Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Qupperneq 26
FORTÍÐIN: Eitt hinna gömlu áraskipa, Gideon frá Vestmannaeyjum. Nú er hin mesta gjörbylting hvað
snertir skipaflota landsmanna. Hingað stefna nú á næstu tímum stærri og’ betri skip en nokkru sinni fyr.
Þess má gjarnan minnast, að sjómennirnir á áraskipunum héldu uppi hinum íslenzka sjómannsheiðri meðan
þjóðin átti við rammastan reip að draga. Þeim ber þvíheiður og þökk.
Framh. af bls. 183.
var flotinn enn aukinn, og enda þótt verzlun
heimsveldisins væri fyrst og fremst í höndum
sérleyfisfélaga, varð ekki um það efazt, hver
mátti sín mest á vettvangi síldveiðanna. Hann
hélt fast við stefnu Cromwells og efldi sjávar-
útveginn sem mest til þess að tryggja flotanum
dugandi sjómenn á hverjum tíma. Aðeins ensk-
um skipum var leyft að flytja síld til enskra
hafna, og sérhverju veitingahúsi landsins var
gert að greiða sérstakan skatt til Hins konung-
lega fiskveiðafélags Stóra-Bretlands, svo og að
kaupa að minnsta kosti eina tunnu síldar ár
hvert. Skipum, sem stunduðu síldveiðar, voru
veitt sérstök verðlaun.
Fyrir nokkrum árum nam síldarútflutningur
Breta fimm milljónum sterlingspunda ár hvert.
Og síldarneyzla brezku þjóðarinnar óx með
ári hverju.
Þjóðverjar hafa hagnýtt síldina mjög í hern-
aðarþágu- Þeir nota hana til framleiðslu
sprengiefnis. Úr hundrað og tuttugu síldum
fæst sprengiefni, sem nægir í lítið tundurskeyti.
En auk þess unuu þjóðverjar margvísleg önn-
ur efni úr fiski þessum, og lögðu því hina
mestu áherzlu á síldariðnaðinn.
Adolf Hitler komzt þannig að orði, að
hann þarfnaðist tíu þúsund smálesta síldar að
meðaltali vikulega. En sá hluti brezka flotans,
sem hindraði fiskiveiðar fyrir Hollandsströnd-
um, kom í veg fyrir það, að hann fengi aflað
teljandi síldar að minnsta kosti saman borið við
það, sem kemur fram í þessum ummælum hans.
Það má því með sanni segja, að síldin komi enn
við sögu og ákveði jafnvel örlög þjóða eins og
forðum daga.
1B6
V I K I N □ U R