Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 28
GuSm. Jensson: Sjómenn og samninganefndir Árið 1943 sendi 7. þing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar þess efnis, að FFSl. og Al- þýðusambandi fslands yrði leyft að hafa full- trúa frá samtökum sjómanna í nefnd þeirri eða nefndum, sem framvegis önnuðust sölu sjávar- afurða. Svo var hægt í sakirnar farið, að ekki var krafizt atkvæðisréttar í nefndinni, þessum fulltrúa til handa. Tilmælunum var aldrei svar- að, og við það situr enn í dag. Enn eru sjó- menn algerlega hundsaðir og lokaðir úti, þegar semja á um sölu sjávarafurða, taka ákvarðan- ir um hin raunverulegu laun þeirra. Þótt þessi sé venjan þegar sjómenn eiga í hlut, þá eru þess víst engin dæmi, að sjómaður eða verkamaður sé sendur út af örkinni þegar gera á innkaup fyrir verzlunarstéttina. Væri það þó engan veginn fráleitt frá almennu sjón- armiði séð, ef innkaupin eiga að gerast með hag neytandans fyrir augum, en ekki seljand- ans eingöngu, eins og nú er. Vel má vera, að ríkisvaldið telji sér trú um, að því fleiri kandidatsgráður, sem krydda slík- ar nefndir, því betur sé til þeirra vandað. Þaðan sé ólíkra afreka að vænta en frá hinum lítt menntuðu og láglaunuðu fiskimönnum. Skrif- púltsmenn þeir, sem valdir hafa vei’ið í slíkar nefndir, hafa aldrei verið í vafa um hæfni sína til starfsins. Víst er um það, að ekki hafa þeir þurft að kynna sér hjá samtökum sjómanna, hver laun fiskimenn teldu sig þurfa að hafa til samræmis við aðrar stéttir í landinu, miðað við lengd vinnudags og vinnuafköst. Sjómenn og út- gerðarmenn eiga að láta sér nægja með það, sem þessar fræðimannanefndir fá áorkað hverj u sinni. Og er það þó sannast sagna, að stundum virðist samningasnillin ekki mega minni vera frá fslendinga hálfu. íslenzkum fiskimönnum er það naumast lá- andi, þótt þeir t. d. ljái því eyrun, er sænskir stéttarbræður þeirra segja þeim, að samninga- nefnd sú, sem send var héðan til Svíþjóðar í fyrravor, hafi orðið þeim þungur ljás í þúfu og farið illa að ráði sínu gagnvart síldveiðisjó- mönnum og útgerðarmönnum. Hvort fiskimenn- irnir íslenzku leggja trúnað á þessar sögur Sví- anna eða ekki, læt ég ósagt. Það er næsta ótrú- legt, að íslenzku samninganefndinni hafi ekki verið að fullu kunnar kröfur þær, sem sænskir sjómenn og útgerðarmenn ætluðu að gera, svo mjög sem hagsmunir þeirra fara saman við hagsmuni sjómanna og útgerðarmanna hér. Það er víst, að saltsíldarverðið síðastliðið sumar var alltof lágt, miðað við framleiðslu- kostnað, og skipting þess neðan við allar hellur. Þrjátíu og tvær krónur fengu sjómenn og út- gerðarmenn fyrir að leita síldarinnar út í hafs- auga á dýrum skipum, veiða hana og flytja upp á bryggjur, en 58 krónur komu í þeirra hlut, sem settu síldina í tunnur og veltu þeim um borð í flutningaskip. Eigi slíkt mat á vinnu og slíkur útreikning- ur á kaupgreiðslum að ríkja hér í framtíðinni, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé rétt að sjómenn setji síldina sjálfir í tunnur og komi þeim um borð í flutningaskipin, og það því fremur, sem heyrzt hefur, að Svíarnir, sem söltuðu sjálfir um borð í skipum sínum, hafi fengið 170,00 kr. fyrir tunnuna. Er ekki tímabært að sjómenn og útgerðar- menn semji framvegis sameiginlega um sölu sjávarafurða, annist um verkun þeirra og komi þeim á erlendan markað, í stað þess að halda áfram að deila innbyrðis um skiptingu þess litla hundraðshluta fiskverðsins, sem þeim er út- hlutaður ? Sjómannadagurinn vax’ hátíðlegui' haldinn um land allt sunnudaginn 2. júní. Voi’u hátíðahöldin hin veglegustu, svo sem vera bar. Hófust þau kl. 8 að morgni, er fánar voru dregnir að hún á skipum á Reykjavíkux-höfn og húsum víðsveg- ar um bæinn. Þá hófst og sala á merki dagsins og Sjó- mannadagsblaðinu. Eftir hádegi söfnuðust sjómenn saman undir merkj- um félaga sinna og gengu í skrúðgöngu kringum Tjörn- ina og inn á Austui’völl. Þar hófst útisamkoma kl. 2. Biskupinn yfir Islandi, Sigurgeir Sigui’ðsson, minntist látinna sjómanna, en að því búnu fluttu i’æður Emil Jónsson, samgöngumálai'áðheri’a, Halldór Þoi’steinsson, útgerðai’maður og Sveinn Jónsson, sjómaður. — Um kvöldið voru sjómannahóf að Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu. Mikil og vegleg hátíðahöld fóru og fram í sjávai’- þorpum og kaupstöðum víðsvegar um land. 1BB V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.