Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 47
Glæsilegt björgunarafrek
í síðasta ág'úst-hefti ameríska tímaritsins „Fishing
Gazette" birtist frásögn um frækilega björgun sem átti
sér stað hér við land. Þótt undarlegt megi virðast hef-
ur ekkert birzt á prenti um hana ennþá hér á landi
og er ekki vonum fyrr að afreks þessa sé að nokkru
getið.
Greinin, sem birtist í hinu ameríska fiskveiða-tíma-
riti fer hér á eftir í lauslegri þýðingu:
„Gísli Halldórsson, umboðsmaður fyrir General Mot-
ors dieselvélar — áður nefndar Gray dieselvélar —
hefur skýrt frá frækilegri björgun báts í sjávarháska,
er varð með þeim hætti að annar bátur, knúin,n G. M.
dieselvél, kom til hjálpar.
Þetta gerðist í marz-mánuði við austurströnd íslands.
Ofsarok hafði skollið á og fiskibátarnir leituðu hafn-
ar. Komust flestir heilir í höfn en nokkrir týndust.
í Hornafjarðarhöfn voru fjórir bátar þegar komnir
að. Var einn þeirra m.b. „Hvanney", sem er 19 brúttó-
smálestir að stærð.
Þegar bátarnir fara inn í höfnina þurfa þeir að fara
yfir grynningar í Hornafjarðarósi og ef illt er í sjó
brýtur stundum á gynningum þessum. Er þá stórhættu-
legt að sigla yfir þær. Einmitt þannig stóð á þegar
sást til m.b. „Báru“ sem einnig er 19 brúttósmálestir
að stærð.
Flestir íbúar þessa litla þorps voru sjónarvottar að
því er báturinn nálgaðist og horfðu á baráttu hans
við brotsjóana og hættulega strauma, þar á meðal fað-
ir skipstjórans.
Þegar báturinn kom á versta staðinn, skall yfir hann
brotsjór, sem kastaði honum á hliðina af slíku afli að
fiskilínan flæktist um siglutoppana og auk þess í
skrúfuna. Þrátt fyrir þetta tókst að koma bátnum á
réttan kjöl enda þótt hann léti ekki lengur að stjórn
og var þá varpað akkeri. Útlitið var nú háskalegt og
töldu menn vonlaust um að bátur og skipshöfn kæm-
ust af.
Þegar hér var komið voru skipshafnir þeirra báta,
sem lágu í Hornafjarðarhöfn beðnar að fara til hjálp-
ar. En þær áræddu ekki að leggja úr höfn og töldu að
slíkt væri að ganga í opinn dauðann — að einni skips-
höfn undanskilinni.
Skipstjórinn á „Hvanney“, Jens Lúðvíksson, sem er
viðurkenndur dugnaðar- og aflamaður og skipshöfn
hans, hikuðu ekki þegar til þeirra var leitað en
treystu á bát sinn og hina hraðgengu, léttbyggðu G.M.-
dieselvél.
Nú kom það sér vel að ekki þurfti að hita G. M,-
dieselvélina upp eða undirbúa hana undir gangsetningu,
því að hún fer jafnskjótt í gang og á þarf að halda.
Það voru ekki liðnar nema fáar mínútur eða jafnvel
sekúndur, þegar báturinn skreið á fullri ferð út úr
höfninni yfir hið hættulega grunn, og braut bæði fyrir
framan hann og aftan. Virtist sjónarvottum báturinn
fara eins og fugl flygi þar sem hann æddi áfram með
ellefu mílna hraða. — En það er mikill hraði fyrir
fiskibát af þessari stærð, sem auk þess þarf að vera
gott sjóskip.
Þegar „Hvanney" kom þangað sem „Bára“ lá, gerði
skipshöfnin fyrst tilraun til að fleyta línu milli bát-
anna. En það reyndist ókleift vegna strauma sem eru
mjög sterkir á þessum slóðum. Skipstjórinn varð því
að komast nær hinum hættulega stað svo að hægt væri
að kasta línu yfir í „Báru“ — og þetta tókst.
En þegar verið var að draga línuna yfir í „Báru“
festist vélstjórinn á „Hvanney“ í henni og var nærri
kominn fyrir borð, þegar skipshöfnin á „Báru“ sleppti
þessari björgunarlínu sinni til að koma í veg fyrir það.
Aftur varð „Hvanney“ að nálgast meir og fékk hún
við það á sig brotsjó og síðan annan. En vélin gekk
ótrufluð engu að síður og báturinn lét að stjórn.
Enn náðist samband milli bátanna og var nú vindan
sett í gang og beið nú skipshöfnin á „Báru“ nokkur
augnablik með öndina í hálsinum eftir því, að séð yrði
hvort „Hvanney" myndi takast að draga Báruna frá
brotinu.
Og þetta tókst. Var þá akkerið dregið upp á „Báru“
og hélt „Hvanney" með hana í eftirdragi út ósinn.
Var veðrið nú svo slæmt og svo illt í sjóinn að Jens
Lúðvíksson gerði ekki tilraun til að komast inn í höfn-
ina yfir grynningarnar, en tók stefnu austur með landi
til Fáskrúðsfjarðar. Er það talin 8—10 tíma ferð í
góðu veðri.
Kom „Hvanney" með „Báru“ til Fáskrúðsf jarðar dag-
inn eftir og hafði þá haft hana í drætti alla leiðina.
Hvarvetna á Austurlandi er björgun þessi talin sýna
afburða karlmennsku og bera vott um góða sjómennsku.
En engu að síður ber hún vott um það hve hin létt-
byggða og hraðgenga G. M. dieselvél er örugg og kraft-
mikil.
Tiu menn áttu líf sitt undir því að vélin brigðist
ekki. Og hún brást ekki í þessari miklu þrekraun.
V I K I N G U R
2G7