Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 27
íslenzkur skipstjóri og uppfinningamaður
Eftir að hafa siglt um tveggja ára bil frá
Kaupmannahöfn, var ég hinn 30. ágúst 1901 lög-
skráður í Hamborg sem timburmaður og matrós
á briggskipið „Dorane“ frá Fanö. Var ég síðan
á skipi þessu, unz ég lét afskrá mig á sama stað
29. marz 1902. Skipstjórinn hét J. P. Sigurðsson,
íslendingur að ætt. Sigurðsson var Skagfirð-
ingur, hafði farið mjög ungur í siglingar (14—
16 ára), og mér vitanlega aldrei til íslands kom-
Þegar Sigurðsson hætti að sigla varð hann
forstöðumaður heimavistarinnar við sjómanna-
skólann í Svendborg. Síðan hef ég ekkert um
hann heyrt. Sé hann enn á lífi, er hann orðinn
gamall maður.
Þegar „Captain Sigurdsson“ er nefndur við
danska skipstjóra, kannast flestir við nafnið. Ef
bætt er við, hvort þeir þekki „Sigurdsson Pat-
ent Lodd“ (dýptarmæli), svara allir játandi. —
ið síðan. Þegar ég var með honum, var hann bú-
settur í Nordby á Fanö.
Þessa ferð mína á Dorane fórum við frá Ham-
borg til Bahia í Brasilíu og vorum 82 daga á
leiðinni. Flutningur okkar var ýmis konar vörur,
sem kallað er (General Cargo). Frá Bahia fórum
við til Rio de Janerio og tókum þar flutning, salt-
aðar nautshúðir og nautshorn. Vorum við 92
daga á leiðinni þaðan til Hamborgar með við-
komu í Falmouth í Englandi. Þetta þótti ekki
neitt sérlega seinlegt ferðalag þá, en þætti það
líklega nú.
Sigurðsson hafði byrjað sjómennsku sína á
seglskipum, og var á þeim, að því er ég vissi
bezt, alla sína sjómenskutíð.
Dýptarmæli þenna fann J. P. Sigurðsson upp.
Hef ég heyrt skipstjóra segja, að hann væri með
beztu dýptarmælum og sé notaður mikið í dönsk-
um skipum og jafnvel víðar.
J. P. Sigurðsson var sérstakt prúðmenni í allri
framkomu og mjkill dugnaðarmaður. Heyrði ég
aldrei neinn undirmann hans tala óvirðulega um
hann, og var það óvanalegt í þá tíð.
Sigurðsson var einkar laghentur, og lagði á
margt gjörva hönd. -—- Fylgir hér mynd af Do-
rane, tekin eftir málverki, er hann málaði sjálf-
ur af skipi sínu.
Tryggvi Jóakimsson.
■ VIKINGUR
187