Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 28
I Hvers vegna Rússum er illa við Breta Sú saga er sögð af rússneskum trúleysingja, að hann hafi á banabeðinu hrópað upp yfir sig: „Það er ekkei't guðs ríki til. Og jafnvel, þótt svo væri, myndi Bretinn vera kominn þangað fyrir löngu, og hafa tileinkað sér öll beztu sætin“. í þessari hótfyndni finnum vér ástæðuna fyr- ir hinni aldagömlu gremju Rússa í garð Breta; öfundinni og óttanum í Moskva allt frá dög- um ívars hins hræðilega, þegar Bretar höfðu fyrst afskipti af Rússum, og til núverandi ráð- stjórnarveldis Stalins. Allan þennan tíma hafa aðeins fáir Rússar orðið hrifnir af Bretum. Þeir hafa dázt að frjálsræði þessara eyjaskeggja og réttlæti — stofnunum þeirra, eins og löggjafarþingi og dómstólum; prentfrelsi þeirra, málfrelsi og trú- frelsi. En frjálslyndir menn í Rússlandi voru ekki margir að tölu, og aldrei neins megnugir. Þeir Rússar, sem réðu, allir þessir miklu og litlu keisarar frá Ivari til Stalins, voru sammála í því, að telja alla aðdáun fyrir brezka frjáls- ræðinu sem hinar hættulegustu hugsanir. Rússar hafa varla nokkurn tíma treyst Bret- um. Jafnvel í heimsófriðnum 1914—18, þegar þeir voru Bandamenn gegn sameiginlegum ó- vini, var það uppáhaldsstaðhæfing Rússa: „Að Bretar væru ákveðnir að berjast til hins síð- asta rússneska blóðdropa. (Áróðursvél Göbb- els hefir síðan gert sér mat úr þessu með því að snúa við setningunni: Bretar reyndu að berj- ast til hins síðasta franska blóðdropa. Annað rússneskt orðatiltæki frá þessum sama tíma og öllu illúðlegra, var: „Við skulum berja á Englendingum, þegar heimsstyrjöldinni lýk- ur!“ Það gerðu þeir Uka, — minnsta kosti komm- únistarnir meðal þeirra — á svona hálfri tylft vígstöðva á árunum 1918—1920. Við Murmansk og Archangel að norðan, í Eystrasaltsríkjunum að vestan, kringum olíulindii’nar í Bakú að suðaustan og við Krímskagan og Odessa að VÍKINGUR sunnan. — Jafnvel handan við TJralfjöllin, í vestur og austur Síberíu, og í raun og veru nvar ekki? Bretarnir voru ekki beinlínis sigraðir, en þeir entust ekki til að halda áfram og hurfu á brott, og minningin um það hefir síðan varðveizt með Rússum, sem mikili dýrðlegur sigur. Ef trúa á rússneskum rithöfundum, þá skort- ir Breta einna mest velsæmiskennd. Og hvers vegna? Vegna hnefaleika ástríðna, sem einn þeirra, A. V. Sukhove-Kobylin. Honum farast svo orð í Hjónabandi Krechin- skis, leikriti, sem mikið hefir verið leikið í Rúss- landi síðustu áttatíu árin: „Elska skaltu ná- ungann vissulega!" segir ein persónan í leikn- um. „Frá barnæsku temja Englendingar sér hnefaleika. Hvers konar kærleik geturðu borið til náungans í hnefaleik?" Frakkar verða vandræðalegir í erfiðleikum, en Þjóðverjar ófyrirleitnir. Rússar geta sett sig í spor beggja. En Bretinn virðist ekki láta erfið- leika neitt á sig fá. Sjálfstjórn hans verður eitt- hvað svo dularfull. Hann nær henni ekki með ytri látum eins og Rússi og Þjóðverji myndu gera. Rússinn verður vandræðalegur og finnur til minnimáttarkenndar gagnvart Bretanum. Að Bretinn sé mörgum hæfileikum gæddur, munu margir Rússar geta faliist á. Það er til rússneskur málsháttur, sem segir: „Að Frakk- inn hafi skynsemina í tungubroddinum, en Bret- inn í fingurgómunum". Þegar Rússinn segir, að einhver hlutur sé „angliyskoi raboty“. Það er, búinn til í Eng- landi, er það sama og viðurkenning á, að hann sé traustur og góður. 1 söngnum um Volga-dráttarmennina, rauna- söng mouzikanna um hin erfiðu kjör, er með löngun og hrifningu minnst á þá staðreynd: Að, Englendingar, hinir skynsömu, hafi til að létta undir með starfandi höndum, fundið upp hverja vélina eftir aðra, meðan rússneski bóndinn söngli til að dylja þreytu sína. Rússar gera sér tíðrætt um mataræði Eng- 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.