Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 32
Undir svarta fánanum í hjörtum allra manna blundar æfintýraþráin, — draumurinn um eilífa hamingju og dásemdir, löngun eftir heiðri, völdum, auðæfum, æfintýrum og hættum. Fyrir skömmu voru tveir farþjófar dregnir undan seglinu, sem breitt var yfir einn björgunarbátinn á mexíkönsku gufuskipi, sem látið hafði úr höfn í Ham- borg og var á siglingu fram hjá Cuxhafen. Þetta voru tveir drengir, 13 og 15 ára gamlir, báðir frá Mið- Sjóræningjasriekkja. Þýzkalandi, sem svöruðu spurningum skipstjórans blátt áfram á þessa leið: „Við laumuðumst um borð til þess að komast burt, út í heiminn, út á hafið, til ókunnra landa“. „Og hvernig höfðuð þið hugsað ykkur þetta, drengir? Hvað ætluðuð þið að gera yfir í Mexico?“ „Við ætluðum ekki að setjast að í Mexico“, hélt þrett- án ára snáðinn áfram með barnalegri hugdirfð. „Frá Mexico ætluðum við að ferðast til einhverrar óbyggðrar eyjar, þar sem við ætluðum að gerast sjóræningjar". Það er auðvelt að hugsa sér breiða brosið á andliti skipstjórans, þegar hann heyrði þessa játningu. Vold- ugan, hjartanlegan, samhyggðarblandinn sjómannshlát- urinn, því að drengir, sem ala slíka rómantíska drauma í hjörtum sínum verða venjulega ágætir sjómenn. En eru það þá aðeins drengir, sem þrá æfintýri? Brennur þráin eftir fjarlægum löndum og æsandi at- burðum aðeins í áhyggjulausum og frjálsum hjörtum óreyndi'ar æsku? Nei. Hinir fulltíða menn kunna að eins betur að dyljast, fela hinar leyndu óskir huga síns. Þeir koma að eins upp um sig þegar þeir eru í einrúmi, eða þegar þeir lesa um svaðilfarir og æfintýri. Merkileg staðreynd er það, að einmitt þeir menn, sem vinna hversdagslega drepleiðinleg störf, verja tóm- stundum sínum til þess að lesa sjóræningjasögur og frásagnir um hættuleg og æsandi æfintýri, langt utan úr hinni litríku og kynjafullu veröld. Stærðfræðingar, reikningshöfuð og skrælþurrir vísindamenn eru þekktir að því að vera hinir áköfustu lesendur reyfarasagna, í frítímum sínum. Náttúrufræðingurinn, stjörnufræðing- urinn og stærðfræðingurinn Curvoisier, hinn frægi vin- ur Dantons, greinir frá því sjálfur, að hann hafi næst- um því á hverju kvöldi lesið sjóræningjasögur. Og okk- ar kæri, frægi prófessor Birch, játaði hr-einskilnislega, að á kvöldin læsi hann sögur þeirra Nick Carters og Buffalo Bills áður en hann færi að sofa. Sjóræningjar hafa ekki undantekningarlaust verið glæpamenn. í hernaðarátökum og pólitískum flækju- málum hafa þeir oft leikið fagurt hlutverk sem for- vígismenn frelsis og réttlætis. Oft hafa þeir barizt af slíkri hugprýði og dirfsku, að ekki hefur verið hægt að komast hjá þvi að bera virðingu fyrir þeim. „Svarta flaggið“ var merki sjóræningjanna, hið ó- hugnaðarfulla tákn, sem vakti ótta og skelfingu hvar sem það birtist. Þó hafa ekki öll sjóræningjamerki verið svört. Rauð, græn, gul og hvít hafa þau verið til, en aðalmerkið hefur þó ætíð verið hinn svarti fáni. Hverjir voru þessir ræningjar og víkingar? Hvaða menn voru þeir, að hinn skelfandi orðstír þeirra skuli hafa lifað öldum saman. Þeir voru Evrópumenn: Hol- lendingar, Frakkar og Englendingar. Landflóttamenn, útlagar og skipbrotsmenn í lífinu. Eftir fund Ameríku færðist ólga í blóð Evrópuþjóða. Columbus, er hélt sem sigurvegari inn í Barcelona eftir heimkomu sína, hóf gullsönginn, sönginn, sem hvað eftir annað, einnig á okkar dögum, hefur heillað og tryllt mannkynið. Fyrstir héldu Spánverjar í endalaus- um skörum í vestur til þess að vinna auðæfin. Mörg þúsund ára gamall menningararfur Indíána var troð- inn niður í skai’nið af ránfíknum hermönnum eins og Cortez og Pizzaro. í staðinn fluttu þeir inn munka og rannsóknarrétt. í slóð Spánverja fylgdu aðrar Evrópu- þjóðir, og nú börðust hinir hvítu menn innbyrðis um herfangið. í þeirri viðureign getur fyrst um „Bukanerana“. Það voru landnemar, sem lifðu á veiðum, og voru búsettir á suðurströnd Haiti, sem þá var kölluð hinu hljómfagra nafni Hispaniola. A eyjunni gengu stórar hjarðir villi- nauta. Nýlendumennirnir lögðu nautin að velli og glóð- steiktu kjötið á sérstakan hátt úti á víðavangi. Var slík meðferð á kjötinu svo.kölluð að „bukanera" og stað- 192 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.