Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 15
með heitinu „hermenn þjóðarinnar", og finn-
ist þeir oft fremur mæta þeim móttökum, að
þeir sjeu sekir menn.
Þó einskorðun hugarfars óteljancli mismun-
andi einstaklinga sje ókleif, getur margvíslegt
og langvarandi misrjetti leitt þá að sama átaki.
Lengi hefur ólgað óánægja meðal sjómanna
allra stjórnmálaskoðana, og þeirra er til þeirra
teljast, yfir vinnubrögðum þeirra sem í landi
stjórna þjóðmálunum. Sú ólga hefur nýlega
komið glöggt í ljós, með því að sjómenn hafa
allvíða um land lagt sjálfir beint út í stjórn-
málabaráttuna. Fyrsta aldan var ekki stór, en
þegar ein báran rís, er önnur vís.
Ef dugandi mönnum sjávarútvegs og sjó-
mennsku meira en aðeins skyldist hinn gamli
sannleikur vísunnar:
Annað hvort átt þú að stíga
eða dýpra niður síga.
Herra eða hjú þú vera,
hamar eða steðji skalt.
Sigra, eða bljúgur bera
byrði lífsins — það er alt.
Er ekki ólíklegt að þjóðlífið hefði gott af því
að veita nýjum og heilbrigðum straumum yfir
sendna mörk íslenskra stjórnmála, sem rvnni
utan við hina þröngu og gruggugu árvegi
flokkslegra sjerhagsmuna.
Sje raunverulegur samstarfsvilji fyrir hendi
og smávægilegur kritur lagður á hilluna, getur
íslensk sjávarútgerð og sjómennska skapað
sjer glæsta og verðuga framtíð.
Fréttir úr verstöðvum
Frá Stykkishólmi og Grundarfirði hafa
gengið í sumar 6 bátar með dragnót og 10
trillubátar, aðallega í haust og eru fleiri að
búa sig út um þessar mundir. Afli var sæmi-
legur á dragnótinni, en misjafn á trillubátana
og heldur tregt, enda ekki stundað af miklu
kappi ennþá, mest vegna vöntunar á mann-
skap, meðan á sláturstíð stóð. Fisktökuskipið
,,Spica“ kom hér í september s.l. og var hér
í 12 daga, en hittist svo illa á, að þá voru
ógæftir og fékk það aðeins um 50 tonn. Sömu-
leiðis kom fisktökuskipið ,,Amstelstoom“, og
fór það á sömu leið, lítill afli og ógæftir og
varð að fara eftir 10 daga bið og fékk rúm 60
tonn.
Afkoma fólks er yfirleitt góð. Mikil vinna
oftast nær. Lúða hefir lítið veiðst í sumar og
15
haust, enda ekki mikið stundað, og veldur
því nokkuð, að síld er svo dýr, að mönnum
ógnar að brytja hana niður. Hún kostar 1
kr. kg. Mönnum gengur illa að átta sig á því
verði, þegar síldin kostar kr. 12,00 málið allt
sumarið. Sjómenn vona fastlega eftir að hing-
að komi fisktökuskip, þegar farið er að róa
með lóðir fyrir alvöru og vonandi að afli
glæðist.
Nú um þessar mundir er fiskurinn keyptur
á 35 aura pr. kg., er flakaður og pækilsalt-
aður í tunnur og gefur þetta talsverða vinnu
í landi, en menn eru hræddir um að það hald-
ist ekki lengi. Hér er verið að byggja stórt og
mikið hraðfrystihús, eign Sig. Ágústssonar
kaupmanns í Stykkishólmi. Auk þess er starf-
andi hraðfrystihús Kaupfélags Stykkishólms
og hefir það verið starfandi allt árið og tekið
á móti fiski til hraðfrvstingar nema mánaðar-
tíma, er sláturstíð stóð yfir í haust.
Ó. V.
'k
Herra ritstjóri!
í 10. tbl. Sjómannablaðsins Víkingur, eru
fréttir úr verstöðvupum norðanlands. — Mér
þykir nokkurs misræmis gæta í þeim frétta-
flutningi. Þar eru taldir upp staðir, sem litla
eða enga útgerð hafa, en ekki minnst á aðra,
t. d. Ólafsfjörð. Vjð Ólafsfirðingar kunnum
því illa, að okkar sé að engu getið, þegar talað
er um aðrar veiðistöðvar, því Ólafsfjörðujr
hefir um nokkurt íjrabil verið stærsta þorsk-
veiðistöð norðanlands.
Héðan gengu síðpstliðna vertíð milli 30 og
40 trillubátar og 11 dekkbátar. — Útflutn-
ingurinn var 1000 smálestir af ísfiski, 680
smál. af söltuðum fiski og um 2000 kassar
hraðfrystur fiskur. Þar við bætist svo að bát-
ar héðan lögðu upp afla á Siglvíirði fyrir allt
að kr. 200,000,00.
Eins og í öðrum veiðistöðvum norðanlands,
vestan Húsavíkur, kom framkvæmd hins marg
umtalaða fisksölusamnings illa niður á okkur,
því mjög lítið var ym róðra hér eftir að ís-
lenzku og færeyzku skipunum var bannað að
kaupa. í því sambandi vil ég geta þess, að
verjendur samning^ins hafa ekki sannfært
neinn hér um gæði hans, og sennilegt er að
sum blöð hafi gert sér pólitíslcan skaða með
skrifum sínum um málið.
28. nóvember 1941.
Sigurður Baldvinsson.
Framh. á 16. síðu
VfKINGUR