Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Blaðsíða 3
Togarliiii Sviði ferst Islcnzk sjómannastétt hefir löng’um orðið því að venjast í baráttu sinni víð æst náttúru- öfl, að í raðir hennar hafi höggvist stór skörð. Eitt af þeim þungu höggum, sem á stétt þess- ari hafa dunið, og um leið eitt hið þyngsta, er missir botnvörpungsins ,,Sviða“ frá Hafn- arfirði, ásamt allri áhöfn hans, 25 manns. Þegar að botnvörpungur, eitt af hinum öfl- ugustu skipum íslenzka fiskiflotans hverfur af vfirborði sjávar, ásamt allri áhöfn, vekur það að vonum ugg og kvíða, menn fá þá áþreifanlegt dæmi þess, að fár cr sá, er ekki geti þá og þegar orðið að lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflunum, vindi og sjó. fslenzk sjómannastétt gerir ekki ráð fyrir því, að fyrir sjóslysin verði byggt með öllu, jafnvel ekki hversu sem við er leitast í því, að hafa góð og öflug skip sem er þó eitt aðal- atriðið. Ilenni er það ljóst, að þetta er skattur sem hún hefir orðið og verður að gjalda í við- skiftum sínum við Ægir. Það vekur þó alltaf sársauka og þjáning þegar þessi skattur er af henni krafinn og þá ekki hvað sízt þegar um er að ræða, eins og í þessu tilfelli, eitt af hin- um mannflestu skipum, sem veldur því að skarðið í sjómannafylkinguna er stærst og sárin flest. Sá er þessar línur ritar, þekkti flesta af skipshöfn b.v. ,,Sviða“, suma persónulega, en sérstaklega þó skipstjórann, Guðjón Guð- mundsson og 1. stýrimann, Þorberg Friðriks- son. Guðjón Guðmundsson skipstjóri var góður og skemmtilegur félagsmaður. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem tveir eða fleiri voru sarnan komnir og munu það margir mæla að þar hafi farið mætur maður sem að þeir sjái eftir; farið góður og skemmtilegur félagi. Hann var í alla staði svo vandaður maður, að hann mátti ekki vamm sitt vita. Hann var góð- ur sjómaður og gætinn skiþstjóri. Þorbergur Friðriksson 1. stýrimaður, var vel skýr maður, sem bar málefni sjómanna- GuSjón Guðmundsson skipstjól'i. stéttarinnar fyrir brjósti og vildi hlúa vel að þéim. Iíann lét ekki starida á meiningu sinni þegar því var að skipta, var hreinn og beinn, eða í sem fæstum orðum sagt, réttsýnn dugn- aðarmaður í allri sinni framkomu. Við sjómennirnir söknum ágætra félaga, og kunningja sem við höfum lifað margar starfs og ánægjustundir með og nær það langt um, okkar á meðal, því að 25 sjómenn, sem stund- að hafa sjómennsku frá fjölmennustu pláss- um þessa lands, eiga vissulega marga kunn- ingja og vini meðal stéttárinnar. Engu er þó um jafnandi við harm þann, er ástvinir þessara íöllnu samstarfsmanna eru nú slegnir við hið sviplega fráfall og sára missir. . Megi sá, sem öllu stýrir, blessa þeim svo minningu látinna ástvina, að þeim verði sá raunaléttir að, að þeir í skjóli fagurra minn- inga og trúar, öðlast styrk til að bera þetta þunga áfall. Ég veit, að ég má í nafni sjó- mannastéttarinnar votta þessum syrgjandi ást- vinum alúðarfyllstu samúð. Guð blessi ylckur öll. S. E. 3 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.