbyrðis erjur út af þessu leið- inda máli. Eftir mikið brask og braml var á- kveðið að skipa nefnd til að úthluta þessu fé. Eins og geta má nærri, þá ætlaði það ekki að ganga vel að fá menn til að taka sæti í þess- ari nefnd. Nefndinni var þó komið á laggirnar, og hún hefir nú nýlega lokið við niðurjöfnun, og hafa þau störf hennar orðið með hinum mestu endemum. Látum nú vera, þótt nefndin hafi látið sér sæma að útbýta bændum um 87 % af uppbót- inni, þótt þeirra hlutur af útflutningunum fyr- ir hernámið hafi ekki verið nema 5%. Hitt er öllu alvai'legra, að það er ekki hægt að sjá ann- að en tilgangur þeirra með niðurjöfnuninni hafi verið að viðhalda dýrtíðinni og verðlauna alls konar okur. Bændur eiga að fá greidda kr. 1.10 á hvert kg. kjöts, kr. 2.00 á hvert kg. ullar og kr. 1.47 — eina krónu og fjörutíu og sjö aura — á hverja kindagörn í viðbót við þá kr. 1,40, sem þeim var borgað fyrir hana síðastliðið haust! Á öðrum stað hér í blaðinu er birt núverandi verðlag á landbúnaðarvörum í Noregi, og er þar hægt að sjá, hverju íslenzkir bændur hafa tapað við að geta ekki sent hinar fáu saltkets tunnur þangað. Enski markaðurinn fyrir kjöt- ið hefir alla tíð staðið þeim opinn, en verðið þar verið miklum mun lægra en á innlenda markaðinum. Því er þeim ekki úthlutað verð- uppbót á eggin, sem þeir hafa selt Bretunum ? Þessi úthlutun hefir þannig farið bændum einum í vil, aðeins einum manni á hverju sveitaheimili — hitt sveitafólkið allt, sem vinn- ur hjá bændunum fyrir ákveðið gjald, hefir verið jafnafskipt og „Grimsby-lýðurinn" við sjóinn. Úthlutun þessa uppbótarfjár er mál, sem all- an almenning varðar. Það getur vai'la verið, að nefndin hafi haft neinn siðferðilegan rétt til að fara þannig að ráði sínu. Hvers vegna var ekkert tillit tekið til sjómanna og útvegsmanna á hinum afskekktu smástöðum, sem ekki höfðu aðstöðu eða tækifæri til að selja nýjan fisk í skip til útflutnings. Þeir hafa orðið að láta sér nægja margfallt minna verð fyrir sama fisk- magn en hinir, sem betur voru settir. Þegar Bretar buðust til að greiða þessa upp- bót, vissu þeir ekki og hafa varla búizt við, að það, sem bændur kynnu að tapa við missi Mið- Evrópu mai'kaðai’ins, rnyndu þeir meira en bæta sér upp, með því að okra á innlendum fjölskyldufeðrum við sjávarsíðuna, og brezka setuliðinu. Getur nokkrum réttsýnum mönnum blandazt hugur um, að þessu fé hefði verið betur varið á einhvern annan hátt. Segjum t. d. að mynd- aður hefði verið með því séi’stakur sjóður til að bæta framleiðendum tjón er þeir kynnu að bíða af hernáminu eða völdum ófriðarins, og þá ekki síður til að létta undir með þeim, er misst hafa fyrirvinnu sína af styrjaldar ástæð- um. 1 öðru lagi: að bæta neytendum í laixdinu hið háa vöruverð og minnka þamxig dýrtíðina inn- anlands, og létta um leið byrðar hinna virki- legu fi'amleiðenda þeirra, sem íxota minna af hi’ossum eix meii’a af aðkeyptu vinnuafli. Eða í þriðja lagi. Ef ekki var hægt að koma við neinu réttlæti við útbýtinguna, þá hreint og beint að gefa Bi'etunum þetta fé aftur, til að útbýta meðal þeirra í Englaixdi, sem hafa oi'ð- ið harðast xiti í loftárásum, eða til að ala önn fyrir ófeðruðum Bi’eta börnum. Þetta myndi hafa verið rausnarlegt og sænx- andi hinni ágætu íslenzku bændastétt, eins og húix var, áður en nxikið af henni var spillt af ófyrirleitnunx atkvæðasmölum. Kannske að það hefði að einhverju leyti geta oi’ðið til þess að eyða þeii’ri sérhagsnxuna sótt, sem þjóðin hefir verið snxituð af síðasta áratuginn. Sjómaður. VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.