Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 5
frumskógunum töldu menn trumbuslögin, en á
sléttunum töldu hinir ríðandi riddarar reykgos,
sem voru framleidd á þann hátt, að votum á-
breiðum var fleygt yfir eldinn og kippt burtu
aftur. Undanfari ritsímans voru aftur á móti
merkjastengurnar, sem voru með hreyfanlegum
álmum. Slík tæki voru notuð til að koma skip-
unum Napoleons til herja hans.
Hugmynd framkvæmd.
Þegar Scully náði höfn hafði Morse teiknað
hugmynd sína að móttökutæki og samið merkja-
kerfi úr punktum og strikum, sem þýða mátti í
orð. Samt sem áður tók það Morse nokkur ár
að smíða tækin. Það var ekki fyrr en 1835.
Fyrstu tilraunirnar voru gerðar 1837, yfir 510
metra langan rafmagnsvír. Hugmyndir Alfred
Wail voru hagnýttar. Hann bauð Morse fjár-
styrk, en heimtaði hlutdeild í væntanlegum
hagnaði. Faðir hans lánaði 2000 dali til frekari
tilrauna og bauðst til að lána verksmiðju sína,
Speedwell Foundry. Þessi uppörfun ýtti undir
Morse. Hinir rólegu dagar málarans voru liðnir.
Innan eins árs frá því að félagið var stofnað,
gátu þeir sent og tekið á móti skeytum yfir 5
km. vegalengd í Morristown New Jersey. Morse
leitaði nú á náðir þingsins, en mætti háði og
spotti margra þingmanna. Eftir 6 ára baráttu
tókst honum loks að fá samþykkta 30 þús. dala
fjárveitingu til að leggja tilraunaritsímalínu
frá Washington til Baltimore. Síðan þessi lína
var lögð 1844, hefir ritsímalínan náð ótrúlegri
lengd. Eftir eina öld er ritsímakerfi Bandaríkj-
anna 340.000 km. á lengd, með um 3.7 milj. km.
af vír. Starfsliðið telur 64.400 manns og stöðv-
arnar eru um 40 þús. talsins. 1941 var lokið við
að leggja ritsímalínur 52 þús. km. að lengd,
sem eingöngu voru notaðar fyrir veðurfregnir í
sambandi við póst- og farþegaflug.
Byltingakennd áhrif.
Áhrif hraðans á samskiptin í heiminum ollu
byltingu, bæði viðskiptalega og menningarlega.
Nú var hægt að reka viðskipti heimshornanna á
miíri. i-iernaðartæknin breyttist; skipanir bárust
xiú a cinu augnabliki fram í fremstu víglínu. í
ófriðnum 1812 háði Andrew Jackson orrustuna
við New Oreans eftir að friður hafði verið sam-
inn, en 11. nóv. 1918 vissi allur heimurinn sam-
dægurs um ófriðarlokin.
Fleiri uppfinningar fylgdu fast eftir á sviði
samgangnanna. Edison fann brátt leið til að
senda 4 skeyti samtímis eftir sama vír. Auðkýf-
ing að nafni Cyris Field dreymdi um að tengja
saman, ekki aðeins ríki, heldur heimsálfur.
Draumur hans rættist dag nokkurn 1858. 4 skip,
sem höfðu spunnið úr sér ritsímaþráð eftir botni
Atlantshafsins, mættust í miðju hafi, og héldu
síðan heim til stöðva sinna, Agamemnon og
Valoros til frlands en Gargon og Niagara til
Bullflóa við Nýfundnaland, 3000 mílur í burtu.
Þá skeði sá stórviðburður að rafstraumur þaut
neðansjávar milli heimsálfanna. Victoria Eng-
landsdrottning og Buchanan Bandaríkjaforseti
skiptust á kveðjum. Skeyti drottningarinnar var
á þessa leið:
Til forseta Bandaríkjanna, Washington:
„Drottningin er sannfærð um, að forsetinn
tekur undir þá innilegu ósk, að rafmagnsþráður
sá, er nú tengir Stóra-Bretland og Bandaríkin,
verði hlekkur til styrktar þeirri vináttu, sem
byggð er á sameiginlegum áhugamálum og gagn-
kvæmri virðingu".
Forsetinn svaraði: Til hennar konungl. há-
tignar Bretlandsdrottningar: „Megi Atlants-
hafsritsíminn fyrir blessun Drottins verða var-
anlegt band friðar og vináttu milli skyldra þjóða
og verkfæri, skapað af guðlegri forsjón, til þess
að útbreiða trú, menningu, frelsi og mannrétt-
indi um gjörvallan heim“.
Þetta var á bernskudögum uppfinninganna á
sviði rafmagnsins; til alls þessa þykir nú harla
lítið koma.
Talsíminn var fundinn upp af Alexander Gra-
ham Bell eftir að hann hafði glímt við hann í
mörg ár ásamt tryggðarvini sínum, Watson. —
Hann heyrði rödd Bell segja kvöld nokkurt ár-
ið 1875: „Komdu, Watson, ég þarf að finna þig“.
Þetta var fyrsta setningin, sem heyrðist í síma-
tæki. 40 árum síðar, 1915, fór fram fyrsta lang-
línusamtalið frá New York til San Fransisco. Þá
voru þessi orð Bell endurtekin.
Og enn fleygir þróuninni áfram. ítalinn Gug-
lielmo Marconi sendi fyrsta loftskeytið í garði
föður síns 1895. Árið eftir sendi hann skeyti
3 km. Fyrsta loftskeytið var sent yfir Ermar-
sund 1897.
1901 tók Marconi á móti fyrsta loftskeytinu
yfir Atlantshaf, í Foldhu á Englandi, frá höfða
nokkrum á Nýfundnalandi. Þýðing loftskeyt-
anna fyrir björgunarstarfsemi hlaut almenna
viðurkenningu 1909, þegar loftskeytamaðurinn
á e.s. „Republick“, Jack Binns, náði sambandi
við skip, sem björguðu skipshöfninni eftir að
skip hans hafði lent í árekstri.
1910 var fyrsta loftskeytið sent frá flugvél.
Stórkostlegar framfarir hafa orðið á sviði
loftskeyta og annarar tækni; ennþá er mörgum
þeirra haldið leyndum, en þær munu koma í Ijós
þegar er veraldarhjólið snýst snurðulaust á ný.
G. Jensson.
V í K I N G U R
165