Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 34
komlega yfirhöndina í sál hins blóðþyrsta sjóræningja. Þá framdi hann þann verknað, sem skráður er hinum svörtustu stöfum í grimmdarsögu mannkynsins. Hann lét binda einn fangann við tré og skar með eigin hönd- um hjartað úr brjósti hans og át það frammi fyrir mönnuni sínum. Að koma til borgarinnar Maracaibo mannlausrar og birgðalausrar, var þungt áfall fyrir Lolonois. Von- svikinn yfirgaf hann borgina með mönnum sínum til að elta Spánverjana, sem falizt höfðu innan víggii’ð- inganna í öðru virki við flóann. Víkingarnir gerðu á- hlaup, en voru hraktir til baka, eftir að hafa goldið mikið afhroð. Hungur og þorsti þjakaði þá. í fyrsta skipti brást kjarkur þeirra. Þá hélt Lolonois ræðu yfir þeim. Að hverfa frá þýddi tortímingu. Inni í virkinu voru auðæfin, launin, bæturnar fyrir allar þjáningarn- ar. Að eins einbeittni og hugrekki gat bjargað þeim og hjálpað tii að ná lokatakmarkinu. Og' Lolonois end- aði ræðuna með því að segja: Hvern þann, sem hér eft- ir sýnir hin minnstu hræðslumerki, mun ég sjálfur skjóta. Og nú beitti hann kænskubragði í sókn sinni. Hann gerði áhlaup með nokkrum hluta liðsins, en lét það síðan hörfa undan á flótta. Þannig ginnti hann Spán- verja út úr víginu, gerði síðan gagnáhlaup og komst inn í virkið, borgina, sem kölluð er Gibraltar Suður- Ameríku. í heilan mánuð ræna víkingarnir borgina. Þeir lifa agalausu vellystingalífi sigurvegaranna. Birgðir eru þar í ríkum mæli. Brauð, kjöt og vín. Með gislatöku pínir sjóræningjahöfðinginn daglega nýjar fjárfúlgur og gull- sjóði út úr fjárhirzlum borgaranna. Öllu er réttlátlega skipt milli hans og manna hans, svo sem vera skal í ránsferðum, annars getur komið upp misklíð og kurr í liðinu, en þá fer illa. Einn af víkingunum veikist nú skyndilega og deyr. Orsökin er ókunn. Fimm—sex aðrir smitast strax af sóttinni. Tveir deyja. I sigurvímunni hefur Lolonois gieymt að láta grafa lík hinna drepnu í borginni. Drep- sóttin hefur orsakazt af því, að líkin hafa legið og rotnað undir brennandi geislum hitabeltissólarinnar. I skyndi eru nú matvælabirgðir og gull flutt burtu úr borginni, út í skip ræningjanna, sem sigla burtu hið bráðasta. A heimleiðinni réðist Lolonois á íbúana í Maracaibo, sem komnir voru heim aftur og uggðu ekki að sér. Þeim þröngvaði hann til þess að afhenda sér 200.000 pjastra og 500 kýr. Kirkju lét hann einnig ræna þar í borginni til þess að nota gripi hennar í kapellu, sem reisa átti í Tortuga. A jarðskjálftaeyjunni Martinique bjó á þessum dög- um prestur einn, faðir Labot. I skúffum sínum hefur hann eftirlátið okkur ýmsan merkilegan fróðleik um þessa sjóræningja. Hann skýrir frá því, að þeir hafi oft komið yfir á eyjuna hans til þess að láta hann veita sér syndaaflausn. Það voru mergjuð skriftamál, sem þeir höfðu að flytja, og ósjaldan tók það heilan dag fyr- ir hinn ofþreytta föður, að hlýða á skriftir þeirra. Svo langt var syndaregistrið. Eftir þessa tvo stór-sigra var Lolonois hetja dags- ins. Menn hans nefndu hann „Hetjuna“, „Foringjann". Spánverjar kölluðu hann slátrarann. En þegar frægð og veldi Lolonois stóð sem hæst, hitti refsivöndur drotins hann, svo sem oft vill verða. Þegar hann réðist á Indíánakynþátt einn á nágranna- eyju til þess að ræna og stela, tóku rauðskinnar hann höndum, skáru hann í stykki og brenndu. Slík urðu ör- lög víkingaforingjans Lolonois. 194 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.