Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 12
Kristján Imsland: »Howe« strandið Bjarnarey liggur í Norðuríshafinu á 75° norðlægrar breiddar og tilheyrir Noregi. — Eyjan er 10 mílna löng og um 8 mílur á breidd. Ströndin er klettótt og lítið vogskorin en blindskerjótt mjög í kringum hana. Landið sjálft er kviksandur, hraun, útdauðir eldgíg- ar og sumsstaðar mýrarflákar og svo illt yfir. ferðar, að það hefir lítið verið rannsakað. Eyjan er óbyggð, nema hvað Norðmenn höfðu þar loftskeytastöð árið 1931 og bjuggu þar þá tveir loftskeytamenn, Johansen og Lindberg, með konum sínum. Viti er enginn á eynni og er hún því mjög hættuleg sjófar- endum. Fimmtudaginn 19. nóvember 1931, kl. 3,40 e. h. strandaði togarinn ,,Howe“ frá Grimsby á blindskeri norðvestan við Bjarnareyju. Það var norðvestan rok og stórhríð er togarinn strandaði. Stór og föngulegur maður stóð við stýrishússgluggann, það var Mc Gregor, skip- stjóri togarans. Hann greip í eimpípustreng- inn og pípan gaf frá sér snögg og hvell hljóð, — hann kallaði alla á þilfar, — honum duld- ist ekki hvar komið var og hann gaf sínar fyr- irskipanir stillt og ákveðið. Loftskeytamaðurinn tók til starfa og sendi frá skipinu S.O.S. merki og 30 togarar, sem að veiðum voru kringum eyna, heyrðu neyð- arkallið og bjuggust til hjálpar. ,,Howe“ seig hægt niður, en staðnæmdist svo allt í einu, hann stóð ráttur og fastur á skerinu. Mc Gregor kallaði alla upp í stýr- ishúsið — öll skipshöfnin, 14 manns, þrengdu sér saman í stýrishúsinu og biðu hjálpar. Brotsjóarnir dundu yfir skipið, allar rúð- urnar í stýrishúsinu brotnuðu svo að þar varð lítið hlé. Mc Gregor stóð við brotinn gluggann og starði út í hríðina. Björgun frá sjó var óframkvæmanleg, ef þeir áttu að bjargast, varð hjálpin að koma frá landi en ekki frá sjó. Það varð að snúa togurunum við, sem voru á leið til hjálpar. Mc Gregor gekk inn í loft- skeytaklefann og með síðustu orku rafgeym- VÍKINGUR anna sendi hann boðin: „Hjálp frá sjó ófram- kvæmanleg — komizt í hlé af eynni og reyn- ið björgun frá ströndinni“. Þetta voru síðustu boðin frá „Howe“. Mc Gregor gekk fram í stýrishúsið og horfði döprum augum á félaga sína. Allt í einu brá fyrir vonarglampa í aug- um hans; hann náði í fiðluna sína og mjúkir tónar fiðlunnar reyndu að yfirgnæfa storm og brimgnýinn. Þeir fyrstu er reyndu að koma til hjáipar, voru loftskeytamennirnir á eynni, er heyrt höfðu neyðarmerki skipsins. Þeir lögðu strax á stað, en útbúnaður þeirra var mjög af van- cfnum gerður og þareð þeir voru aðeins tveir, gátu þeir lítið flutt með sér, þó höfðu þeir reipi og lugtir. Eftir átta tíma þaráttu við hríðarbyl, vegleysur og náttmyrkur urðu þeir að snúa aftur og máttu þakka guði að ná lif- andi til loftskeytastöðvarinnar aftur. — En á meðan loftskeytamennirnir börðust von- la.usri baráttu við hamfarir náttúruaflanna, hafði togarinn „Elf King“ frá Grimsby, er Drinkall var skipstjóri á, varpað akkerum í hlé af eynni. — Togarinn var með fullfermi fiskjar og hafði verið kominn á heimleið er hann heyrði neyðarmerkin frá „Howe“ og þrátt fyrir fyrirsjáanlegar tafir og vafasama sölu aflans, er heim kæmi, sneri hann strax við til hjálpar. Veðrinu hafði nú slotað nakkuð og Drink- all sendi strax sjö menn undir forustu stýri- manns síns til hjálpar hinum nauðstöddu löndum sínum, en þessi hjálparleiðangur varð einnig að snúa við og voru mennirnir með sundurtætta skó og rifin föt og illa útleiknir er þeir náðu loftskeytastöðinni aftur. Skipshöfnin á „Ilowe“ hafði nú verið tvo sólarhringa um borð í skipsflakinu og Drink- all skipstjóri sá, að mistækist þriðji leiðang- urinn, væri löndum hans á „Howe“ óhjá- kvæmilega búin hin vota gröf. Margir togarar voru nú lagstir í hlé af eynm, við hliðina á 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.