Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 17
V
hi
agga nmnar
hörðu sjósóknar
Saga fyrsiu mótorbátanna á íslandi.
Sjómennskan er Vestfirðingum í blóðið bor-
in. Svo virðist, sem Vestfirðingar hafi strax í
fornöld, borið rnjög af um sjósóknir. Leifur
Eiríksson var Vestfirðingur, og svo mun hafa
verið um flesta þá, sem tóku þátt í Grænlands
og Vínlandsferðunum. Jafnvel, meðan mesti
ömurleikinn hvíldi yfir landinu á liðnum öld-
um, er eins og Vestfirðingar hafi aldrei gugn-
að, Þeir voru á undan öðrum landsmönnum
að rétta sig úr kútnum.
Það voru þeir, sem eignuðust fyrsta þil-
skipið um miðja 17. öld (Páll í Selárdal), þeir
hófu fyrstir smíði þilskipa hér á landi (Flat-
ey), byrjuðu fyrstir landsmanna aftur að
sigla á milli landa (Árni Thorlacius 1828).
Ásgeir G. Ásgeiisson.
keyptu fyrsta gufuskipið (Litla Ásgeir), og
urðu fyrstir til að setja mótora í báta sína.’).
Isafjörður varð fljótt miðstöð hinna mestu
framkvæmda. Um miðja síðustu öld gerðu
ísfirðingar út helming allra þeirra þilskipa,
sem til voru í landinu. Laust fyrir síðustu
aldamót áttu Isfirðingar 60 þilskip og voru
20 þeirra í eins manns eigu, Ásgeirs G. Ás-
1) Sjá hinar ágætu greinar Lúðvíks Kristjánsson-
ar: Forsaga íslenzkra gufuskipa í Sjómannadagsblað-
inu 1941 og' Hálfrar aldar afmæli Stýrimannaskólans,
í Ægi 5. tbl. 1941.
Isafjörður
geirssonar skipstjóra og útgerðarmanns á ísa-
firði. Hann var mikill athafnamaður, skap-
ari ísfirzkrar útgerðar, og einhver auðugasti
höfðingi á sinni tíð, og hafði sjálfur aflað
þess, er hann átti. Fyrsta íslenzka gufuskip-
ið ,,Litli Ásgeir“ bar nafn hans, og sömuleið-
is „Stóri Ásgeii'“, sem var stærsta gufuskipið
sem íslendingar eignuðust áður en Eimskipa-
félagið var stofnað. Ásgeir G. Ásgeirsson og
vestfirzkir samtíðarmenn, börðust af miklum
móð fyrir að koma á fót binlendum sjómanna-
skóla fyrir allt landið, og söfnuðu fé til. En
þegar landstjórnin daufheyrðist vió bænum
þeirra, brugðu þeir við sjálfir og stofnuðu til
sjómannaskóla á ísafirði (1852).
Jón forseti Sigurðsson, sem þá var upp á
sitt bezta, hafði mikinn áhuga fyrir sjómanna-
skóla málinu og hafði hreyft því einna fyrst-
ur. Margir fleiri vestfirzkir ágætismenn voru
þá uppi, og sannaðist hið fornkveðna eins og
stendur í Landnámu: „Má þat nú heyra, at
þann fjórðung hefir margt stórmenni bvgt“.
*
Þegar mótorarnir komu til sögunnar, varð
gjörbreyting á sjósókn landsmanna og öllu
VÍKINGUR
17