Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 33
urinn, þar sem veiðimaðurinn steikti kjötið, var nefnd- ur „Bukan“. Á þann hátt varð til nafnið „Bukaneri". Þessir nautaveiðimenn voru óstýrilátir og ástríðuríkir ofurhugar. Tinnukúlur þeirra voru öruggari skeyti en örvar Indíánanna. Þeir höfðu myndað sitt eigið þjóð- félag, þar sem sérstök lög giltu. í því þjóðfélagi var allt sameign. Enginn mátti kvænast. Gerði einhver það var hann útilokaður frá þjóðfélagi þeirra. Viðskipti allmikil ráku þeir við nágrannaeyjar og sjóræningja- skip, sem fram hjá sigldu. Fyrir glóðarsteikta kjötið fengu þeir í skiptum púður, blý og peninga. Einn góðan veðurdag réðust Spánverjar á þessa ný- lendubúa, sem lengi höfðu verið þeim þyrnir í augum, vegna þess hve vel þeim vegnaði, og hve mikið fé þeim græddist í viðskiptum þeim er þeir ráku. Spánverjar brenndu skógana á eyjunni og drápu villinautin, en ráku nýlendubúa á flótta norður til smáeyjarinnar Tortuga. Og þá skeði það, sem Spánverja hafði sízt af öllu dreymt um. Hefði þá grunað það, sem gerðist, mundu þeir áreiðanlega ekki hafa rekið nautaveiðimennina burtu frá Haiti. Flóttamennirnir gerðust sjóræningjar, en þeirri atvinnu höfðu þeir kynnzt, er þeir verzluðu með kjöt sitt. Blóðstokknir veiðimenn og slátrarar voru nú orðnir sjóræningjar. Geigvænlegt veldi var stofnað. Sjóræningjaríki, stærra og yfirgripsmeira en þekkzt hefur fyrr eða síðar, reis þarna og var höfuðstaður þess Tortuga. Og þetta sjóræningjaveldi átti að eins einn óvin: Spánverja. Fremstur í flokki sjóræningjanna var kinnfiskasog- inn, varaþunnur maður, með lítinn skegghýung á efri vör. Hárið, sem skipt var í miðju enni, náði honum niður á herðar. Augun voru sýlhvöss, full af tortryggni og grimmd. Þetta var Lolonois, sem einnig var kallaður Olonneren af því að hann var afkomandi hins þráa og uppreisnargjarna Vendé frá Les Sables d’Olonné. Hann var einn af hinum mestu foringjum „Búkaneranna“ og víkinganna, dýr í mannslíki, en hygginn í útreikningum sínum og hernaðaráætlunum. Hann skapaði sjóveldi ræn- ingjanna. Hann lét sér ekki nægja að ráðast á spönsk skip og ræna þau, heldur fór hann í langar víkinga- ferðir með hinum fífldjörfu mönnum sínum, réðst á kastala og bæi á nágrannaeyjunum og jafnvel á norður- strönd meginlands Suður-Ameríku. Spánverjar óttuðust Lolonois meira en pestina. Hann ofsótti þá með svo hatursfullu ofstæki, að hann gaf þeim aldrei grið. Árið 1666 hóf hann baráttuna gegn erfðaféndum sínum með 8 vélbúnum skipum. Þegar víkingarnir höfðu kosið hann sér til foringja, aflaði hann þeim mikilla auðæfa, á fáum dögum, í launaskyni. Hann hertók stór spönsk kaupskip og skipti fengnum á milli foringja og áhafnar að fornum sjóræningja- hætti. Höfuðmarkmið Lolonois var norðurströnd Suður- Ameríku og einkum borgin Maracaibo, sem stendur við samnefndan flóa. Vegna stórviðris neyddust skip hans til að leita skjóls eyjar í Karabíuhafi. Þar réðust Spán- verjar á hann með ofurefli liðs. Að eins einn úr liði sjóræningjanna slapp lífs, sár og blóðugur: Lolonois sjálfur. Hann kastaði sér niður á milli fallinna félaga sinna, og Spánverjar, sem héldu að hann væri dauður, héldu gleðihátíð vegna þess að nú væri hinn skelfileg- asti allra sjóræningja að velli lagður. Sjálfur hlustaði hann á fögnuð Spánverja nóttina eftir, þar sem hann lá falinn í runna skammt frá. Allan næsta dag duldist hann þar, unz honum tókst, dulbúinn sem Spánverji, að komast um borð í skip, sem flutti hann til Tortuga. Lolonois hugði á hefndir. Hatri hans til Spánverja voru nú engin takmörk sett. Hann lagðist í launsátur úti fyrir Tortuga með nokkur skip. Þar sat hann eins og köngurló í vef og beið bráðar sinnar. Frönsk frei- gáta var fyrsta fórnin. Skipið var hertekið og Lolonois Sjóræninginn Lolonois. dæmdi alla skipshöfnina til dauða. Dóminum fullnægði hann í eigin persónu. Hver á fætur öðrum voru sjó- •mennirnir látnir ganga úr káetunni út á þiljur skips- ins. Um leið og höfuð þeirra komu út úr dyrunum skildi hann þau frá bolnum í einu höggi. Skipshöfnin var níutíu manns, og níutíu sinnum hjó sjóræninga-höfð- inginn. Freigátunni breytti hann í foringjaskip flota síns, og með hana í fararbroddi sigldi hann enn áleiðis að takmarki sínu, Maracaibo. Virkið við flóann var tekið með áhlaupi. Þar voru engin grið veitt. Allt setuliðið var miskunnarlaust brytj- að niður. Hægt og gætilega læddust svo skip lians að næturlagi inn á höfnina í Maracaibo, en þegar dagur rann varð hann sér til mikillar undrunar að sannfær- ast um það, að engir voru til varnar í borginni. Svo mikill var ótti Spánverja við sjóræningjana, að þeir höfðu flúið, án þess að reyna að veita hina minnstu mótspyrnu, með konur og börn og eignir sínar inn í næi'liggjandi skóga. Borgin var rannsökuð. Þá fundust að eins tuttugu manns, sem falizt höfðu í kjöllurum í borginni. Lolonois lét hjólbrjóta þá til þess að neyða þá til að skýra frá því þvar peningar og verðmæti borg- arinnar væru varðveitt. En vesalings fólkið gat engar upplýsingar veitt um þau efni. Þá fékk illskan full- V I K I N G U R 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.