Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Qupperneq 43
til kvölds. Elías hugsaði málið í fiýti, eiginlega var
hann búinn að syndga með eina flöskuna — hann hafði
brotið tíunda boðorðið og ágirnst flöskuna af Black
and White sem sást bezt í gegn um rifurnar á vín-
skápnum — og fyrst hann hafði syndgað lítið gat hann
eins syndgað mikið. Hafi maður sagt A verður maður
að segja B, stendur einhversstaðar.
Þar með varpaði hann öndinni og tók dírkarann.
Og nú var Elías kominn út á hina hálu braut. Sem
rausnarlegur gestgjafi bauð hann Pétursson einn lít-
inn — og fékk sér einn sjálfur til að vera með. Þeir
fengu sér báðir einn í viðbót, og einn enn — og hættu
svo með þeim fjórða. Svo boi'ðuðu þau kvöldmat af þeim
vistum sem í húsinu voru, ásamt brauði og smjöri og
ýmsu nýmeti úr bakpokum gestanna. Svo fengu þeir sér
nokkra snapsa áður en þeir fóru að sofa og frúin fékk
nokkur glös af kampavíni. Þannig gekk það í þrjá
daga, þangað til frúin var orðin góð í öklanum. Það
urðu þrír ógleymanlegir veizludagar. Pétursson og
Elías þúuðust og sóru hvor öðrum eilífa vináttu — og
meira að segja frúnni þótti orðið svo vænt um Elías,
að hún táraðist þegar hún kvaddi hann.
— Og lofaðu mér því, kæri vinur, sagði Pétursson,
að heimsækja okkur þegar þú kemur heim úr fríinu,
ég hlakka svo til að sjá þig aftur og endurgjalda þér
gestrisni þína — hér er nafnspjaldið mitt með heimilis-
fanginu.
Elías tók við nafnspjaldinu en leit ekki á það fyrr
en gestirnir voru úr augsýn. Þau veifuðu hvort til
annars eins lengi og mögulegt var.
Þegar Elías loks leit á nafnspjaldið varð hann skelf-
ingu lostinn.
E. Pétursson
Yfirfangavörður.
Hringbraut 5—7.
Já, eitthvað á þessa leið var viðburðarásin í hinni
myndauðugu frásögn Elíasar sjálfs — samkvæmt rétt-
arskjölunum. Elíasi fannst hann að vísu ekki vera
sakiaus eins og barn í móðurkviði — en að minnsta
kosti eins og fermingarbarn.
Þegar hann var kominn út að þessu með E. Péturs-
son yfirfangavörð, greip dómarinn fram í fyrir hon-
um: — Það er enginn fangavörður í öllu landinu sem
heitir E. Pétursson!
En Elías var ekki sleginn af laginu.
— Það veit ég vel, en ég er vinur vina minna, ég
sagði ekki rétta nafnið — það er það eina, sem ég hefi
skrökvað í þessu máli — ég bjó E. Pétursson bara til.
— Þér haldið þá fram, skaut dómarinn inn í, að
yfirfangavörðurinn á Hringbraut 5—7 hafi verið með
í þessu fyiliríi í kofanum, sem þér brutust inn í!
— Nei, svaraði sá ákærði, Hringbraut 5—7 er heidur
ekki til.
— En hver var það þá, spurði dómarinn hastur í
máli.
— Ekki eitt orð af mínum munni! sagði Elías með
virðuleika, — ég er ekki þannig maður að ég svíki
félaga minn, yfirfangavörðurinn og ég erum vinir. —
Ég tek út hegninguna einn — en herra dómari, þetta
verður í tíunda sinn sem ég fæ dóm — það er heilt
afmæli — og fastur viðskiptavinur eins og ég er, ætti
að fá afslátt.
cjur:
r .
Asgeir DaníeLsson
Ásgeir Daníelsson, hafnarvörður og hafn-
sögumaður íKeflavík varð sextugur 20 júní s.l.
Ásgeir er fæddur á Yzta-Gili í Húnavatns-
sýslu 20 júní 1886. Foreldrar hans voru Daníel
Guðnason, Árnesingur að ætt, og Ingunn Jósa-
fatsdóttir frá Ásgeirsá í Víðidal. Ásgeir flutt-
ist þriggja ára gamall til Suðurlands og ólst
upp á Miðnesi. Ásgeir hóf að stunda sjó innan
við fermingu.
Fimmtán ára gamall fór hann fyrst á þil-
skip, og var síðan lengi á skútum, vélbátum
og togurum. Eftir að Ásgeir hætti sjómennsku
starfaði hann við afgreiðslu- og innheimtustörf
hjá Guðmundi Kristjánssyni, skipamiðlara.
Síðustu tíu árin hefur Ásgeir verið hafnar-
vörður og hafnsögumaður í Keflavík. Hann er
vinsæll röskleikamaður.
VÍKINGUR
2D3