Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 29
SJÓMANNAKÓRINN Á ÍSAFIRÐI Um nokkurt skeið hafa sjómenn á ísafirði æft söng fyrir Sjómannadaginn og önnur meiri háttar tækifæri. Þessi samtök hafa orðið vísir að því að stofnaður var Sjómannakór fsafjarðar í marzmánuði í vetur. Mun þetta eina söngfélagið á landinu, sem skipað er sjó- mönnum eingöngu. Tómstundir sjómanna eru stopular. Það er miklum erfiðleikum bundið fyrir þá að halda uppi slíkri starf- semi sem kórsöngur krefst. Þeim mun lofsverðari er sá áhugi, sem ísfirzku sjómennirnir sýna, og sú félags- lund, sem þarf til að halda saman stórum hóp við hin erfiðustu ytri skilyrði. Sjómannakór fsafjarðar var stofnaður af 26 sjómönn- um. Menn þeir, er kórinn mynda, hafa sungið undan- farin tvö ár á Sjómannadaginn, bæði við guðsþjónustu og á kvöldskemmtun dagsins. í vetur æfði kórinn af kappi þegar landlegur voru. Söng hann á 30 ára afmæli Sjómannafélags Isafjarð- ar, og þótti vel takast. Markmið kórsins er, að efla söng og félagslíf innan sjómannastéttarinnar, og skemmta á hátíðis- og tyllidögum sjómanna. Er þess að vænta, að það beri góðan ávöxt. Stjórn kórsins skipa: Asgeir Ingvarsson, formaður kórsins og söngstjóri. Einar Kjartansson, skipstjóri, ritari kórsins. Björn Guðmundsson, vélstjóri, gjaldkeri kórsins. Sjómannablaðið Víkingur hefur komizt yfir mynd af meðlimum Sjómannakórsins og fylgir hún þessum lín- um. Þrjá af meðlimum kórsins vantar á myndina. Þessir menn eru á myndinni: Sitjandi frá vinstri: Þorleifur Örnólfsson, sjómaður. Einar Kjartansson, skipstj., ritari kórsins. Ásyeir Ingn- arsson, söngstjóri, formaður kórsins. Björn Guðmundsson, vélstjóri, gjaldkeri kórsins. Eggert Samúelsson, sjó- maður. Gunnar Pálsson, skipstjóri. — Miðröð frá vinsírt'.- Einar Jóelsson, sjómaður. Gestur Sigfússon, sjó- rnaöur. Kristján Jónsson, sjómaður. Óslcar Sumarliðason, sjómaður. Lárus Sigurðsson, skipstjóri. Hermann Jóhannsson, sjómaður. Karl Jónsson, vélstjóri. Jón Sn. Bjarnason, sjómaður. Guðm. Ólafsson, sjómaður. — Aftasta röð frá vinstri: Guðjón Jóhannsson, sjómaður. Jón Egilsson, vélstjóri. Halldór Gíslason, sjómaður. Kristján Kristjánsson, sjómaður. Ragnar Maríasson, sjómaður. Daníel Rögnvaldsson, sjómaður, Hrólfur Pét- ursson, sjómaður. Magnús Guðnason, vélstjóri. Halldór Guðjónsson, sjómaður. Sjómannablaðið Víkingur óskar Sjómannakórnum á ísafirði góðs gengis og langra lífdaga. V I K I N E U R 1B9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.