Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 46
Aflaskipið
Keflvíkingur
i
Aflahæsti bátur við Faxa-
flóa á s.l. vetrarvertíð var
Keflvíkingur, G. K. 400.
Afli hans var yfir 1700
skippund. Skipstjóri á
Keflvíkingi er Valgarður
Þorkelsson.
þetta augljóst um allar æðstu menningarstofnanir, er
einmitt voru settar í Kaupmannahöfn, sem sameigin-
legum höfuðstað allra landa konungs til afnota öllum
þegnum hans, en þó einkanlega hinum norrænu, .svo
sem t. d. háskólinn með söfnum sínum. Konunglega
bókasafnið þar er hið gamla einkabókasafn konungs,
er opnað var fyrir almenning. Þjóðminjasafnið, Lista-
safnið, Tauhúsið og Rosenborgarsafnið í Kaupmanna-
höfn eru t. d. allt greinar af hinu gamla kunstkammer
konungs, og svona mætti lengi telja.
Ég spyr ykkur nú, íslendingar, viljið þið gefa Dön-
um hluta Islands í öilum þessum sameignum? Viljið
þið gefa það í skyn, að fsland hafi verið réttiaus hjá-
lenda í sambandinu við Dani með því að gera ekki
kröfu til þjóðréttarlegrar uppgerðar sameignanna?
Linkind og eftirlátssemi í þessum uppgerðarmál-
um munu Danir launa illu einu, og tjón og fyrir-
litningu mun þjóð vor af því hljóta. 1 þessum upp-
yerðarmálum á þjóð vor allt að vinna, en getur
engu tapað við að leita réttar síns á löglegan
hátt. Aður stundi þjóð vor undir rangindafargi Dana
og sveið það, að hafa ekki þá þjóðaréttarlegu viður-
kenningu og það afl, er þurfti, til að geta neytt þjóða-
réttarins í baráttunni við Danmörku. Nú hefur fsland
fengið hina þjóðaréttarlegu viðurkenningu og getur
neytt þjóðaréttarins, og nú hefur þjóð vor fengið það
afl, sem þarf, til að ná lögum af stærri þjóð, þar sem
íslendingar geta nú sótt öll ágreiningsmál við Dani í
alþjóðadóm. íslendingum var nokkur vorkunn, að þeir
hófust ekki handa um sókn þessara mála, meðan þá
brast þjóðaréttarlega viðurkenningu og meðan þeir höfðu
ekki fengið sjálfir meðferð utanríkismála sinna. En nú
er það ekki lengur vansalaust, ef þjóðin dregur það að
hef ja öfluga sókn í öllum þessum málum, afhendingu
sérgreinanna og uppgerð og skipting sameignanna.
í öllum þessum málum eiga íslendingar þegar að
gera sínar allrafyllstu kröfur. Fallist Danir á þær, þá
er vel, en ekki gefur reynslan von um, að svo verði. Er
svo er komið, eru tvær leiðir: að reyna að semja um
málin, eða stefna strax í alþjóða dóm. Verði samninga-
leiðin reynd, og vilji ísland af einhverjum ástæðum láta
sér nægja minna í bili en það, að ná rétti sínum að
öllu leyti, og gera samning um eitthvað minna til bráða-
byrgða, verður ísland að taka það skýrt og skorinort
fram í þeim bráðabyrgðasamningi hver réttarsjónar-
mið þess eru, og áskilja sér allan þann rétt óskertan
framvegis, þrátt fyrir bráðabyrgðasamninginn, ella
verður litið svo á, að ísland hafi gefið upp eða afsalað
sér þeim rétti, sem það hefur ekki fengið í samningn-
um. Austur-Grænlands-samningurinn milli Norðmanna
og Dana í Osló 1923, var gerður með svona fyrirvara.
Norðmenn fengust ekki til að semja upp á annan máta
en þennan, vildu ekki óbeint játa á sig nokkurt afsal.
Dönsk-íslenzk samninganefnd situr nú enn einu sinni
á rökstólum. Sagt er, að hún sé til orðin fyrir tilmæli
Dana. Sagt er og, að viðfangsefni hennar sé, að semja
um fiskiréttindi handa Færeyingum og afleiðingar sam-
bandsslitanna. En hvort sem það hefur verið sagt eða
sagt ekki, þá gizka ég á, að aðaltilgangur og aðalverk-
efni þessarar nefndar eigi að vera sá, að geta slengt
viðlíka romsu og þessari framan í fslendinga síðar:
Þið skipuðuð samninganefnd til að semja við Dan-
mörku í tilefni af sambandsslitunum. Hví settuð þið þar
ekki fram kröfu um fulla afhendingu séreigna íslands,
og hví setti ísland þar ekki fram kröfur um uppgerð
sameigna, ef það taldi sig eiga óuppgerðar sameignir
við Danmörku. Þar sem þiö báruð eklci fram slíkar
ákveðnar kröfur þar, höfum vér Danir litið svo á, að
fsland xtti engar sameignir undir vorri liendi og engar
óuppgerðar sameignir við Danmörku, eða fsland hafi
þá viljað gefa þetta upp, ef það taldi sig eiga það. Svo
munu þeir vísa til hins forngilda, að „sá, sem .. . segi
til i tíma eða þegi síðar“, og gefa oss sömu svör og
æðstuprestarnir Júdasi forðum. Þetta er mergur málsins
í þeim samningum, er nú standa yfir, þótt hitt sé efa-
laust, að Danir vilji krækja hér í þau réttindi, er þeir
geta fengið fyrir lítið eða ekkert, bæði handa sjálfum
sér og öðrum.
Þess vegna verður fsland nú að setja fram fyllstu
kröfur sínar um allt það, sem ég liér hef nefnt, og eng-
an samning gera við Danmörku nú nema með rammbyggi-
legasta fyrirvara um allt það, sem liér hefur verið nefnt.
2D&
V I K I N G U R