Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 31
„Höfrungshlaup" hann sagði mér eitt sinn, af því ég gekk á hann, að á Stýrimannaskólanum hafi hann aldrei haft aðferðarskekkju við nokkurt dæmi. Svo sann- orður maður var hann, að ég trúi þessu statt og stöðugt. Nær væri mér þó að halda, að þetta sé einsdæmi. Ég vil í þessu sambandi leyfa mér að segja frá tveim atvikum, sem eru nokkuð sérstæð, en margir menn eru til vitnis um, að eru sönn, en sýna glögglega hve frábær ferðamaður á sjó Árni í Ási var. Sumarið 1927 vorum við að veiðum vestan við Grænland. Sex opnir vélbátar voru notaðir við veiðai-nai-. Árni var stýrimaður á togaranum og auk þess formaður á einum vélbátnum. Eins og oftast á þeim slóðum var blindþoka umræddan dag. Vélbátarnir, þó litlir væru, réru langan veg. Svo illa tókst til, að einn bátanna týndi línu sinni að nokkru leyti. Hafði slitið, en ekki fund- ið næsta ból, eða neitt af sínum bólum, sem eftir voru. Kom að skipi við svo búið, þó glöggur væri og í alla staði góður formaður, enda getur slíkt ávallt komið fyrir undir skipuðum kring- umstæðum. Þegar Árni kom að, hafði hann á heimleið séð eitt af hinum týndu bólum, en af eðlilegum ástæðum hélt hann leiðar sinnar. Svo ósérhlíf- inn var Árni, að hann bauðst til þess að fara og leita hinnar týndu línu, sem hann svo kom með. Hann þekkti vel kompásinn sinn, og áhrif straumsins var hann ekki í vandræðum með að reikna út. Þó skal betur að kveðið. Meirihluta vetrarnætur í vonzku veðri á Sel- vogsbanka andæfði Árni við bauju, sem Ijósið hafði slokknað á. Baujan var á sínum stað þeg- ar birti, og Árni líka! Ég held ekki, að mörgum þýddi að taka slíkt að sér. Árni í Ási var, þegar á allt er litið, mikill gagnsmaður í sínu starfi. Hann var þjóð sinni meira en sjálfum sér. Hann var einn þeirra góðu manna, sem með starfi sínu byggðu undirstöður nýja, íslenzka flotans, þó hann fengi þau skip aldrei augum litið, því hann drukknaði í Hafn- arfirði 11. desember síðastliðinn. Við, sem vorum samtíða Árna Sigui’ðssyni, söknum hans. Við söknum hins góða drengs, hins skemmtilega félaga, við söknum mannkosta hans, og við viðurkennum hans miklu gáfur, sem allir vissu af, nema hann sjálfur. Friður sé með honum. Tryggvi Ófeigsson. V I K I N □ U R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.