Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 13
„Elf King“, og Drinkall safnaði saman sjálf-
boðaliðum af öllum skipunum og undir for-
ustu hins norska loftskeytamanns, Lindbergs,
lagði þriðji leiðangurinn af stað útbúinn reip-
um, teppum, matvælum og öðrum nauðsyn-
legum hlutum er hægt var að safna saman
þarna.
Það var farið að skyggja, er leiðangurs-
mennirnir lögðu af stað, færðin var hin sama.
Þeir brutust yfir mýrarfláka, er þeir sukku
í upp í mitti. Þeir skriðu yfir klungur og
klettanibbur, er rifu föt þeirra og hold. Þeir
urðu að kasta frá sér matvælum og teppum,
en baráttukjarkurinn bilaði ekki og eftir
næturlanga baráttu höfðu þeir náð takmark-
inu. Sunnudagsmorguninn höfðu þeir, hrakt-
ir og hrjáðir, náð áfangastaðnum, en þá höfðu
þeir ekki annað meðferðis af því, er lagt
hafði verið af stað með, en reipin. Þegar birti,
sáu þeir flakið af ,,Howe“ rétt- fyrir neðan
ldettana, sem þeir stóðu á.Reipinu var kastað
um borð og þótt skipbrotsmennirnir væru
orðnir þjakaðiir af kulda og vosbúð, tókst
þeim samt að handsama reipið og festa það.
Hver eftir annan voru skipbrotsmennirnir
dregnir á land. Síðastur frá borði fór hinn
karlmannlegi og glæsilegi skipstjóri ,,Howe“,
Mc Gregor, er þá hafði með skipshöfn sinni,
vatns og matarlausri, viðhafst í brotnu stýris-
húsi á hinu strandaða og hálf sundurtætta
skipsflaki í þrjá sólarhringa. En þó í land
væri komið, var ekki allri baráttu enn lokið,
eftir var að komast til byggðar, sem oft hefir
orðið mörgum skipbrotsmanninum að fjör-
tjóni.
Það var strax lagt af stað, en leiðangurs-
og skipbrotsmennirnir höfðu ekki brotist
áfram meira en einn kílómeter, er hraun-
grýtið hafði sundurfláð gúmmístígvél skip-
brotsmannanna og kaldir og blóðrisa fæturn-
ir fóru að segja til sín, en samt var brotist
áfram. Þrír af skipbrotsmönnunum gáfust upp
og féllu í ómegin af kvölum í sárum og sund-
urtættum fótunum. — Leiðangursmennirnir
báru þá til skiptis.
Sunnudagurinn, dapur og drungalegur, leið
að kvöldi. Ákveðið var að halda kyrru fyr-
ir á klettasyllu, er leiðangurinn var staddur
á. Vonin um björgun fór að vera lítil og það
voru þögulir menn er hnipruðu sig saman und-
ir köldum klettinum þessa haustnótt. Allt í
einu kvað við gleðióp frá Lindberg; hann
hafði séð ljósglampa í fjarska. Vonin lifnaði
á ný. Mennirnir risu upp og skimuðu út í sort-
ann. Ljósið var veruleiki, það var ekki nein
hilling. Það kom nær og nær og cftir nokkurn
tíma hafði fjórði hjálparleiðangurinn sam-
einast þriðja leiðangrinum og skipbrotsmönn-
unum. Þessi leiðangur hafði verið fjórtán
klukkutíma á leiðinni og hafði hann meöferð-
is matvæli og hlífðarföt. Skipbrotsmönnunum
var nú hjálpað eftir beztu getu og á mánudag
voru allir komnir lifandi til loftskeytastöðv-
arinnar á eynni.
Togararnir, sem við eyna iágu, fögnuðu
björguninni, en brátt hurfu þeir af legunni
og út á fiskimiðin. ,,Elf King“ hjelt með skip-
brotsmennina heim til Englands.
Drinkall skipstjóri, ev björguninni stjórn-
aöi. var, er heim kcm, kallaður til ensku hirð-
arinnar í boði konungs og sýndur þar allur til-
hlýðilegur sómi. Verzlunarmálaráðuneytið
enska gaf honum áletrað silfurtat aö launum.
En fiskaflinn úr togaranum „Elf King“, var
fluttur í fiskimjölsverksmiðju.
Tapio af veiðiferðinni var mikið. Útgerðar-
félagib vildi ekki hafa áfram skipstjóra, er
mat meira mannslíf en hagnað félagsins og
Drinkall skipstjóri var rekinn af skipi sínu.
Reykjavík, 10. des. 1941.
Hr. ritstj.
í síðasta blaði yðar birtist eftirfarandi:
„I októberherfti Víkings s.l. birtist þetta dæmi:
Kiossgáta II.
A tveimur stöðum, sem eru á sama lengdarbaug, er
20° breiddarmunur. Annar staðurinn snýst með 240
sjómílna meiri hraða um möndul jarðar en hinn.
Hver er breidd staðanna?
Engin ráðning hefir blaðinu borið við þessu dæmi,
en útreikningur og ráðning á dæminu fer hér á eftir.“
— Eg- tel mig nú hafa leitað gaumgæfilega í blað-
inu að þessum útreikningi og ráðningu á dæminu, en
þó ekki fundið. Sömuleiðis hefi ég leitað að ofan-
greindu dæmi í október—-september og ágúst-heftum
blaðsins en ekki getað fundið það þai'. Fór ég þá að
athuga dæmið sjálft, eins og það birtist hér að ofan.
„Annar staðurinn snýst með 240 sjómílna meiri hraða
um möndul jarðar en hinn“. Hér sést ekki við hvaða
tima þessi hraðamunur er miðaður. Fer annar stað-
urinn 240 sjóm. lengri leið, er hinn á sólarhring, vakt
eða einum klukkutíma?Það hlýtur þó að skipta máli,
eigi að ákveða breidd staðanna. Eg' gerði nú ráð fyrir
því, að átt væri við klukkutíma hraðamun staðanna og
reyndi að reikna dæmið á þeim grundvelli. Utkoman
varð 40°, 9'5 og 60°, 9'5.
Virðingarfyllst,
G. G.
Óska eftir að skrifast á við ungan sjómann eða sjó-
mannsdóttur.
Eyborg Guðmundsdóttir,
Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu,
VÍKINGUR
13