Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 23
Hvað viðvíkur afstöðu aímennings gagnvart rekduflunum, má segja að yfirleitt sé alltaf brugðið fljótt við og dufl tilkynnt, ef þeirra verður vart, hvort heldur á sjó eða landi. Auk þess hefir ekkert borið á því, að fólk vilji reyna að skilja þau að sjálft, nema í einu tilfelli. í síðasta blaði var birt tilkynning frá brezka flotamálaráðuneytinu um að öll brezk dufl væru þannig útbúin, samkvæmt alþjóðareglum, að þau yrðu óvirk ef þau færu á rek, en þó undan- tekning væri á slíku, væri ekki um að ræða meir en í mesta lagi 1 af hundraði. Eftir þeirri reynslu sem að framan getur um þau dufl, sem eru á reki á siglingaleiðum og fiskimiðum okk- ar, þar sem ekki eitt af hundraði, heldur eitt af hverjum tveimur hefir sprungið, sem á land hefir rekið, er það fullvíst, að sjófarendur um- hverfis landið eiga við mikla hættu að búa og má ekkert láta ógert til þess að granda þessum ófögnuði áður en hann verður að tjóni. 1 skýrslu brezka flotamálaráðuneytisins, þar sem segir að færeyskt skip hafi rekist á tundurdufl, sem ekki sprakk, er afsönnuð sú hugmynd einstakra manna, að brimlöðrið undan bógi skipanna hrindi rekduflunum frá þeim. Sú staðhæfing, að duflin snúist um, og verði óvirk á þann máta, þegar þau fara á rek ef ekkert er neðan í þeim, er einnig fjarstæða eftir reynslu þeirri, sem fengin er af duflum þeim, er hér hafa verið á reki. Öll þau dufl, sem íslenzku varðskipin hafa skotið niður, hafa snúið rétt í sjónum ,enda útbúnaðurinn, sem gerir þau óvirk, ekki byggð- ur á þeirri undirstöðu, heldur á duflið að verða óvirkt um leið og það losnar, en sannleikurinn mun sá, að fjöðurútbúnaðurinn, sem á að oi’- saka eyðilegginguna, mun oft, og einkum, ef duflið hefir legið lengi í sjó, verða fastur af sjávargróðri, sem setzt utan á hann. Þess vegna er, þó duflunum sé sökkt, fiskimönnum afar illa við þá aðferð, þar sem þeir geta átt von á að draga þau upp seinna. Við fyrirspurn til for- stjóra Skipaútgerðarinnar um hvort ekki væri hægt að komast hjá slíkri aðferð, en draga held- ur duflin með einhverri aðferð að landi ef veð- Ur hamlaði að komizt yrði að því úti í sjó til þess að gera þau óvirk, svaraði hann, að skips- hafnir varðskipanna vildu ekki leggja sig í það. Við nánari eftirgrenslan um þessi mál, hefir Víkingur fengið þær upplýsingar, að sem stend- ur munu það vera Sæbjörg og Óðinn ein sem hafa riffla til þess að granda duflum, en ráð- gert hefir verið og mun nú mjög bráðlega verða komið í framkvæmd, að slíkir rifflar verði aft- ur settir um borð í Þór og ennfremur að vita- báturinn Hermóður fái riffla. Brátt tekur að hausta og vetrarveðrátta að Sanga yfir og ekki er nokkur vafi á að með 28 stormum og máske ísreki vex enn á ný duflrek, og þá dufl, sem legið hafa fleiri mánuði í sjó, Það verður því að halda áfram að vinna að vörnum gegn þeim. Margskonar tillögur og skoðanir eru meðal sjómanna um þessi mál, og heildarniðurstöður um vilja þeirra í málum þessum algjörlega óljósar. Víkingur tekur nú upp þá nýbreytni að láta fara fram atkvæða- greiðslu meðal lesenda sinna um helztu áhuga- mál stéttarinnar og þau dægurmál sem mest draga að sér athygli og vekja mjög skiftar skoð- anir. Verður byrjað með tilraun til þess að fá sem víðtækast yfirlit um afstöðu sjómanna til tundurduflareksins, og lagðar fram spurning- ar, sem menn geta svarað með já eða nei. Er þess að vænta, að menn snúist vel við þessari nýbreytni í félagsmálastarfsemi og sendi Vík- ingnum sem flest svör. Væri ágætt fyrir skips- hafnir að taka spurningarnar fyrir til umræðu í frítíma. Hver einstaklingur verður að leggja sitt til, kostnaðurinn er ekki annar en 10 eða 25 aura frímerki, eftir því hvort menn eru í Reykjavík eða úti um land, þegar póstað er. Hið leyndardómsfulla suðurskaut jarðar Þrátt fyrir allt það, sem sagt hefir verið og ritað til þess að styrkja þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um óhagnýtt auðæfi suður- pólslandsins, eru engar staðreyndir ennþá til, sem sanna slíkt. Málmgrýti, segull og brennisteinssýra hefir fundizt í nágrenni Cape Royds, en aldrei svo mikið magn, að svaraði kostnaði að vinna það. Þrátt fyrir að Suður-Viktoríuland hefir mjög svipuð jarðlög og fyrirfinnast á gullrifi New Guinea, hefir enginn landkönnuður látið í ljós, að hann hafi fundið svo mikið sem smáögn af hinum dýra málmi í Suðurpóls-löndunum. Þótt það sé rétt, að í Suðurheimskautalöndunum séu jarðlög, sem hafa hæfilegan aldur og alla jarð- fræðilega aðstöðu á stórum svæðum fyrir grjót- málma, er skorturinn á íslausu landi fyrir stór- iðjurekstur of mikill, auk þess sem slíkt gerir ó- mögulega alla rannsókn á þessum svæðum. Þó svo ólíklega myndi ske, að mikil námu- auðæfi fyndust í Suðurheimsskautslöndunum, myndi hin stórhrikalega veðrátta hindra alla vinnu verkamanna. Mannleg starfsemi er óhugsanleg í heim- skautslöndunum, að undanteknum ferðalögum sérstaklega vel útbúinna leiðangursmanna, nokkrar vikur um hásumar tímabilið, og þó VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.