Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 18
IJR VÉLARÚMIISIU Verða mótorskip framtiðarinnar ineð skiptiskrúfu? Karlstads Mekaniska Verkstad í Kristinehamn, Sví- þjóð, hefur nú í áratugi smíðað vatnstúrbínur í verk- smiðjum sínum. Nú á seinni árum hafa verksmiðjur þessar smíðað vatnstúrbínur með skiptanlegum skóflum í gangi, með vökvaþrýstingi. Uppfinninguna að þess- ari túrbínu átti sænski prófessorinn V. Kaplan, og ber bún því hans nafn: „Kaplantúrbína“. Fyrsta stóra Kaplantúrbínan var smíðuð fyrir sænska í'íkið, og var hún sett í vatnsaflstöðina við Lilla Edet. Þvermál á skófluhjóli þessarar túrbínu var 5,8 m. — Reynsla Kaplantúrbínanna hefur verið svo góð, að nú eru þær af ýmsum stærðum útbreiddar um ailan heim. Stærsta Kaplantúrbínan, sem til þessa hefur verið smíðuð, afkastar með fullu álagi 60.000 virkum hest- öflum. Þvermál skófluhjólsins er 8 m., og vegur túr- bínan samtals 160.000 kg. Þess má í þessu sambandi geta, að vatnstúrbínurnar við Sogið, sem tóku til starfa 1937, eru frá Karlstads Mekaniska Verkstad. Verkfræðingum Karlstads verksmiðjanna var það mjög ljóst, hver nauðsyn var á, að gerð yrði endingar- betri, einfaldari og stærri skiptiskrúfa fyrir skip en áður hafði þekkzt, því að skiptiskrúfur þær, sem not- aðar voru á minni fiskibátum, entust illa, og reynslan var stundum sú, að viðhaid skiptiskrúfu og búnaður Skiptiskrúfa. hennar var oft eins kostnaðarsamt og viðhald mótors- ins, sem dreif hana. Hin skamma ending á skiptiskrúfum þeim, sem fram- leiddar voru, stafaði hvað mest af ófullkomnum smurn- ingsbúnaði og að vatn og óhreinindi gátu smogið inn á núningsfleti blaðanna, skiptitein, skiptirör og oft alla leið fram í skiptilegu, sem oftast var kúlulega, er illa þoldi salt vatn. Skiptiskrúfan og búnaður hennar var einnig oft verri en skyldi af sparnaðarástæðum. Mörgum sjómönnum var fullkunnugt um, hverja yfir- burði skiptiskrúfan hafði fram yfir fastaskrúfuna, þar sem með skiptiskrúfunni er ávallt hægt að láta mótor- inn ganga með hentugasta snúningshraða, svo að hann skili hæsta notagildi, þótt erfiðið að drífa skipið áfram aukist, svo sem á hlöðnu skipi, í mótvindi, eða með skip eða veiðarfæri í eftirdragi, þar sem aftur á móti mótor með fastaskrúfu missir sinn rétta snúningshraða og jafnframt afl, þegar erfiðið að drífa skipið áfram eykst. Ef fastaskrúfan er höfð svo lítil (iétt), að mótorinn nær að drífa hana upp í. fullan snúningshraða í sterk- um mótvindi og sjógangi eða á togveiðum, er útilokað með sömu fastaskrúfu að hagnýta allt afl mótorsins í lausu skipi, í góðu veðri eða á undanhaldi. Af ótta við viðhaldskostnað skiptiskrúfunnar hafa margir fram á þennan dag kosið fasta skrúfu, þó að henni hafi orðið að fylgja gírskipting, í smærri fiskibáta, sem gefizt hefur misjafnlega vel, og sumar gerðir gírskiptinga hafa reynzt alldýrar í viðhaldi. Eftir að Kaplantúrbínan með skipsskrúfulagi og vökvadrifnum skiptiútbúnaði hafði um lengri tíma reynzt afburða vel, yarð það úr, að verkfræðingar Karl- stads verksmiðjanna ákváðu að smíða skiptiskrúfur með sama skiptiútbúnaði fyrir skip. Tilraunir voru gerðar á árunum 1926—1928, skrúf- urnar þrautretyndar í þar til gerðri tilraunastöð, sem verksmiðjurnar eiga og sérstaklega er gerð fyrir skips- skrúfur. Frá 1928 hafa Karlstads verksmiðjurnar smíð- að skiptiskrúfur, er þeir nefna Kamewa-skrúfur fyrir skip frá ýmsum löndum við mótora af stærðunum 125— 7000 virk hestöfl. Skal nú reynt að lýsa að nokkru Kamewa-skrúfunni: Allir núningsfletir ganga í olíubaði, og þrýstingui' á olíunni er ávallt meiri innanfrá, — einnig þó að vélin sé ekki í gangi, -— en utanaðkomandi þrýstingur vatns- ins. Óhreinindi eða vatn kemst því ekki inn í skipti- búnaðinn. Tvöfaldar þéttingar fyrirbyggja, að olían komist út eða vatn inn í skrúfuhausinn, þó að olíuþrýstingur- inn falli. Skiptiteinn eða skiptirör er ekki til, en í þess stað er skrúföxullinn gegnumboraður fyrir þann vökva, sem hreyfir skii)tiútbúnaðinn í ski'úfuhausnum og- jafnframt smyr alla slitfleti. Vökvadælurnar eru tvær fyrir skiptinguna, önnur drifin af hjálparvél, þar sem hún er fyrir hendi, en annars eru báðar drifnar af aðalvél. Önnur dælan er nægileg, hin er til vara. öryggisfjöður er komið fyrir í skrúfuhausnum þann- ig, að þó svo vildi til, að vökvaþrýstingurinn félli vegna bilunar, stillir fjöðrin blöðin fyrir fulla ferð áfram, svo að ekki þarf að stöðva ferð skipsins, á meðan við- gerð fer fram, eða þar til að landi er komið. Skrúfuhausinn og öxullinn ei'u gerðir svo sterkir, 17B V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.