Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 22
SÍLDIN OG SAGAN UNDRAFISKURINN. SEM SKÚP STDRVELDI □ □ □ LLI STYRJÖLDUM Grein þessi, sem er eftir George Mell, og hér er þýdd úr tímaritinu World Digest, fjallar um síldina og áhrif henn- ar á sögu þjóðanna. Mun mörgum þykj;. fróðlegt að lesa um þennan duttlunga- fulla fisk, sem afkoma okkar íslendinga er svo mjög undir komin, enda leiðir greinin í ljós, að voldugri og stærri þjóðir en íslendingar hafa átt og eiga velgengni sína eigi hvað sízt síldinni að þakka. Franskur rithöfundur á seytjándu öld ritaði um síldina sem fisk þann, er ákvæði örlög heims- velda. Um aldaskeið hefur verulegur hluti tekna ýmissa þjót.a myndazt vegna nærveru þessa fiskjar við strendur Norðurálfu. Síldin olli því, að smáfiskiþorp breyttust á skömmum tíma í stórborgir, er efndu til viðskipta við framandi lönd og færðu Vesturlönd og Austurlönd nær hvert öðru. Síldin olli því og, að stjórnmála- kenningar urðu til, sem enn gætir og hafa meira að segja margvísleg áhrif á hildarleik þann, sem nú er háður. Fyrir nær sex öldum lögðu geysistórar síldar- torfur leið sína inn í hið salta Eystrasalt. Var sú trú manna, að hvalir væru valdir að síldar- göngum þessum. Um þær mundir var kjöt mun- « Nfci-’* r.—■■■« '' :Ní - 6 0 m '/yyý' /yyýfr wN- Ég 1| p r « r- T N i 1 & rVhti'* gÉÉ wæ V ím Ná A ... *jjk\ N* í 'Mí. . * > ' J W//y' Fi Æ&'. 'ópet lA & m Aðalstöðvar síldarinnar. aðarvara í Norðurálfu, og fiskur var mun þýð- ingarmeiri fæðutegund þá en nú. Hann var snæddur á öllum hinum fjöldamörgu hátíðisdög- um, en þegar tekið var að verka síld, var raun- verulega brotið blað í sögu mannkynsins. Síldin reyndist hinar ákjósanlegustu vistabirgðir og nú var mun auðveldara að búa heri vistum en áður hafði verið. Það er sögn, að brezki herinn við Crécy hafi neytt hálfrar milljónar sílda áður en hann lagði til hinnar sögufrægu orrustu. — Síldai'hreistur. Krossfararnir neyttu geysilegrasíldarbirgða.En síldarorrustan var háð í febrúar árið 1429, til þess að ná á vald sitt saltfisksendingu til ensku hersveitanna, er sátu um Orléans. Með síldveiðar að aðalatvinnuvegi urðu borg- irnar Lúbeck, Bremen, Hamborg, Stettin og Rostock mikilvægar miðstöðvar heimsviðskipt- anna. Floti þeirra óx mjög, og viðskiptafröm- uðir þessara borga gerðu út verzlunarleiðangra um gervalla Norðurálfu. Kaupmenn þessir stofnuðu Hansastaðasambandið árið 1241 til þess að treysta hagsmuni sína sem bezt. Þegar veldi þeirra var mest, höfðu þeir útibú í hundr- að og þrjátíu borgum, og slíkt var traustið á austurlingnum, eins og gjaldeyrir þeirra var nefndur, að hann varð sterlingspund vorra tíma. Þegai svo mátti segja, að veldi Hansastaða- manna byggðist á yfirráðum yfir fiskveiðunum, gerðu þeir ráðstafanir til þess að halda því, sem þeir höfðu komizt höndum yfir. Skipasmíða- stöðvarnar við Eystrasalt, sem flugher banda- manna hefur nú unnið mest grand, bergmáluðu einu sinni af hamarshöggum, þegar þar var 152 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.