Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 24
verða þeir að leggja á sig stórkostlegar raunir og erfiðleika til þess að standast slíkt. Næstum því helmingi stærra en Ástralía er heimskautslandið, ein tignarmesta álfa jarðar- innar, og yfir hinni stórhrikalegu auðn þess geysa sífelldir stormar, með um fimmtíu mílna hraða á klukkustund. — Þessir stormar vaxa oft upp í fárviðri sem æðir hvínandi um ís og snjóauðnirnar með hundrað mílna hraða, og eiga sér hvergi á jörðunni neinar hiiðstæður. Að undanteknum litlum hluta Grahamslands, fer hitastigið aldrei upp fyrir frostmark um alla álfuna er kuldinn yfirleitt miklu meiri held- ur en á sambærilegum breiddarstigum í norðri. Aðeins um eitt hundrað af sex miljónum fer- hyrningsmílum, sem er yfirborð landsins, er ekki að staðaldri hulið af ís. Með slíku veðráttufari skyldi engan undra þó ekki sé um fjölskrúðugan gróður að ræða, enda er svo, að þar er enginn gróður, en þar sem hvorki grös gróa eða skepnur lifa, þar lifir held- ur enginn maður. Eina framleiðslan, sem vert er að geta um í sambandi við Suðurskautslöndin, er hvalveiðin, sem gefur af sér um £ 4,000,000 verðmæta á hverju ári. Og þó ef nákvæmlega vær frá skýrt á hvalveiðin ekkert skyit við suðurskautsmegin- landið, þar sem fiskimið eru öll á djúpslóðum fleiri mílur undan landi. Aðeins í veðurfræði- legu skyni eru þessi lönd líkleg til þess að geta gert siðmenningunni eitthvert gagn. Veður- fræðingar gera sér vonir um að athuganir gerð- ar um þessi svæði geti gert þeim mögulegt að semja veðurfregnir langt fram í tímann og að hægt verði að reisa veðurathugunarstöðvar á þeim fáu stöðum, sem byggilegar eru þarna. Einu sinni sem oflar fór Mussolini á Bíó, klæcld- ur borgarafötum, því að liann vildi ckki láta almenn- ing þekkja sig. í miðri fréttamynd kom eftirlíking lrnns sjálfs fram á leiksviðið. Bíógestir risu þegar úr sætum sínum með miklum fagnaðarlátum. — Einræðisherrann var sá eini, sem ekki stóð upp. Ein- ræðisherrann var sá eini, sem ekki stóð upp. — Sá, er næstur honum sat, stjakaði við honum um leið og hann hvíslaði: það er hollara fyrir þig að standa upp, vinur sæll. Okkur er að vísu öllum eins innan hrjósts, þegar svona kemur fyrir, en það er ckki ör- uggt að láta það í ljós. * Gyðingastrákur sagðist ekki vilja fara til himna- ríkis, því að pabbi sinn hefði sagt, að öll viðskipti hefðu farið til helvítis. VÍKINÖUR Um hvoð er toloð? Fóstra, móðir, veröld vor, von og framtið gæða, svíði oss þín sáraspor, svivirðing og mæða! Burt með lýgi, hlekk og hjúp, hvað sem blindar andann, sendunt út á sextugt djúp sundurlyndis fjandann. M. Joch. Af öllum þeim langloku og loðmollu greinum, sem íslenzku blaðmennirnir hafa birt um ástand- ið í Englandi — stendur ein þeirra eins og tind- ur úr þokunni. Greinin í „Vísi“ um „Málfrelsið í Englandi", eftir Árna Jónsson alþingism. frá Múla. Bak við allan stríðsáróðurinn og skrumið, stendur það enn sem óhagganlegur sannleiki, að í breska þinginu ríkir ennþá lýðræði, málfrelsi og réttlæti, þar sem sá er vinur sem til vamms segir. Ef það ekki væri fyrir vissuna um það, að barátta Breta fyrir lýðræði væri háð af fullum og einlægum hug, og að hún þoli alla opinbera gagnrýni, myndi öll þeirra viðleitni og fórnir einstaklinganna verða unnar fyrir gíg, án þess verður engum sigurs auðið, því það er sameigin- leg óslt flestra — og öðruvísi getur varla farið — en að réttlætið sigri að lokum. Eitt aðaláhyggjuefni almennings á íslandi er hvað skoðanafrelsi og réttaröryggi landsmanna er að verða af skornum skamti. Eins og síðasta breytingin á hegningarlögunum, og ofsóknin á hendur gagnrýnandi blöðum, færir bezt sanninn um. Tveir ritstjórar hafa verið sakaðir um land- ráð fyrir að gagnrýna viðskiptasamning við út- lönd, og benda á að erlend þjóð, hafi að íslend- inga áliti, valið hér óvinsæla menn til að standa að samningum fyrir sína hönd. Auðvitað er það blöðunum sjálfum mest til tjóns ef þau nota óviðeigandi orð til að túlka skoðanir sínar, eða berja höfðinu við steininn gegn rökum. En með- an það er almennt álitið hér að Mr. Hellyer hafi beitt sér fyrir samtökum með öðrum í Hull, til að útiloka íslenzk fiskiskip frá því að geta keypt þar nauðsynjar eins og kol og ís, svo þau urðu að hrökklast þaðan til annara staða, getur maður ekki skilið þá lýðræðissinna, sem aiíta það saknæmt, þótt bent væri á, að það sé lítill vinargreiði að senda hingað slíkan mann 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.