Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 22
T undur duf lar ekið
Skrif blaðsins um tundurduflarekið hafa vak-
ið mikla athygli, eins og til var ætlast, meðal
þeirra, sem málið heyrir undir. Og sjómenn-
irnir hafa snúið sér til stjórnar Farmannasam-
bandsins um að halda því stöðugt vakandi, með-
an þörf gerist, sem verður gert. Margt hefir
mönnum verið óljóst um tundurduflin sjálf og
gagnvart eyðingu þeirra, og hefir því ritstjórn-
in snúið sér til forstjóra skipaútgerðar ríkisins,
sem haft hefir umsjón með þessum málum af
ríkisins hálfu og Péturs Sigurðssonar sjóliðs-
foringja, sem hefir haft framkvæmdir á hendi
um eyðingu rekdufla. Og segist þeim svo frá:
Fyrsta rekdufl, sem frétzt hefir af hér, rak
á land á Breiðuvík eystra um 16. des. 1940, og
mun þetta dufl hafa verið flutt á brott af brezku
herstjórninni nokkrum dögum síðar. í sama
mánuði barst önnur tilkynning um rekdufl, en
þegar nánar var að gætt, þá reyndist hér ekki
vera um rekdufl að ræða. Frá ársbyrjun 1941
og þar til nú, hafa alls borizt 154 tilkynningar
og upplýsingar um tundurdufl, bæði á reki eða
þá rekin-á land. Af þessum duflum hafa 118
verið á reki, 25 á landi en 11 sprungu í lend-
ingu. Af þesum duflum hefir 41 verið sökkt,
16 gerð óvirk og flutt burtu, en 1 sprakk, er
verið var að sökkva því. Þegar meðtalin eru
duflin, sem sprungu í lendingu, hafa því alls
69 dufl eyðilagzt eða verið eyðilögð, af hinum
154, sem vitað er um. Mest bar á rekduflum í
marz-mánuði, en þá bárust 35 tilkynningar (af
þeim voru eyðilögð 20), en minst í maí, eða
alls 9).
Bróðurparturinn af þeim duflum, sem eyði-
lögð hafa verið, eiga íslenzku varðskipin Þór,
Óðinn og Sæbjörg, sem samtals hafa eyðilagt
eða gjört óvirk um 40 dufl. Með v.s. Þór og v.s.
Óðinn voru um tíma brezkir tundurduflasér-
fræðingar, sem gerðu þau dufl óvirk, er rekið
höfðu á land.
Um starfið við eyðingu duflanna segir Pétur
Sigurðsson svo:
Um miðjan marz, eða þegar mest bar á rek-
duflunum og kröfur almennings fóru að verða
all-háværar um eyðingu þeirra, var v. s. Þór
VÍKINGUB
sendur út til höfuðs þeim. Með honum var
brezkur tundurduflasérfræðingur, eins og áður
er sagl. Var Þór að þessum starfa þar til í júní-
byrjun, en þá var hann tekinn í vöruflutninga.
Til þess að eyðileggja duflin, voru notaðir venju-
legir rifflar, sem brezka herstjórnin lánaði skip-
inu. Er Þór var látinn hætta, var v. s. Óðinn
vopnaður og síðan Sæbjörg, er hún var tekin
til gæzlustarfa, — og núna fyrir skömmu síð-
an fékk vitaskipið Hermóður riffla og skotfæri
til sömu notkunar.
Duflunum er sökkt á þann hátt, að 1—2 menn
skjóta á duflið á meðan skipið er látið reka í svo
sem 2—300 metra fjarlægð frá því. Ef því verð-
ur við komið, standa skytturnar einhvers stað-
ar þar, sem vænta má, að þeim yrði hlífð af, ef
duflið kynni að springa, og auk þess er helzt
engin óþarfa umferð um þilfar leyfð á meðan.
Venjulegast nota skytturnar allt að 100 skot-
um hver eða meira, áður en duflið fer að sökkva,
en það gerir það ekki, fyrr en sjór gengur inn
um eitt eða fleiri göt á því. Því miður nægir
ekki aðeins að riffilkúla hitti duflið, því að það
er úr þykku járni og þarf lítið til þess að kúl-
an skriki af, ef hún ekki kemur beint á belg-
inn. Þegar séð er, að duflið er að sökkva, er
hætt að skjóta að því og beðið þar til það er
horfið sjónum. Stundum getur þessi bið orðið
allt að 4—5 klst. Einu sinni hefir það skeð, að
dufl hefir sprungið, er verið var að sökkva því.
Það var botnfast dufl, sem v.s Sæbjörg var að
eiga við norður af Mánáreyjum. Það sprakk um
15—20 mínútum eftir að seinasta skoti var
hleypt af að því. Er slíkt einstakt fyrirbrigði,
sem sýnir, hve nauðsynlegt er að gæta allrar
varúðar við þessi tæki.
í björtu og góðu veðri sjást rekduflin yfir-
leitt vel, en ef nokkur gráði er á sjó eða sér-
staklega ef duflin mara í hálfu kafi, má búast
við að þau sjáist nokkuð skammt, eða ekki yfir
hálfa sjómílu.
Öll rekduflin, sem gerð hafa verið óvirk, hafa
rekið á land, nema eitt, en það tók v.b. Óðinn
úti á Húnaflóa, dró það til lands og tók það síð-
an um borð.
22